Heimilisritið - 01.11.1951, Qupperneq 62

Heimilisritið - 01.11.1951, Qupperneq 62
vondur maður,“ sagði hún og fór að gráta. „Þú átt þó ekki við Hilary. — Þú átt þó ekki við að Hilary sé fallinn? Svaraðu mér!“ æpt Joan. Hún grep í öxlina á Renu og hristi hana af æsingi og angist, en aumingja stúlkan gat engu svarað nema þvaðri, scm Joan skildi ekki. „Það getur ekki vcrið satt, það er ó- mögulcgt!" hrópaði Joan frávita af ang- ist. ,,Ó, guð minn góður, þú getur ekki látið hann deyja nú, strax eftir að þú hefur gefið mér hann!“ Rena þaut út úr húsinu til að spyrja sendiboðann, en hann skildi ekki spurn- ingar hennar og svaraði aðeins með tauti og benti í þá átt, sem hann kom úr. „Sjáið, sjáið!“ hrópaði einn af varð- mönnunum og benti. „Svarti höfðing- inn koma með mikli hvíti húsbóndi.“ Joan sá fjóra stóra og sterka innfædda menn nálgast hægum skrefum, með eitthvað þungt á milli sín á bráða- birgðabörum úr tveimur skjöldum. Fyrst þegar þeir komu nær, skildi hún að það var húsbóndi þeirra, sem þeir komu þarna með, og þegar þeir lögðu Hilary niður á skjöldunum fyrir fram- an hana, var hún svo lömuð af hræðslu og örvæntingu, að hún gat ekki hrært legg né lið um stund. Hún hélt, að maðurinn, sem hún elskaði, væri dauður. Augu hans voru lokuð og andlitio hafði þennan óhugn- anlega náföla lit. Vinstri síðan, ofarlega, var gegnvot af blóði, eins og hann hefðj fengið skot í gegnum hjartað. En Hilary var ekki dauður. Augun opnuðust flöktandi, og hann dró djúpt andann, þegar Joan kraup á kné við hlið hans. „Hilary — Hilary, elsku vinur!“ hrópaði hún. „Þú mátt ekki deyja. Segðu mér, hvað ég á að gera til að hjálpa þér?“ „Róleg, Joan,“ sagði Hilary lágróma. „Láttu þá bera mig inn og þvoðu svo sárið á brjóstinu og legðu sárabindi við það.“ Joan áttaði sig fljótt. Hún stökk á fætur og gaf burðarmönnunum merki um að bcra hann inn í húsið, og lét þá leggja hann í rúmið, færði hann með gætni og lipurð úr jakkanum og skvrt- unni, eftir að hafa sent Renu eftir heitu vatni og sáraumbúðum. Joan hafði á sínum tíma fengið kennslu í hjálp í viðlögum. Hún sá nú, að kúla hafði hæft brjóstið vinstra megin, nálægt hol- höndinni og farið út við herðablaðið. Hún hreinsaði sárið með sótthreinsandi vökva úr lyfjaskápnum, þegar hún hafði þvegið burtu blóðið. Síðan batt hún fast og vel um. Um stund leit út fyrir, að Hilary myndi missa meðvit- undina, en það fór að færast dálítill roði í kinnarnar aftur, þegar Joan hafði gefið honum ofurlítið af vatnsblönduðu konjaki. „Þetta er ágætt, Joan, ég dey ekki í þetta skipti," sagði hann veikri röddu og tók aðra hönd Joan og þrýsti henni að vanga sér. „Ég mun lifa og hefna mín. Það var Doyle, sem skaut mig. Kelleck Howes kom á móti mér með hvítt flagg, eins og til að semja við mig og þegar ég gekk fram til að tala við hann, skaut Doyle, sá huglausi þorp- ari, samtímis því að menn hans réðust á mína menn.“ 60 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.