Heimilisritið - 01.09.1957, Side 42

Heimilisritið - 01.09.1957, Side 42
menn. Þessi kvikyndi, þessir maurar, þeir kóma og fara. Það kémur ekki mál við mig.“ Eftir þetta talaði hann oft um maurana við Holroyd. Og þá sjaldan þeir liittu fyrir menn heyrði Holroyd orðið Sauba oftar og oftar notað í tali manna. Hann fann, að maurarnir voru merkilegt fyrirbæri, og því meir, sem hann nálgaðist þá, því merkilegri urðu þeir. Gerillo hætti næstum með öllu að minnast á sín hjartans mál, og portúgalski aðstoðar- foringinn tók að blanda sér í samræðurnar. Ilann vissi ýmis- legt um maura og lét Ijós sitt skína. Gerillo þýddi stundmn upplýsingar hans fyrir Holroyd. Hann sagði frá litlu vinnu- maurunum, sem ryðjast fram til ornstu, og stóru maurunum, er stjórna og skipa fyrir. Hann sagði frá því, hvernig þeir brytja niður laúf og byggja sér bústaði, sem stundum eru 100 metrar á hvorn veg. I tvo daga deildu þessir þrír menn um það, hvort maurar hefðu augu eður ei. Þessar deilur urðu ískyggi- lega heitar annað kvöldið og Holroyd l'orðaði illdeilum með því að róa í land til að sækja maura svo þeir gætu athugað þá. Hann náði í nokkra tegund- 40 ir og sumar liöfðu augu, aðrar ekki. Einnig deildu þeir um það, hvort maurar stingju eða bitu. „Þessir maurar,“ sagði Ger- illo, eftir að hafa leitað sér upp- lýsinga í landi, „hafa stór augu. Þeir hlaupa ekki um í blindni, eins og flestir maurar gera. Nei! Þeir leita í skjól og fylgjast þaðan með gerðum þínum.“ „Og þeir stinga?“ spurði Hol- royd. „Já, þeir stinga. Það er eitur í stungunni.“ Hann hugsaði djúpt. „Eg get ekki séð, ln-að menn geta gegn maurum. Þeir koma og fara.“ „En þessir fara ekki.“ „Þeir fara bráðum,“ sagði Gerillo. Ofan við Tamandu er áttatíu mílna löng, lág strandlengja, óbyggð mönnum með öllu. Síð- an kemur Batemoáin, þar sem hún fellur í Amazón. Nú breytir áin um svip, frumskógurinn kemur ískyggilega nærri, leiðin liggur í ótal hlykkjum, og Benjamín Constant lagðist við akkeri um kvöldið í skugga stórra tája. 1 fyrsta skipti í marga daga gætti ofurlítils svala, og Gerillo og Holroyd sátu lengi fram eftir á þilfarinu, reyktu og létu fara vel um sig. Hugur Gerillos snerist allur um maura og hvað þeir gætu gert. HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.