Heimilisritið - 01.09.1957, Síða 17

Heimilisritið - 01.09.1957, Síða 17
greip mig kæfandi skelfing. Eitthvað hræðilegt hafði komið fyrir Don! Eg vissi það alveg! Og þá varð mér ljóst, að það eina, sem máli skipti, var ör- yggi hans. Einhvern veginn kom ég Súsí á heimilið. Svo hljóp ég í átt til brunarústanna, uns ég kom auga á gráhærðan flokksstjóra úr slökkviliðinu. „Maðurinn minn — Don Miller — Iiann er þó ekki —“ „Hann er úr hættu,“ sagði maðurinn, „en hann örmagnað- ist af eitruðum reyk. Þeir eru að fást við hann núna.“ Seinna, þegar Don var rakn- aður við, ók slökkviliðsmaður- inn okkur heim. „Don er góður liðsmaður,“ sagði formaðurinn. „Skrítið að hann skyldi gleyma að fá sér loft.“ „Loft?“ sagði ég. Ég hafði aldrei áður kært mig um að hlusta á fagmál slökkviliðsins. „Sæg af. hreinu lofti, sem maður fær sér úti. þegar maður er búinn að fá nóg af reyknum.“ Hann þagnaði. „Þér vitið ekki mikið um starfið, er það?“ Mér varð nú ljóst, að ég hafði aldrei hugsað neitt um starf mannsins míns. Ég hafði verið blind fyrir þeim hættum, sem hann varð sífellt að horfast í augu við. „Slökkviliðsmaður er eins og línudansari eða flugmaður,“ sagði gamli maðurinn. „Hann má ekki verða fyrir heimilis- áhyggjum. Verður alltaf að vera árvakur, má aldrei missa jafnvægið.“ Næstu orð hans brenndu sig inn í vitund mína. „Ivona slökkviliðsmanns hefur líka mikilvægu hlutverki að gegna. Hún verður að gera hann hamingjusaman. Það er eina líf- trygging hans. Þið tvö — þið eruð samstarfsmenn.“ Líf Dons var í mínum hönd- um! Ég skildi það nú. Slökkvi- starfið hafði ekki valdið óham- ingju okkar. Hún var mín sök. Slys Dons var líka mér að kenna. Ég hafði skapað eitrað andrúmsloft, næstum hrakið Don frá heimilinu í dauðann. Næstu dagana reyndi ég að vera sannkölluð eiginlcona, lét í té skilning og ástúð. Upp frá þessu gleymdi ég alveg mínum réttindum, mínum þörfum. —• Heimilislíf okkar varð aftur hamingjuríkt. Og það bezta er, að síðan þennan marz-morgun hefur Don aldrei orðið fyrir slysi. Hann fær lausn eftir þrjú ár, aðeins fjörutíu og eins árs gamall. Þá fáum við nógan tíma til að vera saman. — Tíma til að vinna saman. * HEIMILISRITIÐ 15

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.