Heimilisritið - 01.09.1957, Page 40

Heimilisritið - 01.09.1957, Page 40
andi. „Þetta er hlægilegt,“ sagði hann. En um kvöldið klæddist hann hreinum einkennisbúningi og fór í land, og síðan komu kass- ar og krukkur um borð, og að lokum hann sjálfur. Og Holroyd sat á þilfarinu í kvöldsvalanum og reykti í ákafa og íurðaði sig yíir Brazilíu. Þeir voru komnir sex daga leið upp Amazón, nokkur hundruð mílur frá hafinu, og til austurs og vesturs var sjóndeildarhring- urinn eins og haf. Vatnið rann eins og leðja, þykkt al* óhrein- indum, lifandi af krókódílum og gargandi fuglum og löðrandi af einhverri ótæmandi uppsprettu- lind trjástofna. Honum óaði öll þessi sóun, þessi endalausa víð- átta. Mannabústaðir voru fáir og sjaldsénir, líkastir framandi hlutum í þessu óendanlega ríki villtrar náttúru, eins og tíeyr- ingur í Sahara-eyðimörk. Hann var ungur maður, þetta var í fyrsta sinn, er hann sá hitabeltið, hann kom beint frá Englandi, þar sem náttúran er tamin, þurrkuð upp með skurð- um, umlukt girðingum og verð- ur að lúta yfirráðum mannsins. En nú uppgötvaði liann allt í einu vanmegun mannsins. í sex daga höfðu þeir haldið upp í landið frá hafinu, og maðurinn var álíka sjaldséður og fágæt fiðrildi. Einn daginn sáu þeir stakan eintrjáning, annan daginn fljótsstöð í l'jarska, næsta dag engan vott um mannverur. Honum fór að skiljast, að maðurinn væri vissulega sjald- gæf lífvera, sem ekki hefði náð nema lítilsháttar fótfestu í þessu landi. Honum varð þetta enn ljós- ara eftir því sem dagarnir liðu, undir stjórn þessa merkilega herforingja, sem réði yí'ir einni stórri byssu og var forboðið að eyða skotfærum. Og veðrið, eins og allt annað í þessum nýja, furðulega heimi, var fjandsam- legt manninum, það var heitt á daginn og heitt á nóttunni, loft- ið var sem gufa, jafnvel vindur- inn var heit gufa, þrungin rotn- unarlykt. Og krókódílarnir og skrítnu fuglarnir, flugur af ýms- um stærðum og gerðum, maur- arnir, slöngurnar og aparnir virtustu undrast, hvað maður- inn væri að vilja í andrúmslofti, þar sem engin gleði var í sól- skininu og enginn svali um nætur. Það var óþolandi að vera í fötum, en ef maður fór úr þeim, stiknaði maður á dag- inn og var etinn af mýflugum um nætur. Færi maður upp á þilfar að degi til, blindaðist 38 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.