Heimilisritið - 01.09.1957, Side 36
kvæntist dóttur einræðisherr-
ans í Dominikanska lýðveldinu
pg hét hún Flor de Ora Tru-
jillo og var eftirlæti og yndi
föður síns. Porfirio var þá 23
ára gamall. Enda þótt það
hjónaband stæði ekki nema í
fimm ár, varð einræðisherrann
Trujillo svo hrifinn af þessum
heimsvana tengdasyni sínum,
að hann gerði hann að sendi-
fulltrúa sínum í París.
MEÐ PARÍS sem aðalbæki-
stöðvar lagði Rubirosa grund-
völlinn að ferli sínum sem al-
þjóðleg landeyða og elskhugi,
og það leið ekki á löngu þar
til hann var búinn að vinna sig
í álit sem flagari og kvennabósi.
Hann var tíður gestur á nætur-
klúbbunum í París, á baðstöð-
unum við Miðjarðarhafsströnd
Frakklands, og yfirleitt á öllum
þeim stöðum, sem fyrirfólkið
kom saman á.
Árið 1942 giftist hann Dani-
elle Darrieux, sem þá var kölluð
„Fegursta kona í heimi“. Það
hjónaband stóð í tvö ár. Þessi
franska leikkona lét hafa það
eftir sér síðar, að það hefði ver-
ið að gera sig brjálaða að þurfa
að svalla á hverju kvöldi allt
fram til morguns.
Enn gifti Rubirosa sig árið
1947. Að þessu sinni var það
„Ríkasta kona í heimi“, erfing-
inn að milljónaauði í tóbaks-
framleiðslu, Doris Duke, sem
var fimm sentimetrum hærri en
bóndinn. (Rubi var annar mað-
ur hennar). Þau voru vígð í
sendiráði dominikanska lýð-
veldisins í París. Rubirosa fékk
sér tvo væna whiskysjússa áður
en vígslan fór fram og keðju-
reykti á meðan á henni stóð.
Þegar þau höfðu verið gefin
saman í það heilaga, tæmdi
hann eina kampavínsflösku og
féll meðvitundarlaus í faðm
konu sinnar.
’ ÞRIÐJA hjónaband hans
styrkti mjög aðstöðu hans sem
opinber sendimaður lýðveldis-
ins. Fyrrverandi tengdafaðir
hans hafði áður hugsað sér að
sparka piltinum vegna þess hve
miklar hneykslissögur gengu um
hann, og enda þótt hann sæti
tvo mánuði í þýzkum fanga-
búðum, voru vinsældir hans
ekki miklar, því að hann hafði
verið vinveittur Vichy-stjórn-
inni, sem nazistar komu á lagg-
irnar í Frakklandi. Það gerðist
í París árið 1944, að Rubi særð-
ist, en það hefur aldrei verið
upplýst hvernig það atvikaðist.
Flestir telia þó, að reiður eig-
inmaður eða elskhugi hafi revnt
að koma honum fyrir kattarnef.
•34
HEIMILISRITIÐ