Heimilisritið - 01.09.1957, Blaðsíða 4

Heimilisritið - 01.09.1957, Blaðsíða 4
Hann átti enskan afa og franska ömmu og einnig afa frá .Jama- iea og Haiti. Hann fæddist í New York. Foreldrar hans voru bláfátækir og oft varð hann að fara svangur í háttinn. Þegar hann var 5 ára, reyndi hann að afla sér peninga með blaðasölu. 8 ára gamall fluttist hann til Jamaica og þar dvaldist hann til þrettán ára aldurs. Þegar Harry nálgaðist full- orðinsaldur, ákvað hann að gerast sjómaður, en þegar hann var tvítugur að aldri kom liann í leikhús, og þá var framtíð lians ákveðin. Hann ákvað að helga leiklistinni starfskrafta sína. — Hann kom fyrst op- inberlega fram í nemendaleik- riti og meðal þeirra, sem þar léku með honum, voru Marlon Brandon og Tony Curtis. Eftir þetta leikrit varð langt hlé á leikferli Harrys Bela- fonte. Eigandi næturklúbbs bauð honum samning sem söngvara — eitt kvöld. Það varð að 22 vikum. Þetta skeði árið 1950 og síðan hefur stjarna hans stöðugt verið að hækka. I dag er hann stærsta hljóm- plötu-stjarna Bandaríkjanna, plötur hans seljast í milljóna- upplögum og hann rakar að sér peningum. Belafonte hefur leikið í tveim kvikmyndum — Carmen Jones og Island in the Sun — en hann syngur aðeins í þeirri síðar- nefndu. Með þessari mynd, þar sem hann leikur á móti hvítri leikkonu, Joan Fontaine, varð hann sterkasta tromp blökku- manna í baráttu þeirra við að ná jafnrétti á við hvíta kyn- stofninn. Harry Belafonte á að ljúka því starfi, sem hafið var af Marian Anderson, Eartha Ivitt og Dorothy Dandridge. * Átthagaást Húsmóðirin í stóm samkvæmi, sem var töluvert stolt af rödd sinni, var að syngja „Skín við sólu, Skagafjörður" mcð hárri og gjall- andi röddu. Hún varð djúpt snortin, þegar hún tók eftir að virðu- legur, gráhærður maður beygði höfuðið og grét hljóðlega um leið og síðustu tónarnir flæddu yfir salinn. Þegar hún hafði lokið söng sín- um, gekk hún til mannsins og sagði: „Afsakið, en emð þér úr Skaga- firði?“ „Nei, frú,“ sagði maðurinn, um leið og hann strauk í burm tár, „ég er bara músikalskur." 2 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.