Heimilisritið - 01.09.1957, Qupperneq 4
Hann átti enskan afa og franska
ömmu og einnig afa frá .Jama-
iea og Haiti. Hann fæddist í
New York. Foreldrar hans voru
bláfátækir og oft varð hann að
fara svangur í háttinn. Þegar
hann var 5 ára, reyndi hann að
afla sér peninga með blaðasölu.
8 ára gamall fluttist hann til
Jamaica og þar dvaldist hann
til þrettán ára aldurs.
Þegar Harry nálgaðist full-
orðinsaldur, ákvað hann að
gerast sjómaður, en þegar hann
var tvítugur að aldri kom liann
í leikhús, og þá var framtíð
lians ákveðin. Hann ákvað að
helga leiklistinni starfskrafta
sína. — Hann kom fyrst op-
inberlega fram í nemendaleik-
riti og meðal þeirra, sem þar
léku með honum, voru Marlon
Brandon og Tony Curtis.
Eftir þetta leikrit varð langt
hlé á leikferli Harrys Bela-
fonte. Eigandi næturklúbbs
bauð honum samning sem
söngvara — eitt kvöld. Það
varð að 22 vikum. Þetta skeði
árið 1950 og síðan hefur stjarna
hans stöðugt verið að hækka. I
dag er hann stærsta hljóm-
plötu-stjarna Bandaríkjanna,
plötur hans seljast í milljóna-
upplögum og hann rakar að sér
peningum.
Belafonte hefur leikið í tveim
kvikmyndum — Carmen Jones
og Island in the Sun — en hann
syngur aðeins í þeirri síðar-
nefndu. Með þessari mynd, þar
sem hann leikur á móti hvítri
leikkonu, Joan Fontaine, varð
hann sterkasta tromp blökku-
manna í baráttu þeirra við að
ná jafnrétti á við hvíta kyn-
stofninn. Harry Belafonte á að
ljúka því starfi, sem hafið var
af Marian Anderson, Eartha
Ivitt og Dorothy Dandridge. *
Átthagaást
Húsmóðirin í stóm samkvæmi, sem var töluvert stolt af rödd
sinni, var að syngja „Skín við sólu, Skagafjörður" mcð hárri og gjall-
andi röddu. Hún varð djúpt snortin, þegar hún tók eftir að virðu-
legur, gráhærður maður beygði höfuðið og grét hljóðlega um leið og
síðustu tónarnir flæddu yfir salinn. Þegar hún hafði lokið söng sín-
um, gekk hún til mannsins og sagði: „Afsakið, en emð þér úr Skaga-
firði?“
„Nei, frú,“ sagði maðurinn, um leið og hann strauk í burm tár,
„ég er bara músikalskur."
2
HEIMILISRITIÐ