Heimilisritið - 01.09.1957, Qupperneq 22

Heimilisritið - 01.09.1957, Qupperneq 22
Dicks, sem straukst um herðar mínar. Eg þrýsti höfðinu niður í handklæðið og það var eins og rafmagnaður straumur færi um líkama minn. Þessar undarlegu kenndir gerðu mér órótt innan- brjósts. Ég vissi, að ef ég færði mig lítið eitt til hliðar myndi hönd hans strjúkast um hálsinn á mér og mig langaði einmitt til þess. Þá greip mig allt í einu sektartilfinning. Mér fannst ég heyra rödd móður minnar ber- ast til mín gegnum árin frá því á þrettánda afmælisdeginum mínum, ráðlegginguna, sem hún hafði gefið mér, sem mælikvarða á rétt og rangt: „Ef þú ætlar að gera eitthvað, sem þú myndir skammast þín fyrir að segja mér frá, þá er það rangt, ef þú getur sagt mér frá því án þess að skammast þín, er það rétt.“ Ég fann, að ég hafði náð góð- um jafnvægisás. Ut frá þessu gat ég farið aðra hvora leiðina, þá réttu eða þá röngu, og ég var hrædd og eftirvæntingarfull, forvitin og hikandi, viss og óviss þar sem ég lá og fann mjúkan þrýstinginn undan hendi Dicks, og ég vildi ekki að hann tæki enda. Þá settist ég upp. Það var ekki fyrirfram ákveðið við- bragð. Það var eins og fleini væri stungið í mig. Mér fannst andlitið á mér vera brennheitt og ef ég liti á Dick myndi hann lesa úr augum mínum hvatirnar, sem hönd hans hafði vakið upp í mér. Hann lienti handklæðinu á blauta ábreiðuna og brosti til mín. „Uff, hvað vatnið er kalt, fannst þér það ekki, Ivay?“ Ég svaraði ekki. Ég vissi, að honum fannst þetta skipti ekkert frábrugðið hinum, sem við höfðum verið saman á ströndinni. Hann hafði ekki átt neina hlutdeild í tilfinningum mínum. Samt sem áður gat ég ekki losnað við hinar viðkvæmu kenndir, sem losnað höfðu úr læðingi innra með mér án þess ég fengi nokkru þar um ráðið. Ég leit á hann, Hann var ár- inu eldri en ég, dökkhærður og hávaxinn og það stirndi á sól- brennt hörundið, sem strekktist yfir mjúka vöðvana. Tennnr hans virtust hvítari en venju- lega þegar hann brosti, og ég horfði á varir hans og augu eins og ég hefði aldrei litið hann fyrr. Ég fékk ómótstæðilega löngun til að hvíla höfuðið við öxl hans, finna handlegg hans taka þétt utan um mittið á mér Ég hugsaði með mér: Elska ég hann? Nei, svaraði ég sjálfri 20 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.