Heimilisritið - 01.06.1953, Blaðsíða 39

Heimilisritið - 01.06.1953, Blaðsíða 39
hann henni konu sína, og þá var sem Cecilia félli úr svimandi hæð. Frá þeirri stundu, er hún sá konu hans, voru tálvonir hennar og blekkingar brostnar, og ekki bætti úr skák, er hún heyrði ,,hinn mikla rithöfund’* segja við kunn- ingja sinn: ,,Það, sem ég skil við skyn- sama konu, er kona, sem kann að steikja ket og baka kökur, og yfirleitt annast heimili eins og vera ber.” Skáld, sem gat fengið af sér að tala um jafn hversdagslega hluti og ket — steik í sambandi við hjónabandið! Það var óheyrt! Cecilia var svo vonsvikin, að hún fann ekki til annars en yfirþyrm- andi vonbrigða. Og svo gekk hún að borðinu, tók stóru myndina úr rammanum og reif hana í smá- agnir. HVAÐ er orðið af sápukúl- unni ?“ spurði Georg, þegar þau hittust daginn eftir. ,,Ég bjóst við að þú myndir verða í sjöunda himni í dag eftir að hafa verið með öllum þessum frægðarstjörn- um í gær. Ef til vill hefur ekki verið svo geysigaman, eftir allt saman ?“ „O, jú.“ „Heyrðu, hvað er að, ertu í slæmu skapi, eða ertu þegar orð- in leið á að vera skáldkona ? Þú veizt, aðeins eitt orð frá þér, og íbúðin mín verður útbúin fyrir tvö.” Cecilia gat ekki stillt sig um að hlæja. Hversu oft hafði hann ekki talað um stóru íbúðina, sem var alveg hæfileg til að byrja bú- skap í. En hún hafði verið með hugann fullan af fjarlægum draumum, svo hún vildi ekki hlusta á hann. Nú fyrst sá hún, hversu góður og nærgætinn hann var í raun og veru. Hann hafði þó ærnar ástæður til að vera dá- lítið sár yfir því, að hún hafði stöðugt verið með hugann alls staðar annars staðar en hjá hon- um, og dáð annan mann, enda þó hann væri aðeins draumsýn, eða hefði verið. En Georg hugsaði aðeins um að gera hana hamingjusama, og hann var líka þúsund sinnum meira virði en allar þessar frægð- arstjörnur, sem hún hitti í gær- kvöldi. Og svo sagði hún það skynsamlegasta, sem hún hafði sagt í langan tíma, sem sé: ,,Hve langan tíma heldurðu að það taki að útbúa íbúðina þína fyrir tvö, Georg?” Og það leið ekki sekúnda þar til Georg hafði gripið um hendur hennar og sagt hrifinn: ,,Það tekur svo stuttan tíma, að við verðum að flýta okkur að giftast áður, elskan mín.“ * 4 JÚNl',1 1953 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.