Heimilisritið - 01.09.1957, Síða 12
hefur verið ii])p, að gefa út
hlutabréf upp á eitt sterlings-
pund, samtals eina milljón af
bláum pappírssneplum ... án
þess að nokkurt eftirlit hafi ver-
ið af hálfu hins opinbera og eng-
in endurskoðun hafi verið gerð
á bókhaldi þessa glæpamanns.“
BOTTOMLEY átti enga leið
aðra en })á að höfða mál á hend-
ur prentaranum fyrir róg og níð,
og loks kom að því, að maður-
inn, sem svo oft áður hafði leik-
ið sér að því að fara í kringum
lögin, sat nú fastur í neti lag-
anna.
Verjandi hans sagði hreint út:
„Það er elcki hægt að leyfa þér
að fara í vitnastúkuna. Þú getur
ekki sagt neitt þér til afbötunar.
Þetta er eina leiðin, sem við
getum farið.“
Þetta varð til þess að Bott-
omley tapaði máiinu og innan
fárra daga var saksóknari rík-
isins farinn að rannsaka bók-
haldið lijá honum. Það kom í
ljós, að ekki voru til nein skjöl
um það, hvaða hlutabréf höfðu
verið gefin út.
Bottomley bar sig mannalega
í réttinum og hélt því fram, að
hann væri saklaus. Eir sönnun-
argögnin á móti honum voru
alltof sterk. Þúsundir af auð-
trúa sálum höfðu trúað honum
fyrir aleigu sinni og nú var hann
dæmdur í fangelsi.
Hann kom þaðan eftir sjö ár,
brotinn á sál og líkama. Hann
sótti um ellilaun — en var
neitað.
Lögreglan í eftirlitsferð
Fyrir nokkru síðan var einn af betri borguruni bæjarins að slá
garðinn sinn og vegna þess, hve heitt var í veðri, var hann nakinn
niður að mitri. Lögreglubíll renndi upp að grindverkinu hjá honum
og lögreglumaður teygði sig út um gluggann og kallaði til manns-
Ins: „Veiztu ekki, að þú ert að brjóta lögin. Það er bannað að vera
ósiðsamlega tril fara á almannafæri.“ Maðurinn yppti öxlum og fannst
hann víst ekki vera mjög sekur. Lögreglumaðurinn bætti við: „Hvað
heldurðu, að fólk myndi segja, ef konan þín gengi um svona klædd?“
Maðurinn hugsaði sig um nokkra stund og svaraði svo: „Það myndi
segja, að óg hcfði kvænzt henni vegna peninganna hennar.“
10
HEIMILISRITIÐ