Heimilisritið - 01.09.1957, Blaðsíða 27
skora mig. á hólm, vildi íletta
ofan af mér, og ég reyndi að
bæla niður ástríðuólguna, sem
gaus upp í mér. „Eg fann hann
af tilviljun,“ laug ég og bætti
við, „mér fannst hann svo við-
kunnanlegur, þegar ég gekk
framhjá með Dick í gær.“
„Stígurinn?“ spurði hann, og
það var glettni í augum hans
og öryggi í brosinu.
Eg reyndi að brosa líka en
mér var ekki rótt, mér fannst
hánn laglegasti piltur, sem ég
hafði kynnst og sá leyndar-
dómsfyllsti.
Ég gat skilið, hvers vegna
svo margar stúlkur féllu fyrir
honum. Hann var villtur og
kærulaus og óábyggilegur. Hann
hafði alla þá kosti, sem stúlka
vildi að elskhugi hefði, en enga
þeirra, sem eiga skylt við um-
hyggjusemi, hugulsemi eða
annað, sem myndi gera karl-
mann að fyrirmyndar eigin-
manni. Hann var allar dýrslegar
hvatir sameinaðar í eitt, með
frumstæðu aðdráttarafli, sem
var ómótstæðilegt. Hann var
maður, sem konur myndu laðast
að og brenna sig á, elta á rönd-
um, syrgja og hugsa um, þegar
þær væru komnar í örugga höfn
með traustum eiginmönnum.
Hann var logi, sem kveikti í
öllu sem hann snerti og myndi
HEIMILISRITIÐ
brenna í skærum dýrðarljóma.
Ég fann það, og nýju tilfinn-
ingarnar, sem flæddu um mig
gerðu mér kleyft að skilja það
og ég færði mig ekki frá honum.
Mér þótti vænt um návist hans.
Mér þótti vænt um hinar hlýju
tilfinningar, sem flæddu um
líkama minn. Mér þótti vænt
um eðlishvötina, sem gaf mér
til kynna, að ég væri ekki leng-
ur stelpa lieldur ung kona, sem
væri að klífa reynslutindinn og
ég fylltist taumlausri, logandi
eftirvæntingu.
Hann horfði kuldalega á mig
og mér varð Ijóst, að ég hafði
starað á hann á meðan hugs-
anirnar þutu um höfuðið á
mér. „Kemur þú hingað oft?“
stamaði ég til þess að leyna um-
rótinu innra með mér.
„Alltaf,“ sagði hann. „Það er
betra en að vera í margmenn-
inu.“
I fyrsta sinn leit hann af mér
og á sjóinn og ég fvlgdi augna-
ráði hans eftir. Brimlöðrið þyrl-
aðist yfir klettana, rauk eins og
æðandi fingur gerðir úr myrkri
vfir steinana og sté í regnbogum
lita og froðu, eins og það ætti
og krefðist alls í farvegi sínum.
Mér fannst þessi síkvika
hreyfing sjávarins líkjast um-
rótinu í líkama mínum. Nær-
25