Heimilisritið - 01.09.1957, Page 30

Heimilisritið - 01.09.1957, Page 30
eins og bergmál, eins og loforð og mig langaði til að halda honum föstum. „Hér klukkan átta,“ sagði hann og fór frá mér fyrir fullt og allt. Hann stóð í fótmáls fjarlægð frá mér og horfði á mig þar til hann gat lesið svarið úr svip mínum, þá hélt hann af stað eftir stígnum og var horfinn. Eg stóð kyrr eitt andartak alveg utan AÚð mig, síðan tor ég að tína upp dótið mitt. Þetta kvöld var mér órótt við kvöldverðarborðið. Ég nartaði í matinn minn en hafði enga matarlyst og mamma leit oftar en en einu sinni á mig með áhyggjufullu augnaráði. Hún sagði við mig, þegar við vorum að þvo upp. „Þú ert eitthvað svo þungbúin, Kay. Er nokknð að?“ „Þungbúin?“ sagði ég hlæj- andi og kreisti diskinn, sem ég hélt á. „Þú ert eins og á nálum.“ „Það er ekkert að, mamma — ég segi það satt,“ svaraði ég, en sá, að hún var áhýggjufull. Við lukum þegjandi við að þvo upp. Að því búnu fór hún út á veröndina til föðurs míns og ég elti hana og herti mig upp í að segja lygina, sem ég varð að beita. Ég sat dálitla stund á tröppunum og reyndi að setja upp leiðindasvip. Ég heyrði klukkuna inni í húsinu slá hálf og ég lét nokkrar mínútur líða í viðbót. Klukkuna vantaði um það bil stundarfjórðung í átta, þegar ég stóð upp. „Ég held ég skreppi niður í skólabúð," sagði ég og réyndi að vera eins kæru- leysisleg og mér var unnt. Marrið í ruggustól mönnnu hætti og mér datt í hug, að hún myndi banna mér að fara. „Hver ætlar að vera í skólabúðinni?“ spurði hún. Ég þorði ekki að líta í augu liennar. Ég fitlaði í óða önn við armbandið mitt og hjartað í mér barðist ótt og títt. „O, þessir venjulegu krakkar,“ sagði Sg. „Dick.“ Aftur fór að marra í stólnum. Dick var öruggur. Hver sú efa- semd, sem kann að liafa verið í huga herinar, var horfin. „Jæja, komdu ekki seint.“ „Nei,“ svaraði ég og gekk niður tröppurnar. Ég hélt niður götuna niður að horni, en þegar ég var komin úr augsýn frá húsinu beygði ég fyrir næstu húsaröð og gekk hratt til sjávar í öfuga átt við skólabúðina. Einu sinni hægði ég á mér, þegar ég sá tvo pilta og stúlku á undan mér. Ég beið eftir að þau hyrfu fyrir hornið 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.