Heimilisritið - 01.09.1957, Síða 6

Heimilisritið - 01.09.1957, Síða 6
gleymt þessum unga pilti, sem liét Frank Woolworth, og hinni furðulegu ævisögu hans. Það er aðeins erfingi hans, dótturdótt- irinn Barbara Hutton, sem minnzt er á í heimsfréttunum og slúðurdálkum víða um heim. Frank Woolworth opnaði aðra verzlun með fjármagni, sem hann fékk að láni og fyllti allar hillur með vörum, sem kostuðu samanlagt 200 dollara, en út- söluverð á hverjum hlut var 10 cent. Verzlunin gekk eins og í sögu strax í byrjun og var upp- hafið að feiknarmiklum auði, en Barbara fékk þriðjunginn af þeim milljónum í arf, þegar hún var fimm ára að aldri. Það er mikið efamál að nokk- ur bankastjóri eða lögfræðingur geri sér fulla grein fyrir því, livað Barbara á mikla peninga nú. A 19 ára tímabili var það svo vel ávaxtað, að auður henn- ar hennar jókst úr 25 milljónum dollara upp í 35 milljónir doll- ara, að því er áætalð var. Þegar Barbara náði lögaldri var haldið upp á það með mik- illi viðhöfn á stærsta danshús- inu í New Yorlc. Fjórar hljóm- sveitir léku, gestirnir voru þús- und að tölu, og samkomusaln- um var breytt í stóran skemmti- garð með trjám, blómgarði og tíu þúsund rósum. Það var skrifað feiknamikið um þessa veizlu, en minna get- ið um það, að Barbara gaf átta milljónir dollara í tilefni dags- ins. Hún eyddi þriðjungi af auði sínum í gjafir og aðstoð við ýmislegf fólk. WOOL WORTH-f j ölskyldan var aldrei hamingjusöm. Eigin- kona Frank Woohvorths bilaði á geðsmunum, en lifði þó mann sinn. Uppáhalds dóttir hans, móðir Barböru, fannst látin í rúmi sínu aðeins 35 ára að aldri og tengdasonur hans framdi sjálfsmorð. Barbara var mjög einmana, þegar hún var látin vera eftir í skólanum, meira að segja eftir að skólaárinu var lokið. „Fyrstu vinir mínir voru meðal þjón- ustuliðsins,“ sagði hún síðar. Það er því ekki að furða þó að hamingjubraut hennar væri þyrnum stráð og lægi gegnum hjónabönd og skilnaði, stundar- gleði og tómleika. Fyrsti maður hennar var Alex Midvani prins, sem eyddi hveitibrauðsdögunum með henni á gondólunum í Feneyj- um og tunglskini í síkjunum þar. „Okkur þótti mjög vænt um hvort annað,“ segir Barbara, en tilfinningar þeirra urðu aldrei að 4 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.