Heimilisritið - 01.06.1953, Blaðsíða 18

Heimilisritið - 01.06.1953, Blaðsíða 18
margir í Múnkagerði) vissu, að hann var af ágætum ættum. En enginn vissi, hvort hann orti sálma eða framdi morð í Vine Cottage, því enginn hafði komið þar inn fyrir dyr. 1 þrjú ár hafði enginn annar en Bill Reilly komið inn í húsið, ekki einu sinni Elísa- bet Fawcett — og það var í hæsta máta grunsamlegt. ,,Þetta er töluvert langt í slík- um hita,“ sagði frú Fawcett við sjálfa sig. ,,En það er skylda mín ! Og ég veit hann er heima, því ég sá hann aka þangað fyrir skömmu, og hann neyðist blátt á- fram til að bjóða mér inn. Ég er viss um, að það hlýtur að vera hræðilega óþriflegt í húsi, þar sem karlmaður hefur búið einn í þrjú ár, þó hann hefði ósköp vel haft efni á að fá kvenmann til að taka til hjá sér. Og ef maðurinn er hreinn sóði, verð ég að hindra, að dóttirmín giftist honum. Nema húsið sé þá hreint og fágað, og þá hlýtur hann að vera kvenlegur maður, sem gengur um með svuntu og sóp, og svoleiðis mann vil ég ekki heldur sætta mig við. En allt um það er skylda mín að komast að hinu sanna. Ég fer þangað og segi, að ég hafi heyrt, að hann væri veikur (það getur einhver hafa sagt mér) og ég vildi gjarnan hjálpa honum, þar eð hann væri einn. Á MEÐAN hún var í burtu, kom Peter að heimsækja Elísa- bet. Peter var aðlaðandi ungur maður, ljóshærður og alúðlegur, en það var allt annars konar al- úð en hjá Bill, því Bill hafði ver- ið í sjóliðinu, en Peter orustu- flugmaður, og hafði ofurlítið tann- burstaskegg. Peter var vonbiðill Elísabetar, og keppnin var hörð um hylli hennar, því Elísabet þurfti ekki að ómaka sig til að líkjast Hedy Lamarr eða Betty Grable — hún var nefnilega ó- venjulega falleg og aðlaðandi stúlka. ,,Ættum við ekki að aka eitt- hvað í dag?“ sagði Peter. ,,Jú, máske,“ svaraði Elísabet. ,,En ég veit ekki, hvert mamma hefur farið. Kannske þegar hún kemur heim.“ Og svo kom sjúkravagninn og stanzaði fyrir utan húsið. FRÚ Fawcett var afar föl, þeg- ar sjúkrabílstjórinn hjálpaði henni út. Og hún var vesæl og snökt- andi eins og eftir móðursýkiskast. ,,Það er bara taugaáfall!“ sagði bflstjórinn. ,,En hvað hefur komið fyrir ?“ ,,Eg veit það ekki. En það var hjá Reilly. Þangað sóttum við hana. Fólk hringir til okkar ef það sker sig í andlitið með rak- vél, eða gleypir fiskbein eða sér 16 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.