Heimilisritið - 01.06.1953, Blaðsíða 20

Heimilisritið - 01.06.1953, Blaðsíða 20
bet allt í einu gremjulega. ,,Hætta hverju ?“ spurði Peter. Elísabet svaraði ekki, en hún var fokreið yfir því, að nú, þeg- ar þau voru í þýðingarmiklucn njósnarleiðangri, þá skyldi Peter þykja staður og stund til að vera með ástaratlot, aðeins af því þau sátu þétt sacnan í myrkrinu. Það var nógu slæmt, að hann skyldi leggja handlegginn um axlir henni, en að hann skyldi bein- línis fara að strjúka á henni hnéð. . . . Hún stóð upp, án þess að hirða um að fara hljóðlega, og gekk út á veginn. ,,Elísabet, hvað er eiginlega að ?“ ,,0, þetta gagnar ekkert, ég fer heim.“ ,,Heldur þú . . .“ Hún gekk hratt heimleiðis. Hann náði henni og fylgdi henni kurteislega heim. Hann hegðaði sér óaðfinnanlega, og þegar hann ók heim á eftir, hugsaði hann sem svo, að Fawcett mæðgurnar væru víst eitthvað undarlegar, og að það hefði verið eins gott að kom- ast að því í tíma. EN um það leyti, er bæði Pet- er og frú Fawcett héldu að Elísa- bet væri háttuð í rúm sitt, sat hún aftur á hækjum sínum bak við runnann. Innan úr húsinu heyrði 18 hún rödd Bills. Andartaki seinna opnaði hann gluggann og hallaði sér út. ,,Af hverju kemurðu ekki inn, heldur en norpa þarna í kuldan- um ?“ ,,Eg veit ekki hvort ég þori það. Við hvern varstu að tala ?“ ,,Eg — ég var að tala við sjálf- an mig. Maður venst á það, þeg- ar maður býr einn.“ ,,Þú lýgur klaufalega.“ ,,Elísabet, var mamma þín mjög hrædd ?“ ,,Afar, afar hrædd. Hvað skeði eiginlega ?“ ,,Eg held ekki að hún hafi get- að orðið eins hrædd og ég. Þetta var afar óheppilegt. Sagði hún, hvað hefði skeð ?“ ,,Hún vill alls ekki segja neitt! En ég get hugsað mér, að hún hafi komizt að því, að þú hafir grafið lík í kjallaranum, eða að þú hafir njósnarasendistöð eða eitthvað svoleiðis.” ,,Það er miklu verra,“ sagði Bill. ,,En viltu ekki koma inn ?“ .-Ég er hrædd, Bill. Bill andvarpaði. ,,Elísabet, manstu kvöldið, þegar við gengum meðfram fljót- inu ?“ ,,Já, auðvitað.“ ,,Ertu samt hrædd ?“ ,,Gott, ég kem,“ sagði Elísa- bet. ,,Færðu þig svolítið frá og HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.