Heimilisritið - 01.04.1955, Page 30

Heimilisritið - 01.04.1955, Page 30
sem átti að fæðast. Hún bar öll óþægindi meðgöngutímans með gleði. En hann mundi greinilega þegar hann hafði fyrst veitt því athygli að hún gekk enn á hæla- háum skóm. — Þú ættir að fara að ganga á lágum skóm núna, elskan mín, sagði hann. Hún gretti sig. — Já, ég veit það. Lághælaðir skór eru það andstyggilegasta sem ég veit, en það er víst bczt að ég sætti mig við það og kaupi mér eina ein- hvern daginn. Hann sá það enn ljóslifandi fyrir sér. Lilly ætlaði niður í garðinn til að tína blóm í vas- ann á borðinu. Það var ástríð'a hennar að fylla húsið af blómum. — Gættu þín í stiganum, kallaði hann á eftir henni. — Já-já. Hún veifaði til hans í dyrunum og gekk raulandi út á ganginn. En rauðu hælarnir áttu eftir að vera bani hennar. Hún hrasaði og kollsteyptist niður stigann og lá hreyfingar- laus á gólfinu í forstofunni. I sjúkrahúsinu sögðu lækn- arnir að barnið væri dáið, og þeir gerðu allt sem stóð í þeirra valdi til að bjarga lífi hennar, en ár- angurslaust. Hin brosmilda og hjartagóða Lilly hans var horfin honum að fullu og öllu og myndi aldrei koma aftur. Á EFTIR var allt eins og í þoku fyrir honum — blint fálm eftir einhverju að styðjast við. Og æ ofan í æ spurði hann sjálf- an sig: Ilvers vegna þurfti það að' koma fyrir? Við sem vorum svo hamingjusöm! Hvers vegna Hvers vegna? Hann liafði rifið niður spjald- ið sem á stóð „Gæfuhúsið“, og tætt sundur i-auðu skóna. Eftir það hafði hann reynt að gleyma Lilly og öllu sem þau höfðu lif- að saman. Hann hafði kastað minningunum á dyr og snúið lyklinum í skránni í eitt skipti fyrir öll. Fortíðin var gleymd. Þegar hann fékk tilkynning- una um arfinn hafði hann strax farið að leggja á ráð um fvrirtæk- ið sem hann hafði alltaf dreymt um að' stofna. Og smám saman hafði hann bvggt líf sitt upp að nýju — rósamt og öruggt líf án nokkurs ójafnvægis tilfinning- anna — án nokkurs sem gæti minnt hann á þau ár sem hann hafði verið giftur Lilly. Þangað til liann kynntist Jane. Hún starfaði i skrifstofu hans og hún vann verk sín hljóðlega og með alúð. Hún var kyrrlát og rólynd og honum leið vel í návist hennar. Eftir því sem þau kvnntust betur fann hann hjá sér sterkari hvöt til að ganga að eiga hana. Loks varð liann að 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.