Heimilisritið - 01.09.1957, Side 29

Heimilisritið - 01.09.1957, Side 29
ar á mér, en töfrarnir voru rofnir. Eg var alveg utan við mig. Eg hallaði höfðinu upp að öxl hans og hann fann hvernig mér leið. Hann strauk mér blíðlega um hárið þar til ég fann óttann lægja. Eg færði mig nær honum. „Elskar þú mig, Jim?“ „Já,“ svaraði hann. Eg fann hve lítill hugur fylgdi máli en mér stóð á sama. Það var engu líkara en stökkbreyt- ing hefði orðið á mér, líkt og ég hefði í gær stokkið út í jökul- kalt vatn, komið uppúr og upp- götvað nýja, milda og heillandi veröld. Ég vissi, að ég myndi aldrei líta sömu augum á til- veruna, líta á líkama minn sem eitthvað meira en búk með út- limum, sem varð að baða og halda hreinum. Ég hafði upp- götvað aðdráttarafl hins kyns- ins og fvllingu míns kvenlega þroska, þegar mig langaði til að leggja höfuðið upp við öxl Dicks í gær, en ekki fengið þá svörun, sem ég vildi. Smátt og smátt fór vellíðanin að streyma um mig á ný, hin óbeizluðu lífefni í líkama mínum þræddu sínar töfraleiðir, og ég reyndi ekkert til að lægja ólg- una, sem tók að svella í blóði mínu. En raddirnar trufluðu á ný. Fleiri drengir voru komnir á stíginn og nú voru þar einnig stúlkur. I hvert sinn, sem radd- irnar hljómuðu, kipptist ég við. Mér fannst blóðið frjósa í æðum mér, þegar fótatakið stöðvaðist og einhver kallaði á stígnum fyrir ofan. „Komum að synda hér!“ Ég fann, að Jim stirðnaði upp við hliðina á mér og mér létti stórum, þegar einhver mælti á móti uppástungunni og fótatak- ið fjarlagðist. Þegar ég var viss um, að þau væru farin, færði ég mig frá Jim og settist upp. Hann fann hve órótt mér var, tók í höndina á mér og hjálpaði mér að standa á fætur. Hann kyssti mig ákaft og þrýsti mér fast að sér, þar til ég hefði ekki orðið vör við raddirnar, þó þær hefðu verið í meters fjar- lægð. Ég gleymdi stund og stað í sterkum örmum hans og þegar hann linaði á takinu leitaði ég vara hans á ný. Hann losaði mig mjúklega úr faðnii sér. „Komdu aftur 'í kvöld, Kay,“ sagði hann hásri röddu. „Þá verðum við hér útaf fyrir okkur og það verður tungl- skin.“ Ég gat ekki svarað. Töfrarnir höfðu náð tökum á mér aftur, rödd hans barst að eyrum mér HEIMILISRITIÐ 27

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.