Heimilisritið - 01.09.1957, Síða 51

Heimilisritið - 01.09.1957, Síða 51
má vita, hvað maurarnir hafa hugsað um Jiað, en hann gerði })að. Hann skaut tveim skotum með mikilli röggsemi og seri- moníum. 011 skipshöfnin hafði bómull í eyrunum, og þetta var rétt eins og að standa í stór- orustu. Fyrst hæfðu þeir gömlu sykurmylluna og jöfnuðu hana við jörðu, og svo brutu þeir niður yfirgefna geymsluskemm- una fyrir ofan brvggjuna. Og svo hlaut Gerillo að finna fvrir afturkastinu. „Þetta þýðir ekkert,“ sagði hann við Holroyd, „alls ekki neitt. Gagnar fjandann ekki neitt. Við verðum að fara og fá fyrirskipanir. Það verða bölvuð læti út af þessum skot- færum — bölvuð læti! Þú veist ekki, Iíolroyd . ..“ Hann stóð og virti fyrir sér heiminn, öldungis úrræðalaus. „En hvað annað var hægt að cjera?“ hrópaði hann. Síðdegis lagði skipið af stað niður fljótið, og um kvöldið fór sveit manna með lík liðsforingj- ans í land og gróf .}>að á bakk- anum, þar sem nýju maurarnir höfðu enn ekki gert vart við sig. IV. EG heyrði þessa sögu af vör- um Holroyds fyrir nokkrum vikum. Þessir nýju maurar hafa farið í heilann í honum, og hann kom til Englands, til þess, eins og hann sagði, „að æsa fólk upp út af þeim, áður en það er of seint.“ Hann segir, að þeir ógni brezku Guinana, sem ekki er nema rúmar þúsund litlar mílur frá núverandi stöðvum þeirra, og að nýlendumálaráðuneytið ætti strax að hefjast handa. Hann segir með mikilli áherzlu: „Þetta eru skynsemi gæddir maurar. Hugsið ykkur bara hvað það þýðir!“ Enginn efi er á því, að þeir eru ískvggileg plága, og að það er hyggilegt af stjórn Brazilíu að heita háum verðlaunum fyrir árangursríka aðferð til að út- rýma þeim. Það er einnig víst, að síðan þeirra varð fyrst vart á hæðunum ofan við Badama fyrir þrem árum, hafa þeir lagt undir sig mikið land. Allur suð- urbakki Batemoárinnar á sextíu mílna löngu svæði er á þeirra valdi. Þeir hafa rekið manninn algerlega úr landi, lagt undir sig plantekrur og verzlunarstaði og að minnsta kosti náð einu skipi á sitt vald. Enginn vafi er á því, að þeir eru stórum skynsamari og betur þroskaðari félagslega en nokkur maurategund, sem áður hefur þekkzt. I stað þess að lifa í dreifðum hópum, eru HEIMILISRITIÐ 49

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.