Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.06.2013, Side 70

Fréttatíminn - 07.06.2013, Side 70
Egill Helgason ferðaðist um Kanada á dögunum og hyggst gera sjónvarpsþáttaröð um Íslendinga í Vesturheimi. Ljósmynd/Ragn- heiður Thorsteinsson  Fjölmiðlun Frumleg þjónusta Fjölmiðlakonu Allir hafa merkilega sögu að segja „Mig langar að auðvelda fólki að koma minningum í einhvers konar form, til dæmis texta eða myndband. Margir hafa eflaust lengi ætlað sér að láta verða af slíku en kannski vantað tíma, þekk- ingu, tæki eða möguleika til þess,“ segir Olga Björt Þórðardóttir sem tekur að sér að taka viðtöl við fólk við ýmis tækifæri. „Það er svo skemmtilegt hvað fólk er hugmyndaríkt og það hafa margir óskað eftir viðtölum. Ein sem hafði sam- band við mig hafði misst móður sína fyrir aldur fram og langar að tekin verði viðtöl við fólkið sem þekkti hana best. Með þeirra frásögn nær hún mögulega heildstæðari mynd af móður sinni og því hvernig húmor hennar var, viðhorf og lífssýn. Svo hefur einn beðið mig að taka viðtal við aldraða móður sína sem býr ein upp í sveit og hefur upplifað stór- brotna hluti. Viðtöl við börn á ýmsum aldri eru líka dýrmæt því persónuein- kennin koma svo skemmtilega fram í einlægni þeirra,“ segir Olga. Olga er þeirrar skoðunar að allir hafi merkilega sögu að segja en að fáir gefi sér nægan tíma til að hlusta vel á fólkið sitt. „Svo fellur einhver skyndilega frá eða veikist alvarlega og missir tjáning- armátt og þá óska margir þess að hafa hlustað oftar, dýpra og spurt viðkom- andi að meiru. Á hjúkrunar- og elliheim- ilum landsins dvelur fólk sem er hafsjór af fróðleik og hefur lifað ótrúlega tíma. Heil kynslóð sem gæti sagt okkur svo margt áhugavert ef við gæfum okkur meiri tíma til að hlusta,“ segir Olga. Olga útskrifast síðar í mánuðinum með meistarapróf í blaða- og frétta- mennsku frá Háskóla Íslands og segir þær áherslur sem hún lærði þar eiga eftir að nýtast vel. „Ég hef þó fyrst og fremst lært af fyrirmyndum mínum sem ég hef fylgst með í gegnum tíðina eins og Jónasi heitnum Jónassyni, Her- manni heitnum Gunnarssyni, Evu Maríu Jónsdóttur, Sirrý og fleiri.“ Nánari upplýsingar má nálgast á vef Olgu Bjartar, olgabjort.com og fyrirspurnir má senda á net- fangið olgabjort@gmail.com Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Þegar hafa margir óskað eftir því að Olga Björt taki fyrir þá viðtöl, til dæmis við aldraða foreldra eða vini látinna ástvina. Ljósmynd/Hari  sjónvarp ný þáttaröð um Íslendinga Í vesturheimi þ etta var sérlega skemmtileg ferð,“ segir sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason sem er nýkominn heim frá Kanada. Þar var hann á Íslend- ingaslóðum og hyggst gera sjónvarps- þætti um heimsókn sína. „Þetta var sérlega skemmtileg ferð. Prógrammið var mjög stíft, við sváfum varla nema eina nótt á hverjum stað. Við fórum til Manitoba, Alberta, North-Da- kota og til British Columbia, á Íslend- ingaslóðir. Við hittum mikið af frábæru fólki, skemmtilegu og eftirminnilegu, og nutum einstakrar gestrisni,“ segir Egill. Hann ferðaðist með Ragnheiði Thorsteinsson framleiðanda og Jóni Víði Haukssyni kvikmyndatökumanni. Egill segir þau muni gera þáttaröð um heimsókn sína, allt að átta þætti. „Þeir fjalla um Íslendinga í Vestur- heimi, aðallega út frá sögunni og þá ekki síður sögum sem þeir hafa sagt sjálfir sín á milli. Við hlökkum mikið til að setja þetta saman. Það verður tíma- frekt, líklega verða þættirnir á dagskrá RÚV eftir jólin.“ Verða þetta þættir í líkingu við Kilj- una? „Það er í anda Kiljunnar að þarna er lögð nokkur áhersla á skáld og rithöf- unda, í raun var meiri þróttur í íslensk- um bókmenntum í Kanada um alda- mótin 1900 en hér heima á Íslandi. En þetta verður talsvert meiri pródúksjón en Kiljan, við tókum fjölmörg viðtöl og einnig verður stuðst við þulartexta frá sjálfum mér.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Egill Helgason gerir sjónvarpsþætti í Kanada Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason ferðaðist um Íslendingaslóðir í Vesturheimi og hyggst gera átta þátta sjónvarpsröð um upplifun sína. Hann hitti mikið af eftirminnilegu fólki og naut ein- stakrar gestrisni. Þeir [þættirnir] fjalla um Íslend- inga í Vestur- heimi, aðallega út frá sögunni og þá ekki síður sögum sem þeir hafa sagt sjálfir sín á milli. Skrifar bók um viðskiptalífið Áhugafólk um fjölmiðla hefur fylgst með fréttum DV af viðskiptablaða- mönnunum Magnúsi Halldórssyni og Þórði Snæ Júlíussyni sem hættu nýverið störfum hjá 365. Í fréttum DV hefur komið fram að þeir hyggist setja á stofn nýjan fjölmiðil í Sögðu nei við Jools Holland Sjöunda breiðskífa Sigur Rósar, Kveikur, kemur út á þjóðhátíðardaginn, 17. júní næstkomandi. Liðsmenn sveitarinnar eru nú staddir hér á landi í stuttu fríi eftir að tónleikaferðalagi um Asíu og Bandaríkin lauk. Á ferðalagi sínu um Bandaríkin kom sveitin fram í spjallþætti Jays Leno. Jools Holland, breskur kollegi hans, vildi líka fá þá Jónsa, Orra og Georg til að spila í þætti sínum og bauð þeim að vera aðalnúmerið hjá sér síðasta þriðjudagskvöld. Aðalnúmerið í þættinum leikur jafnan þrjú lög og fær góða kynningu á efni sínu. Sigur Rósar- menn ákváðu hins vegar að afþakka boðið því annars hefðu þeir þurft að hlaupa út í flugvél skömmu eftir komuna til Íslands og fríið hefði farið fyrir lítið. Samkvæmt upplýsingum Fréttatím- ans áttu skipuleggjendur þáttarins erfitt með að trúa því að Sigur Rós hefði afþakkað boðið. Og hringdu minnst tvisvar til að fá staðfestingu á því að svarið væri örugglega nei. haust sem þeir fjármagna sjálfir. Tímann fram að því nýtir Magnús til að skrifa bók um íslenskt viðskiptalíf sem stefnt er að því að Forlagið gefi út fyrir jólin. Ætti það að verða for- vitnileg lesning enda hafa þeir félagar verið duglegir að stinga á kýlum í umfjöllun sinni um útrásarvíkinga og gjörðir þeirra. 70 dægurmál Helgin 7.-9. júní 2013 einungis unnið úr safa ungra grænna kókoshneta himneskt.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.