Heimilisritið - 01.06.1953, Blaðsíða 28

Heimilisritið - 01.06.1953, Blaðsíða 28
mig áður en ég tók króann og hélt á honum um borð í skútuna. Hér var allt kyrrt eins og í dauðs mann gröf. Ég læddist að káetu skipstjóra, dyrnar voru sem betur fór opnar, ég gekk inn, lagði kró- ann í ból skipstjóra og vafði ut- an um hann einkennisjakka af karlinurm Þegár ég var aftur kom- inn upp á bryggjuna og andaði að mér fersku lofti, ákvað ég, að ég hefði hvorki séð né heyrt getið um nokkurn króa. Allt í lagi með það ! Hér eftir var það skipstjórinn, sem varð að klóra sig fram úr þessu. Annars var mér ekkert um hann gefið, né kerlingu hans. Þau voru vön að setja upp svip eins og þau ættu allan hafnar- garðinn, og þau héldu víst, að ég væri hér ekki til neins annars en opna hliðið, þegar þau hringdu. Það gaeti verið gaman að sjá svipinn á þeim, þegar þau upp- götvuðu króann. Ég fór aftur inn í varðstofuna og fékk mér kaffi- sopa, kveikti í pípunni og beið þess, er verða vildi. Enginn hafði séð mig taka við bögglinum, eng- inn hafði séð mig fara um borð, svo nú var bara að halda kjafti og látast ekkert vita. Það leið og beið unz hliðbjöll- unni var hringt, og ég heyrði á hringingunni, að það var skip- stjórinn á ,,Höfrung“ og kona hans. Og þegar ég opnaði, strunz- aði parið framhjá mér, rétt eins og ég væri tómt loft eða ekki neitt. Ég kærði mig kollóttan, ég vissi, hvað í vændum var. Ég hafði ekki fyrr setzt inn, í varðstofuna en ég heyrði hræði- legan gauragang, og andartaki síðar kom skipstjórinn æðandi inn til mín. Hann kom eins og tundurskeyti með kerlinguna í kjölfarinu. ,,Hver — hver hefur komið hér?“ öskraði hann. ,,Hvað meinið þér?“ sagði ég. ,,Enginn hefur komið síðan þér og konan yðar fóru í land.“ ,,Þú lýgur því! Einhver hlýtur að hafa komið !“ grenjaði hann bálreiður. ,,Enginn hefur komið," sagði ég aftur. ,,Hvað er annars að, hafið þér misst eitthvað ?“ ,,Misst, misst! Á meðan þú hefur sofið, hefur einhver farið um borð í skútuna og lagt króa í kojuna mína ! ‘ ‘ ,,Hvað heyri ég,“ sagði ég — ,,eruð þér að gera grín að göml- um, margreyndum næturverði, Hér eru engir króar á bryggj- unni. “ ,,Jæja, en það er nú samt krói í kojunni minni,“ sagði skipstjór- inn ofurlítið spakari, ,,og ég vil fá að vita, hvernig hann getur 26 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.