Heimilisritið - 01.09.1957, Qupperneq 8
landi, og það er sagt, að hann
liafi eitt sinn sagt Barböru, að
hann kærði sig ekki um að
hætta við það fyrirtæki.
Hvers vegna giftist hún hon-
um ekki löngu fyrr? spyrja
margir.
„Þýzk sérvizka,“ segir Bar-
bara. Samt sem áður var vin-
átta hans ávallt traust og trygg.
Hún kaus að leita einverunn-
ar í höll einnni í Tangier og þar
var von Crannn bezti gestur
hennar.
Hann fór með hana lieim til
Þýzkalands og kynnti hana
fyrir ættingjum sínum.
Það fór loks að bóla á því,
að hún væri hamingjusöm. Hún
fór að leika tennis, synda og
meira að segja að dansa aftur.
Það gekk svo langt, að hún fór
að yrkja!
Svo giftu þau sig, og enn
einu sinni er hún að koma sér
upp nýju heimili, að þessu
sinni í Mexico.
Þar getur sonur hennar heim-
sótt hana þegar hann á frí í
skólanum og nú virðist hún
liafa hlotið hamingjuna í hjóna-
bandinu. Loksins er ríkasta
kona heimsins farin að reyna
að lifa eins og fólk er flest. *
Reglur um kossa
Þessar reglur um kossa birtust nýlega í enskri bók:
1. I samkvænu, þar sem kossaleikir eru tíðkaðir, ber að gæta
þesss að skola munninn oft og vel.
2. Gætið þess að verða ckki fyrir snöggum hitabreytingum, er
þið kyssið.
3. Kyssið ekki á fjölförnum stöðum.
4. Það er stórhættulegt að kyssa í loðkápu aðra mínútuna og létt-
klæddur þá næstu.
5. Kyssið ekki í járnbrautarlestum, strætisvögnum, blómabúðum,
leikhúsum, matvörubúðum og lyftum.
6. Kyssið aldrci í illa loftræstu herbergi.
7. Það er óskynsamlegt að kyssa þann, sem hefur inflúensu.
8. Varast ber að kyssa þann, sem er eitthvað lasinn. (Skarplega
ályktað frá næstu reglu á undan!)
9. Ef þið þurfið að iðka listina að kyssa, gcrið það þá í einrúmi
og freistið ekki annarra.
10. Ef þið eruð „miður ykkar“ eftir að hafa kysst, þá fáið ykkur
heitt sinneps-fótabað — og forðizt dragsúg.
6
HEIMILISRITIÐ