Heimilisritið - 01.09.1957, Síða 65

Heimilisritið - 01.09.1957, Síða 65
una mína. Þá bláu, sem ég hafði verið í í gær. . . . „Mér — mér er hálf illt.“ Ég færði mig frá honum. Hann ætl- aði á eftir mér. „Vertu kyrr, Pete. Ég ætla að leggjast fyrir.“ Ég settist á rúmstokkinn og hélt með báðum höndum í dýn- una. Pete og lögregluþjónarnir héldu áfram að ræðast við fyrir utan dyrnar. Ég heyrði ekki til þeirra. Ég heyrði ekki annað en rödd Lonnies: „Þú ert mín. Nú á ég þig ein. Um aldur og ævi. Þú værir betur komin dauð en gift nokkrum öðrum.“ Hann hafði meint það. — Og hann hafði reynt að drepa mig! Auðvitað hafði hann drukkið sig fullan, hugsaði ég. Það var hið fyrsta, sem hann myndi hafa gert, þegar hann komst að raun um, að ég hafði farið með Pete — farið á Avalon veitingastof- una og hvolft í sig einum viskí- sjússinum eftir annan. Það gerði hann alltaf þegar hann var reið- ur, vonsvikinn, — þegar allt lék ekki í lyndi. Og þegar hann var orðinn drukkinn var hann vís til alls. Gagntekin af hryllingi gat ég fylgzt með ferðum hans í hugan- um. Séð hann þjóta eftir þjóð- veginum í ,,lánuðum“ bíl, stanza við krárnar við veginn til þess að hælast um yfir dirfzku sinni. Ég sá hann í anda koma inn í Mill Falls, leita uppi heimilis- fangið í símaskránni, leggja bíln- um í nánd við húsið okkar. Ég sá hann fyrir mér læðast upp að eldhússglugganum, og sjá gegnum reykinn stúlku í blárri peysu, sem sneri í hann bakinu. Ég lyfti höfðinu og hlustaði. Ég heyrði rödd Pete úr fjarska fyrir utan húsið. Stóð hann á útidyratröppunum? „Hlustið þið nú á mig!“ Hann talaði hátt en hrópaði ekki. Rödd hans var hörkuleg. — „Það sem ykkur hefur verið sagt er satt. Ellen Hale er dáin. Hún var skotin til bana í þessu húsi. En við því getið þið ekkert gert og þið eigið ekkert að gera. Farið svo!“ Einhverjar raddir svöruðu honum, lágar, ógnandi raddir. Ég fór yfir að glugganum. Hópur manna var fyrir utan húsið. Ég þekkti suma þeirra. Það voru fylgjendur Petes í verkalýðsfélaginu. í Ijósinu frá útidyraluktinni sá ég, að andlit þeirra voru afskræmd af reiði. Enn aðrir hröðuðu sér eftir veg- inum í áttina til þeirra. Niðurlag í næsta hefti. HEIMILISRITIÐ 63

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.