Heimilisritið - 01.09.1957, Síða 34
sem ekki vildu i'æðast. „Mér
þykir það leitt, sem kom fyrir
í gær,“ sagði hann loks.
„Hvað áttu við?“
„A ströndinni,“ sagði hann.
„Þegar þú lagðir höi'uðið á öxl-
ina á mér.“
„Það var ekkert ineð það,
Dick,“ sagði ég.
„Eg veit það, en það kom svo
undarleg tilfinning yfir mig. Mig
langaði til að hafa það þar. Mig
langaði til að taka utan um þig'.
Mig langaði til að elska þig. Mér
hefur aldrei liðið þannig áður
og ég kunni ekki við það. Ég
var hræddur við tilfinningar
mínar.“
Ég leit á hann með nýrri
virðingu.
Hann tók þéttar um hendur
mínar yfir hliðið. „Ég — ég
elska þig Kay,“ sagði hann.
Mér hlýnaði um hjartaræt-
urnaf eins og hreinskilin og við-
kvæmnin lægði ofsann. „Ég
elska þig líka, Dick,“ sagði ég.
Hann tók utan um mig yfir
hliðið, ég sneri andlitinu að hon-
um og hann kyssti mig. Ég fann
fyrir hliðinu á milli okkar en ég
vissi, að það hafði ekkert að
segja. Þegar Dick var annars
vegar þurfti ég ekki á hliðinu
að halda. Ég gat kysst hann og
villtar, dásamlegar tilfinningar
fóru um mig, en ég vissi, að þó
hliðið væri þarna skipti það
engu máli. Hann var vitrari en
ég . Hann hafði metið og vegið
sínar hvatir en ég aftur á móti
tekið þroskanum eins og villt,
skynlaus skepna. Við höfðum
bæði lært. Ég endurgalt koss
hans og gat haft hemil á þránni
í brjósti mér.
Því hún var annað og meira
en eðlishvöt. Hún var hvísluð
orð, handarbönd, blíða og ást
og að lokum blómum stráður
brúðarbekkur, gullhringur og
heilög loforð. Þar yrði orgelspil
og brosandi andlit. Þáð myndi
loga ljós í hvelfingunni, þegar
haldið yrði á brott. Og hægt yrði
að skynja að þetta væri hin
sanna byrjun, upphaf sköpunar-
innar og gengið yrði öruggum
skrefum inn í þá alsælu, sem
væri maklega verðskulduð. *
DÝRT AÐ VERA SVER
Það er ekki löglegt að vera of sver,
var mðurstaðan í merkilegum réttarhöld-
um, þar sem hjón nokkur voru dæmd
til skaðabóta fyrir tjón á hóteli. Þetta
skeði í Cannes í Frakklandi. — Hjúin
höfðu eyðilagt tvíbreitt rúm í herbergi
sínu á hótelinu og það var kannske ekki
svo merkilegt. Hann var 160 kg að
þyngd og hún 150 kg.
#
32
HEIMILISRITIÐ