Heimilisritið - 01.09.1957, Side 39
Heimsveldi mauranna
Eftir H. G. Wells
ÞEGAR Gerillo kapteinn
fékk skipun um að fara á nýja
fallbyssubátnum sínum Benjn-
mín Constant, upp Badamána
og hjálpa íbúunum í baráttu
þeirra við mauraplágu, grunaði
liann yfirvöldin um háð og spé.
Framabraut hans hafði verið
all-skrykkjótt og rómantísk,
fögur augu Brasilíukvennanna
og gullnar veigar höfðu átt sinn
þátt í því.
Hann var kynblendingur af
portúgala og indíána, en fyrir
því trúði hann engum, nema
Holroyd, enska vélstjóranum,
sem fylgdi skipinu, þegar Gerillo
tók við stjórn á því.
„Þetta er gert til að gera mig
að athlægi,“ sagði hann. „Hvað
getur maður gert við maura?
Þeir koma, þeir fara.“
„Þeir segja,“ svaraði Holroyd
„að þessir fari ekki. Þessi ná-
ungi, sem þú sagðir að væri
Sambó —“
„Já, það eru einhverskonar
kynblendingsbjálfar,“ sagði
kapteinninn.
„Hann sagði, að fólkið færi.“
Kapteinninn tottaði pípuna
ergilega um stund. „Hjá þessu
verður ekki komizt,“ sagði hann
svo. „Og hvað um það? Maura-
plágur og svoleiðis er guðs ráð-
stöfun. Það er plága á Trinidad
— litlir maurar, sem safna
laufum. Eyðileggja appelsínu-
trén eða mangólatrén. Hvað
gerir það til? Stundum koma
mauraherir inn í húsin — bar-
daga-maurar, allt önnur tegund.
Maður fer, og þeir hreinsa hús-
ið. Svo kemur maður aftur,
húsið er tandurhreint, eins og
nýtt! Engir kakalakkar, engar
flær og flugur og köngulær!
Fínt!“
„Þessi Sambónáungi,“ sagði
Holroyd, „segir, að þetta séu
öðruvísi maurar.“
Kapteinnninn yppti öxlum Qg
púaði pípuna.
Seinna sneri hann sér aftur
að efninu. „Góði Holroyd, hvað
get ég gert við þessa bölvaða
maura?“
Kapteinninn var þungt hugs-
HEIMILISRITIÐ
37