Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.06.2013, Síða 42

Fréttatíminn - 07.06.2013, Síða 42
42 bílar Helgin 7.-9. júní 2013  Chevrolet Sportlegt útlit og þægilegt aðgengi Trax – fimm sæta jepplingur Meirapróf Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Næsta námskeið byrjar 12. júní 2013 Mesta úrval landsins af rafgeymum fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi B reiddin í Chevrolet vörumerkinu hjá okkur hef-ur aldrei verið meiri,“ segir Benedikt Eyjólfs-son, forstjóri Bílabúðar Benna, sem meðal ann- ars er með umboð fyrir Chevrolet en þar var nýverið kynntur nýr jepplingur, Trax. Chevrolet Trax var fyrst kynntur á bílasýningunni í París í fyrra. Lengd hans er 4.248 mm, breiddin 1.766 mm og hæðin 1.674 mm. „Trax er nýr og spennandi, fimm sæta jepplingur. Hann ber styrkinn með sér og er hannaður til könn- unarleiðangra í umhverfi þéttbýlisins. Hann býr yfir mikilli samskiptahæfni, þægindum fyrir farþega og miklu farangursrými. Hann er skýrt dæmi um þekk- ingu og sérhæfingu Chevrolet sem var brautryðjandi í framleiðslu jeppa og býr yfir meira en 75 ára sérþekk- ingu í þróun slíkra ökutækja. Trax er hefðbundinn jeppi sem hefur verið endurhannaður fyrir notkun í þéttbýli. Þannig byggjum við brú frá fortíð yfir til framtíðar,“ segir í tilkynningu Bílabúðar Benna. „Kraftalegt og sportlegt útlit Trax ásamt nærveru sem einkennist af stöðugleika og notagildi kallar á athygli. Formuð yfirbyggingin, mikill halli á fram- rúðu, straumlínulöguð framljós sem teygja sig aftur með hliðunum og silfurlitar, 18 tommu álfelgur skapa saman traustlegt og glæsilegt útlit bílsins. Tvískipt vatnskassahlífin með formmótuðu Chevrolet merkinu fyrir miðju gerir síðan útslagið,“ segir enn fremur. „Trax er sérhannaður og smíðaður til notkunar við þéttbýlisaðstæður. Jafnt á þjóðvegum með háum hámarkshraða og þröngum bakstrætum er akstursná- kvæmni hans til fyrirmyndar. Innanrýmið einkennist af sportlegri fágun, miklu notagildi og fjölhæfni og skapar umhverfi sem er jafnt aðlaðandi sem fágað.“ Hraðskreiður en eyðslan bærileg Nýi smábíllinn frá Opel, Adam, þykir flottur og útlit hans og litagleði bílanna vekur athygli. Bíllinn var kynntur á bílasýningunni í París á liðnu hausti en er að koma á markað Evrópulanda. Hann heitir eftir stofnanda Opel-verksmiðjanna, Adam Opel. GM, framleiðandi Opel og Vauxhall, fylgir þar með í kjölfar margra bílaframleiðenda með framleiðslu smábíla þar sem kaupendum býðst að setja sitt persónulega mark á sinn bíl, meðal annars með fjörugu litavali. Snoturt útlit Opel Adam gerir hann að sjálfsögðum keppinauti bíls eins og Fiat 500 sem notið hefur vinsælda ytra og býðst nú loks hér á landi. Auk þess keppir Adam beint við hinn nýja Volkswagen Up, auk Audi A1 og Mini. Opel Adam er 3,70 metra langur, 30 sentímetrum styttri en Opel Corsa. Breiddin er 1,72 metrar. Hann er þriggja dyra og fjögurra manna. Í fyrstu verður Opel Adam boðinn með þremur gerðum bensínvéla, 1,2 líta 70 hestafla, 1,4 lítra 87 hestafla og 1,4 lítra 100 hestafla vél. Þessir bílar eru með 5 gíra kassa. Síðar verður bíllinn í boði með bensínvél með túrbó og beinni innspýt- ingu. Sú gerð verður með 6 gíra kassa. Opel Adam er, eins og margir nýir bílar nú, með „stop/start“ tækni, stöðugleika- stýringu, brekkuaðstoð og rafdrifnu stýri. Í dýrari gerðunum er upplýsingakerfi sem hægt er að tengja iPhone eða Android- símum sem nýtast meðal annars sem leiðsögukerfi. Upplýsingarnar koma fram á 7 tommu skjá. Velja má mismunandi felgustærðir undir bílinn, 15 til 18 tommur. Bílabúð Benna kynnti fyrr í vor Porsche Cayman S sem var valinn Sportbíll heimsins 2013 á bílasýningunni í New York. Bíll heimsins er valinn á hverju ári í fjórum flokkum í tengslum við bílasýninguna í New York. Flokkarnir eru hönnun, umhverfisbíll heimsins, sportbíll heimsins og bíll heimsins. „Porsche hefur tvisvar áður borið þennan titil,“ segir á síðu umboðs Porsche. „Árið 2006 varð fyrsta kynslóð Cayman fyrir valinu og árið 2012 hlaut Porsche 911 hnossið. Að valinu á Cayman nú stóð dómnefnd skipuð 66 bílablaðamönnum frá 23 löndum. Cayman hreif dómnefndina alveg sérstaklega fyrir óviðjafnanlegt veg- grip og góða aksturseiginleika í þröngum beygjum. Cayman S er með miðjusetta vél eins og Porsche Boxter. Hann skilar 325 hestöflum og er 4,9 sekúndur í 100 km hraða. Útblástur er 188 g/km CO2 og eyðslan í blönduðum akstri er ekki nema 8 lítrar á hundraðið.“ Porsche Cayman S var sýndur hjá Bílabúð Benna fyrr í vor. Athygli vekur að upp- gefin eyðsla bílsins, sem er með 325 hestafla vél, er 8 lítrar á hundraðið í blönd- uðum akstri. Adam – flottur og litaglaður Opel Adam, nýi smábíll- inn, þykir snotur í útliti og fjörugir litirnir gleðja. Chevrolet er hefðbund- inn jeppi sem hefur verið endurhannaður fyrir notkun í þéttbýli. Innanrýmið er sportlegt og einkennist af nota- gildi og fjölhæfni. 74,6% ... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.