Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.06.2013, Síða 56

Fréttatíminn - 07.06.2013, Síða 56
56 skák og bridge Helgin 7.-9. júní 2013  Skákakademían mikil Spenna fyrir lokaumferðir íSlandSmótSinS í Skák Getur einhver stöðvað Hannes Hlífar? í slandsmótið í skák 2013, sem fram fer á efstu hæð Turnsins við Borgartún hefur verið sann-kölluð flugeldasýning. Í fyrsta skipti í 100 ára sögu mótsins er það ekki harðlæst og lokuð sam- koma bestu skákmanna landsins, heldur galopið – þarna eru nafntogaðir meistarar, efnisbörn og öld- ungar, og áhugamenn af öllum stærðum og gerðum. Þegar þetta er skrifað hafa verið tefldar sjö um- ferðir af tíu. Hannes Hlífar Stefánsson hefur farið með himinskautum, sigrað í sex skákum og aðeins gert eitt jafntefli. Í hæla hans narta Björn Þorfinns- son, Stefán Kristjánsson og Guðmundur Kjartansson sem hafa 5,5 vinning. Níunda umferð fer fram í dag, föstudag, og hefst klukkan 17 og er full ástæða til að hvetja skákáhugamenn til að þyrpast í Borgartúnið og fylgjast með einstæðri veislu. Tíunda og síðasta umferð hefst klukkan 11 á laugardag, og þá ræðst hvort Hannes hampar Íslandsmeistaratitlinum í tólfta sinn eða hvort nýr Íslandsmeistari verður krýndur. Mótið hefur einkennst af skemmtilegum tilþrifum og óvæntum úrslitum. Stigahæsti keppandinn, Héð- inn Steingrímsson (2558 stig) stórmeistari og tvö- faldur Íslandsmeistari, mátti þannig lúta í duft fyrir gjörsamlega óþekktum Skota, Grove að nafni, sem aðeins hefur 2021 stig. Þá þurfti stórmeistaraefnið Bragi Þorfinnsson (2478) að játa sig sigraðan gegn Lofti Baldvinssyni (1706) þrátt fyrir að vera tveimur hrókum yfir í lokastöðunni! Lesendur geta spreytt sig á hinni glæsilegu fléttu Lofts í skákþraut dagsins. Það er sannarlega ástæða til að hrósa Skáksam- bandinu fyrir þá ákvörðun að opna Íslandsmótið upp á gátt. Útkoman er glæsilegt og skemmtilegt mót í anda einkunnarorða skákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda. Djarfur sóknarmaður kvaddur Skákmenn – einsog þjóðin öll – syrgja mjög Hermann Gunnarsson, hinn fjölhæfa snilling sem kvaddi okkur nú í vikunni. Hermann var í áratugi einn ötulasti liðs- maður skákhreyfingarinnar og án nokkurs vafa fræg- asti skákáhugamaður landsins. Hann átti mikinn þátt í að útbreiða fagnaðarerindi skákíþróttarinnar, og var jafnan boðinn og búinn að leggja málstað skákar- innar lið. Hermann var ástríðufullur skákmaður, og það kemur lesendum tæpast á óvart að hann tefldi ávallt óhikað til sigurs, sama hver andstæðingurinn var. Síðasta skákmótið sem Hermann tók þátt í var meistaramót Vals nú í vor. skákþrautin Hvítur mátar í 3 leikjum. Loftur Baldvinsson (1706) hafði hvítt gegn hinum sókndjarfa Braga Þor- finnssyni (2478) í 1. um- ferð Opna Íslandsmótsins 2013. Loftur tefldi einsog sá sem valdið hefur og gerði út um skákina með glæsilegum lokahnykk! í slenska landsliðið vann sigur í opna flokknum á NM sem haldið var í Reykjanesbæ helgina 24.