Heimilisritið - 01.09.1957, Page 31

Heimilisritið - 01.09.1957, Page 31
áður en ég hélt áfram. Nú stanzaði ég og starði eitt andar- tak inn í dinnna skuggana fram- undan mér. Jim hafði sagt satt. Stór, full- ur máni hékk yfir sjónum. Hann varpaði silfruðum hjúpi yfir trén, skýrði dökkar útlínur þeirra og baðaði enda stígsins í þokukenndum ljóma. Nii gekk ég hægar, hrædd við trén, skuggana og annarlegt skrjáfið. Mér fannst ég vera eins og seg- ull, dreginn af síauknum krafti að stálinu og vissi, að ég myndi ekki snúa aftur. Þegar ég kom á stíginn hikaði ég. Mig langaði til að sjá Jim standa þar, kalla nafn hans og og rjúfa þögnina, sem innreið mín í skógana hafði haft í för með sér. Eg stanzaði og beið lengi; síðan hélt ég í áttina að rjóðrinu. Jim sat í sandinum og reykti sígarettu. Eg hné þakklát niður við hlið hans, fegin návist hans, fegin vellíðaninni, sem skyndi- lega sitraði um mig. Ég lagði höndina á bak hans, höfuðið við öxl hans og fannst ég vera kom- in í örugga höfn. Hann lagði handlegginn um axlir mínar og spurði blíðlega: „Varstu hrædd?“ „Það var svo einmanalegt í skóginum!“ Ég beið þar til hjarta mitt hætti að berjast um, þar til ég gat greint andlitsdrætti hans í hálfrökkrinu og glóðin í síga- rettunni hans var orðin eins og gimsteinn í lausu lofti. Mér fannst nóttin lijúpast um mig og ég var fegin vernd hennar, mánaskininu sem var rétt nóg til þess, að ég gat greint Jim við hlið mína og litla blettinn, sem við sátum á. Hann drap í sígarettunni í sandinum og dró mig þétt að sér. Hann kyssti mig á sama hátt og hann hafði gert fyrr um daginn, hendur hans héldu um andlit mitt og kossar hans hleyptu rafmögnuðum straumi um mig alla Ég fann greinilega hve náin tengsl voru á milli okkar og ég greip báðar hendur hans og hélt þeim fast. Ég fann hönd hans snerta háls minn og öxl og ég færði mig nær honum og líkami minn logaði af þrá. Þá fann ég hönd hans snerta mig, strjúkast eftir mér á nærgöngulan hátt. Allur tilfinningaofsi minn, sem sífeljt hafði verið að aukast, virtist rjúka út í veður og vind og slokkna. Hljóðin í skóginum, kvakið og skrjáfið brunnu í eyr- um mér og vakti mig til raun- veruleikans. Það var engu líkar en snerting HEIMILISRITIÐ 29

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.