Heimilisritið - 01.09.1957, Blaðsíða 16

Heimilisritið - 01.09.1957, Blaðsíða 16
halda um taumana héðan í frá, því hét ég. Eg blygðaðist mín fyrir að viðurkenna, hversu ákvörðun mín spillti andrúmsloftinu á heimili okkar. Ég reyndi af öll- um mætti að binda Don með allskonar heimilisverkum, bað hann ekki um að hjálpa mér, lieldur heimtaði það. Þegar Janie fæddist, vorum við Don orðin sundurlynd og einmana, hvort fyrir sig, of stolt til að láta undan í neinu. Mér fannst ég eins og fangi í búri. Eg veit nú, að fangabúrið var mitt eigið verk. En þá gerði ég mér það ekki ljóst. Kvöld eitt, þegar ég var að gefa barninu, andvarpaði ég þungt, þegar ég sá Don klæða sig í vinnufötin. Don, langaði mig að hrópa, ég elska þig. Af hverju getum við ekki verið hamingjusöm? En auðvitað gat hann ekki lesið hugsanir mínar, svo Don sá ekki annað en ó- lundarsvipinn á mér. „Hvernig væri að brosa til mín, áður en ég fer, Kay?“ sagði hann. Af vana og meðaumkun með sjálfri mér, muldraði ég: „Það er sunnudagskvöld. Aðrir menn eru heima hjá konu sinni.“ Svipur Dons þyngdist. „Eld- urinn spyr ekki að því, hvaða dagur sé. Þú ættir að vera farin að vita það.“ En hvað það var líkt honum að svara á þennan hátt! „Þú flýtir þér heim í fyrra- málið og ferð með Súsí á barna- heimilið fyrir mig.“ „Það fer eftir því, hve þreytt- ur ég verð,“ sagði Don stork- andi. „Þú verður kominn klukkan átta!“ hreytti ég úr mér. „Sýndu að þú sért faðir, ekki aðeins stór og hraustur slökkviliðsmað- ur!“ Og svo bætti ég við ill- hryssingslega, „annars þarftu ekkert að hafa fyrir því að koma heim.“ Don fölnaði. Ég hafði aldrei séð hann svo reiðan. Svo sneri hann sér frá mér og skellti hurð- inni á eftir sér. Ég beið eftir Don næsta morgun. Hann var enn ókom- inn klukkan hálfníu. Ég vissi, að liann myndi ekki koma. Svo ég klæddi mig, kom litla barninu fyrir hjá nágrannakonu og fór með Súsí. Raddir farþeganna í strætis- vagninum vöktu mig upp úr sjálfsmeðaumkun minni. Ég leit út um gluggann og sá rústir af vöruhúsi, sem brunnið hafði um nóttina. „Pabbi minn er slökkviliðs- maður,“ blaðraði Súsí. Allir litu með virðingu á mig. Allt í einu •14 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.