Heimilisritið - 01.09.1957, Side 58

Heimilisritið - 01.09.1957, Side 58
Erfiðasta hlutverk Red Skeltons ÞESSA dagana leikur Red Skelton, liinn heimsfrægi amer- íski skopleikari, stærsta og erf- iðasta hlutverk lífs síns, en þar leikur hann glaðan og kátan föður. Ilann brosir, hann hlær, hann skælir sig og það er erfitt, næstum því ofurmannlegt fyrir föður, sem veit, að hann mun brátt missa son sinn. Sonurinn, hinn níu ára gamli Riehard, þjáist af blóðsjúkdómi, er leukæmi neínist. Eins og er, virðist vera lát á sjúkdómnum, en amerísku læknarnir, sem stunduðu drenginn, hafa ekki gefið foreldrum hans hina minnstu von. Sjúkdómurinn getur brotizt út hvenær sem er og læknarnir þekkja ennþá enga vörn við honum. Þeir telja, að drengurinn geti lifað í tvo til þrjá mánuði í hæsta lagi. I stað þess að sitja og bíða hinna óhjákvæmilegu endaloka, ákvað Skelton-fjölskyldan að ferðast og láta drenginn sjá eins mikið og hægt væri af heimin- um, sem hann verður brátt að yfirgefa. Þau ætla saman að sjá alla fegurstu staðina í heiminum — Forum Romana í Róm, hirin ei- lífa snjó á Mont Blanc, Feneyj- ar, Eiffel-turninn í París, Pét- urskirkju í Róm, skakka turn- inn í Pisa. Og um daginn komu þau til Kaupmannahafnar á leið sinni um hnöttinn. En Red Skelton getur ekki ferðast, án þess að vekja at- hvgli. Hvar sem þau koma, er tekið á móti þeim með samúð — og kannski líka með undrun vfir því, að faðirinn hlær og brosir eins og vanalega. En Red Skelton leikur hlutverlc sitt af snilld — og trúir á kraftaverk. Ef til vill rekast þau einhvers staðar á einhvern, sem getur hjálpað. Það var þess vegna brosandi faðir, sem steig út úr flugvél- inni á Kastrup-flugvelli í Kaup- mannahöfn, þegar þau komu þangað. I örfáar sekúndur var hann alvarlegur, en svo hló aftur og Richard litli hló líka. Eftir stutta dvöl þar í borg héldu þau ferðinni áfram. Richard veit, að hann er sjúkur — mjög sjúkur — en hann er aðeins stórt barn, sem þrátt fyrir allt er sæll að eiga föður, sem ávallt er kátur og brosandi. * 56 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.