Heimilisritið - 01.09.1957, Side 47

Heimilisritið - 01.09.1957, Side 47
gera áður. Þeir hreyfðu sig ekki í blindni eins og aðrir maurar; ]jeir virtu hann fyrir sér — eins og friðsamur inannfjöldi myndi horfa á eitthvert risavaxið skrímsli, sem hefði komið og dreift honum. „Hvernig dó hann?“ kallaði skipstjóri. Iíolroyd skildist Portúgalinn svara því, að maðurinn væri of etinn til að hægt væri að segja um það. „Hvað er frammi á?“ spurði Gerillo. Liðsforinginn gekk nokkur skref og byrjaði að svara á portúgölsku. Hann stanzaði snögglega og barði eitthvað af fótleggnum á sér. Hann tók skrítileg spor, eins og hann væri að reyna að stíga ofan á eitt- livað ósýnilegt og flýtti sér út að borðstokknum. Svo áttaði hann sig og gekk ákveðnum skrefum að skýlinu og laut nið- ur að hinum dauða manninum, stundi hátt, og gekk síðan aftur að káetunni. Hann sneri sér við og byrjaði að tala við skip- stjóra í köldum, virðulegum tón. Holroyd fylgdist ekki með samtalinu. Hann greip aftur til sjónauk- ans og varð undrandi af að sjá, að maurarnir voru horfnir af öllum berum svæðum á þilfar- inu. Harin beindi augunum að skuggunum undir plönkunum, og honrim virtist sem þar væri íullt af athugulum augum. Þeir komust að þeirri niður- stöðu, að fljótabáturinn væri að vísu yíirgefinn, en of íullur af niaurum til að hægt væri að setja menn um borð til að sitja þar og sofa. Það varð að taka liann aftan í. Liðsforinginn fór frarn á til að taka á móti og festa dráttartauginni, og menn- irnir í bátnum stóðu upp til að vera tilbúnir að hjálpa honum. Holroyd athugaði allan fljóta- bátinn gegnum sjónaukann. Hann tók æ betur eftir því, að maurarnir voru önnum kafn- ir að undirbúa eitthvað svo lítið bar á. Hann tók eftir því að nokkrir risastórir maurar — þeir virtust næsturn tveir þuml- ungar á lengd — báru skríti- lega lagaðar byrðar, sem hann gat ekki hugsað sér til hvers þeir notuðu, og þutu í skugg- anum úr einum stað í annan. Þeir fóru ekki í fylkingum um bersvæðið, heldur í opnuin oddlaga röðum, sem minnti undarlega á nútíma fótgöngulið sækja fram móti skothríð. — Fjöldi leitaði skjóls undir fötum dauða mannsins, og ógrynni liðs safnaðist saman við borðstokk- HEIMILISRITIÐ 45

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.