Heimilisritið - 01.09.1957, Side 41

Heimilisritið - 01.09.1957, Side 41
maður af skerandi birtu, en undir þiljum lá manni við köfn- un. Gerillo kapteinn, sem var eina tilbreyting Holroyds frá þessum líkamlegu þjáningum, varð óþolandi leiðinlegur, sagði hinar litlausu ástarsögur sínar upp aftur og aftur dag eítir dag, af nafnlausum kvenmönnum, sem liann taldi samvizkusam- lega eins og tölur á talnabandi. Stöku sinnum hittu þeir fyrir mannabústaði í þessari grænu eyðimörk, þeir fóru í land, sátu og drukku og dönsuðu við kyn- blendingsstúlkurnar, sem fannst hin bágborna spænska Holroyds brúkleg til þeirra nota. En þetta voru ekki nema smávegis glæta í löngu, gráu tilbreyting- arleysi ferðarinnar upp fljótið. En Gerillo frétti meira um maurana á hverjum viðkomu- stað, og fékk æ meiri áhuga á hlutverki sínu. „Þeir eru ný tegund af maur- um,“ sagði hann. „Stórir. Fimm sentimetrar; Sumir stærri! Það er hlægilegt. Við erum eins og apar — sendir til að tína óþrif. . . . En þeir eru að eta upp landið." Hann sagði móðgaður: „Setj- um svo, að allt í einu — við lendum í klandri við Evrópu- ríki. Og hér er ég — bráðum erum við komnir upp fvrir Rio HEIMILISRITIÐ Negro — óg byssan mín. gagns- laus!“ Hann nuddaði linéð á sér þungt hugsandi. „Þetta fólk, sem var þarna á dansstaðnum, það hefur kom- ið niður eftir. Það hefur misst allt, sem það ætti. Maurarnir komu í húsin þeirra eitt kvöld. Allir hlupu út. Þú veizt, þegar maurar koma, verða allir að hlaupa. Ef þú værir kyrr inni, myndu þeir eta þig. SérðuP Jæja, brátt kom fólkið aftur, það sagði: Maurarnir eru farnir ... en maurarnir voru ekki farnir. Það reynir að fara inn — sonurinn, hann fer inn. Maur- arnir verjast.“ „Skríða á hann?“ „Bíta hann. Svo kemur hann út aftur — hlaupandi og æp- andi. Hann hleypur framhjá þeim út í fljótið. Sérðu? Hann fer út í vatnið og drekkir maur- unum — já.“ Gerillo þagnaði, kom fast upp að andlitinu á Holroyd og drap hnúunum á hnéð á honum. „Um nóttina deyr hann, rétt eins og hann haf'i verið bitinn af slöngu.“ „Af eitrun — frá maurun- CC um. „Hver veit?“ Gerillo yppti öxlum. „Máske bitu þeir hann illa .. . Þegar ég gekk í herinn, gerði ég það til að berjast við 39

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.