Heimilisritið - 01.09.1957, Page 33

Heimilisritið - 01.09.1957, Page 33
hann, „ég var að leita að þér. Ég beið í skólabúðinni og þegar þú komst ekki, ætlaði ég heim til þín. Hvar varst þú?“ Ég hikaði eitt andartak og lét mig síðan hafa það að ljúga aftur. „Ég kom í skólabúðina/' sagði ég. „Krakkarnir sögðu mér, að þú værir farinn.“ Þetta skal verða síðasta lygin, sagði ég við sjálfa mig og vonaði af öllu hjarta, að þessi síðasta yrði tekin trúanleg og hyrfi síðan niður í hyldýpið, sem ég hafði verið í í kvöld. „Þá hlýt ég að hafa farið á mis við þig, þegar ég stytti mér leið,“ sagði hann, og ég andaði léttara. Ég þarf aldrei að ljúga aftur. Hönd hans straukst við mína og aftur kom hann mér á óvart — hann tók í hönd mína. Mér var sama. Ég kunni því vel. Það var eitthvað hlýtt og vinalegt við hönd hans og það kom nota- lega við mig. Við gengum heim og gengum í áttina að veröndinni. Ég heyrði marrið í ruggustólnum hennar mömmu. Það hætti ekki, þegar é,T kom upp gangstíginn með Dick. Við settumst á efsta þrep- ið hlið við hlið, og ég hlustaði á hann tala við foreldra mína. Mér fannst hann eitthvað ólíkur sjálfum sér næstum vandræða- legur og brandarana, sem hann var alltaf vanur að segja föður mínum, vantaði í kvöld. Það var mér ráðgáta. LTtvarpið var í gangi inni í húsinu og eftir stundarkorn sátum við öll þegjandi og hlust- uðum á tónlist. Ég skvnjaði návist Dicks við hlið mína en á nýjan hátt, ekki eins og á ströndinni deginum áður. Mér þótti vænt um að hafa liann nálægt mér, alveg hjá mér. Klukkustund síðar, þegar for- eldrar mínir fóru inn, stóð hann upp. „Það er best að ég fari, Kay.“ Það var éitthvað hik á honum. „Ég ætla að fylgja þér út að hliði,“ sagði ég. Eitt andartak skaut þeirri hræðilegu hugsun upp í huga minn, að hann hefði séð mig með Jim í skóginum. En það gat ekki verið. Hann skellti hliðinu aftur og hélt af stað en sneri við, „Kay (( Hann fálmaði niður í vasa sinn. „Ég er með dálítið handa ’ þér. Hamingjuóskirnar koma degi of seint. Hann opnaði litla öskju, tók upp úr henni arm- band og setti það vandlega um lilnliðinn á mér. Hann leit á mig og virtist ekki geta slitið sig lausan, vera að leita að orðum, HEIMILISRITIÐ 31

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.