Heimilisritið - 01.04.1955, Síða 62

Heimilisritið - 01.04.1955, Síða 62
í geði, þegar hún kom niður til þess að borða. „Bruce,“ sagði frúin, sem auð- sjáanlega var ekki orðin jafn- góð af höfuðverknum, „þú verð- ur að hjálpa mér við að ganga frá öllu fyrir ferðalagið. Og þú þarft að sjá um að gera upp við þjónustufólkið. En vel á minnzt, þjónar — hvernig í ósköpunum eigum við að ná okkur í sóma- samlegt þjónustufólk í Skot- landi. Þar hefur sjálfsagt verið notazt við sveitafólk, sem ekk- ert hefur lært.“ „Þú þarft ekkert að óttast í þeim efnum,“ flýtti Linda sér að segja. „Fólkið heima í þorp- inu hefur kynslóð eftir kynslóð gengt þjónustustörfum í höll- inni, og þú munt komast að raun um áð það er bæði ólatt og fært í þeirri grein.“ „Ég er vön þjónustufólkinu hérna í London,“ sagði frúin hvasslega, „og það kann sitt verk til fullnustu. Ég efast um að hægt sé að bera þetta sveita- fólk saman við það. En það er ekki svo langt til Edinborgar eða Glasgow að ekki ætti að vera hægt að fá nothæft fólk þaðan.“ „Þess gerist varla þörf,“ sagði Linda, „og það myndi skapa óá- nægju í þorpinu, ef nýtt þjón- ustulið yrði ráðið í höllina.“ „Ég vona,“ sagði frú Kinlock ískaldri rödd, „að þú leyfir mér að haga mínum eigin málefnum eins og mér sjálfri sýnist!“ Linda komst í uppnám við til- hugsunina um, að ef til vill yrði hið trygga og húsbóndaholla starfsfólk föður hennar rekið á dyr, en hún varð að játa, að nú var þetta ekki lengur mál, sem hana varðaði, svo að hún sagði ekkert meira. Þegar þau stóðu upp frá borð- um og hún ætlaði að ganga fram með frú Kinlock, kallaði Bruce til hennar. „Linda, þú manst að ég þarf að tala við þig inni í bókastofu í kvöld,“ sagði hann. „Hvernig hentar þér það klukkan níu?“ Hann leit spyrjandi á hana, og augun voru vonbjört, þegar hún svaraði: „Vitanlega hentar það mér, Bruce. Þakka þér fyrir.“ Þegar hún kom inn í bóka- stofuna klukkan á mínútunni níu, stóð hann upp og færði stól að arninum handa henni. „Ég þarf að tala við þig í ein- rúmi,“ sagði hann, „af því ég hef tillögu fram að færa. Það er varðandi stöðu, sem ég held að væri tilvalin fyrir þig, en ef þér lízt ekki á uppástunguna. þá máttu ekki taka tilboði mínu einungis af skyldurækni við mig. Ég þekki mann, sem vant- 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.