Heimilisritið - 01.09.1957, Page 23

Heimilisritið - 01.09.1957, Page 23
mér og var enn furðulosnari en áður, vegna þess að tilfinning- arnar, sem ólguðu í líkama mín- um, átti ástin ein að geta vakið. Það gat ég ekki skilið. Karlmennska hans og bros drógu mig að sér og þó vissi ég, að ef ég legði höfuðið upp við öxl hans myndi hann ekki skilja það. Sennilega myndi liann halda, að ég væri að leika mér. Til þessa hafði það verið þannig á milli okkar — keksni og stríðni í mesta bróðerni. I þau fáu skipti sem hann hafði kysst mig liöfðu það verið vinarhót. Eg óskaði þess, að hann hefði vaknað til lífsins urn leið og ég, að tilfinningarnar, sem bærðust með mér hefðu framkallað sömu undarlegu, yndislegu áhrifin í honum. En ég vissi, að svo hafði ekki verið. Einhver innri hvöt rak mig til þess að gera það, sem ég gerði næst, þrá eftir umhyggju og blíðu, sem var eins og blómgvun dægurblómsins, sem í fyrsta sinn snýr blöðum sínum mót morgunroðanum. Ég færði mig nær honum og lét höfuðið hvíla í krikanum við öxl hans. Hann sagði ekki neitt. Hann renndi liandklæði gegnum blautt hár- ið og hreyfingarnar voru fum- kenndar. Að því búnu seildist hann eftir peysunni sinni. Hann vöðlaði henni saman og setti hana ofan á handklæðið mitt. „Því hvílir þú ekki höfuðið á þessu?“ sagði hann, og færði öxlina undan höfðinu á mér. Mér rann í skap. Ég hafði verið misvirt eða misskilin og mér fannst ég allt í einu mun eldri en Dick, þroskaðri. Mér gramdist ungæðisháttur hans og sú afstaða hans að líta á mig einna líkast gömlum skó eða uppáhalds tennisbolta. Því gat hann ekki fullorðnast? Því gat hann ekki gert sér grein fyrir, að ég var stúlka, viðkvæm, kvenleg, annað og meira en sundfélagi, sem gaman var að kaffæra, eða að fara í kapp við, eða þurka með handklæði á sama hátt og hann myndi fægja bíl? Eg lokaði augunum þar til mér rann reiðin, þar til endur- minningin um hönd hans, sem strokist hafði um bakið á mér, hafði endurlífgað hinar við- kvænmislegu tilfinningar innra með mér og ég fann til forvitni gagnvart þessum kenndum, sem iðuðu um líkama minn. Mig langaði til þess að vita meira; mig langaði til þess að kanna þessar nýju hvatir, sem brendu sig inn í vitund mína. Mig lang- aði til að kanna ótal margt ann- HEIMILISRITIÐ 21

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.