Heimilisritið - 01.09.1957, Síða 45

Heimilisritið - 01.09.1957, Síða 45
fljótabátnum. Bátur var settur á flot fyrir da Cunha liðsfor- ingja og þrjá sjóliða. Svo kom forvitnin skipstjóra til að færa sig næstum alveg að fljótabátn- um, svo Holroyd gat séð yfir allt þilfarið á Santa Rosa. Hann sá nú glöggt, að eina skipshöfnin á bátnum voru þessir tveir dauðu menn, og þó hann sæi ekki framan í þá, sá hann á útréttum höndum þeirra, þar sem allt hold var táð af beinunum, að þeir hefðu orð- ið fyrir einhverskonar skjótri eyðingu. I fyrstu beindist öll at- hygli hans að þessum tveim fatahrúgum, sem ber beinin virtust ein vera innan í, svo renndi hann augunum á fram- skýlið, þar sem kössum og pok- um var staflað, og síðan aftur eftir, þar sem litla káetan gapti við galtóm. Svo tók hann eftir, að plankarnir miðskips voru krökir af litlum, svörtum, hreyf- andi deplum. Þeir gengu allir í átt út frá liggjandi manninum eins og — samlíkingin kom ó- sjálfrátt fram í huga hans — eins og mannþröng, sem dreifist úr eftir nautaat. Hann varð var við Gerillo við hlið sér. „Skipstjóri,“ sagði hann, „hefurðu sjónaukann?“ „Geturðu séð plankana þarna?“ Gerillo reyndi, rumdi síðan og rétti honum sjónaukann. „Það eru maurar,“ sagði Eng- lendingurinn og rétti Gerillo sjónaukann aftur. Hann sá þarna hóp af stór- um, svörtum maurum, mjög svipuðum öðrum maurum, að öðru en stærðinni, og því, að sumir þeir stærstu voru í ein- hverskonar gráum búningi. En athugun hans var of stutt til að hann gæti áttað sig á einstökum smáatriðum. Höfuðið á Cunha liðsforingja kom í Ijós yfir skjól- borðið á fljótabátnum, og nú hófst samtal milli hans og skip- stjóra. „Þú verðnr að fara um borð,“ sagði Gerillo. Liðsforinginn bar því við, að báturinn væri fullur af maurum. . „Þú ert í háum stígvélum,“ sagði Gerillo. Liðsforinginn breytti um efni. „Hvernig dóu þessir menn?“ spurði hann. Gerillo kom með sínar tilgát- ur, og þessir tveir menn héldu áfram að deila af vaxandi ákafa. Holroyd tók sjónaukann og hélt áfram að horfa, fyrst á maur- ana, síðan á dauða manninn miðskips. Hann hefur lýst maurunum nákvæmlega. Hann segir, að þeir hafi verið stærri en nokkrir maurar, sem HEIMILISRITIÐ 43

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.