-26. maí. Norðurlandamót eru haldin á tveggja ára fresti og landslið Íslands í opnum flokki var nálægt sigri í þeirri keppni einnig fyrir tveimur árum. Ísland var í efsta sæti fyrir síðustu umferðina 2011 en tapaði illa gegn landsliði Finnlands í lokaleiknum 12-18 á meðan Noregur vann 23-7 sigur í sínum leik. Íslenska landsliðið varð að sætta sig við þá að detta niður í þriðja sætið með 167 stig, lið Svíþjóðar með 168 í öðru sæti og sveit Noregs hlaut 169 stig. Íslenska landsliðið lét ekki slíkt óhapp henda sig á Norðurlandamótinu í ár og var búið að ná umtalsverðri forystu í fimmtu umferð eftir glæsilegan sigur 17,59-2,41 gegn liði Norðmanna. Sá leikur vannst 45-9 í impum og þetta spil í leiknum var 15 impa virði. Austur gjafari og allir á hættu: Aðalsteinn opnaði á 4 spöðum á austur- spilin og sá samningur var passaður út. Útspil suðurs var hjartaás og norður setti tiltölulega loðið spil sem erfitt var að lesa, tíuna (en ekki drottninguna). Suður las ekki stöðuna, spilaði áfram hjarta og Aðal- steinn lét ekki bjóða sér geimið oftar, henti tapslag í tígli í lauf og gaf aðeins 3 slagi – 620 takk. Í opnum sal var samningurinn einnig 4 spaðar en Þorlákur og Jón dobluðu þá til refsingar. Þeir gáfu engan afslátt, suður spilaði út tígli og vörnin tók 4 fyrstu slagina og fékk á trompásinn til viðbótar og 500 í sinn dálk. Danska kvennaliðið, sem vann öruggan sigur 2011, vann einnig næsta öruggan sigur á liði Noregs í úrslitaleik um fyrsta sætið á NM 2013. Í liðinu nú voru Helle Rasmussen-Lone Bilde (sem voru einnig í liðinu 2011) og Christina Lund Madsen- Fia Houlberg Jensen. Íslenska landsliðið var skipað tveimur reyndum landslið- spörum, Jón Baldurssyni-Þorláki Jónssyni og Aðalsteini Jörgensen-Bjarna Einars- syni og einnig Ragnari Hermannssyni og Guðmundi Snorrasyni sem voru nýliðar í liðinu. Góð aðsókn í sumarbridge Miðvikudaginn 29. maí var góð þátttaka í sumarbridge, 34 pör mættu þar til leiks. Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Jóhann Stefánsson-Birkir Jónsson 65,0% 2. Eiríkur Sigurðsson-Björn Árnason 63,2% 3. Baldvin Valdimarsson-Hjálmtýr Baldursson 61,1% 4. Bergur Reynisson-Stefán Stefánsson 60,8% Skor Jóhanns og Birkis er hátt en sigurveg- arar á mánudagskvöldinu 3. júní fóru miklu hærra: 1. Kjartan Ásmundsson-Ari Konráðsson 71,4% 2. Oddur Hjaltason-Sigurjón Ingibjörnsson 59,9% 3. Þorvaldur Pálmason-Jón V. Jónmundsson 59,3% 4. Gunnlaugur Sævarsson-Kristján M. Gunnarsson 57,6% Aðsókn var ágæt, en litlu minni, 24 pör mættu til leiks. Skor Kjartans og Ara er svo hátt að erfitt verður að slá það í sumar.  Bridge ágæt aðSókn í SumarBridge Ísland og Danmörk sigursæl á NM Lausn: 1.Hxa7+! Dxa7 2.Rc7+! 1-0 (Drepi svartur riddarann verður hann mát með Db5) ♠G ♥DG107 ♦ÁK84 ♣D953 ♠ Á10 ♥ Á983 ♦ 10753 ♣ 1072 ♠ 74 ♥ 654 ♦ G92 ♣ ÁK654 ♠ KD986532 ♥ K2 ♦ D6 ♣ G n s V a Christina Lund Madsen í danska kvennalands- liðinu og Guðmundur Snorrason í íslenska opna landsliðinu kanna gæðin í gullpeningunum fyrir fyrsta sætið. Ljósmyndari: Aðalsteinn Jörgensen Hermann Gunnarsson var ástríðu- fullur skák- maður, sem tefldi ávallt til sigurs. Hannes Hlífar Stefánsson lagði Björn Þorfinnsson að velli í 7. umferð Íslandsmótsins í skák og getur náð þeim einstæða árangri að verða Íslandsmeistari í 12. sinn!

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.