Heimilisritið - 01.09.1957, Side 22
Dicks, sem straukst um herðar
mínar. Eg þrýsti höfðinu niður
í handklæðið og það var eins og
rafmagnaður straumur færi um
líkama minn. Þessar undarlegu
kenndir gerðu mér órótt innan-
brjósts. Ég vissi, að ef ég færði
mig lítið eitt til hliðar myndi
hönd hans strjúkast um hálsinn
á mér og mig langaði einmitt til
þess.
Þá greip mig allt í einu
sektartilfinning. Mér fannst ég
heyra rödd móður minnar ber-
ast til mín gegnum árin frá því
á þrettánda afmælisdeginum
mínum, ráðlegginguna, sem hún
hafði gefið mér, sem mælikvarða
á rétt og rangt: „Ef þú ætlar að
gera eitthvað, sem þú myndir
skammast þín fyrir að segja mér
frá, þá er það rangt, ef þú getur
sagt mér frá því án þess að
skammast þín, er það rétt.“
Ég fann, að ég hafði náð góð-
um jafnvægisás. Ut frá þessu
gat ég farið aðra hvora leiðina,
þá réttu eða þá röngu, og ég var
hrædd og eftirvæntingarfull,
forvitin og hikandi, viss og óviss
þar sem ég lá og fann mjúkan
þrýstinginn undan hendi Dicks,
og ég vildi ekki að hann tæki
enda.
Þá settist ég upp. Það var
ekki fyrirfram ákveðið við-
bragð. Það var eins og fleini
væri stungið í mig. Mér fannst
andlitið á mér vera brennheitt
og ef ég liti á Dick myndi hann
lesa úr augum mínum hvatirnar,
sem hönd hans hafði vakið upp
í mér.
Hann lienti handklæðinu á
blauta ábreiðuna og brosti til
mín. „Uff, hvað vatnið er kalt,
fannst þér það ekki, Ivay?“
Ég svaraði ekki. Ég vissi, að
honum fannst þetta skipti
ekkert frábrugðið hinum, sem
við höfðum verið saman á
ströndinni. Hann hafði ekki átt
neina hlutdeild í tilfinningum
mínum.
Samt sem áður gat ég ekki
losnað við hinar viðkvæmu
kenndir, sem losnað höfðu úr
læðingi innra með mér án þess
ég fengi nokkru þar um ráðið.
Ég leit á hann, Hann var ár-
inu eldri en ég, dökkhærður og
hávaxinn og það stirndi á sól-
brennt hörundið, sem strekktist
yfir mjúka vöðvana. Tennnr
hans virtust hvítari en venju-
lega þegar hann brosti, og ég
horfði á varir hans og augu eins
og ég hefði aldrei litið hann
fyrr. Ég fékk ómótstæðilega
löngun til að hvíla höfuðið við
öxl hans, finna handlegg hans
taka þétt utan um mittið á mér
Ég hugsaði með mér: Elska ég
hann? Nei, svaraði ég sjálfri
20
HEIMILISRITIÐ