Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Side 9

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Side 9
HETJAN I KLONDYKE. 39 sem hann var viss um, að hann hefði eigi haft, þegar hann las henni fyrir efni bréfsins. Hann hringdi, og að vörmu spori kom Deða Mason inn til hans. »Hefi eg sagt þetta, ungfrú?« spurði hann, um leið og hann rétti henni bréfið og benti á orðin, sem hann kannaðist eigi við. Það kom vandræðasvipur á stúlkuna, eins og komið hefði verið upp um hana einhverju, sem ekki átti að vera. »Pað er villa hjá mér,« sagði hún, »og eg má biðja yður afsökunar. Raunar er nú þetta samt engin villa,« bætti hún við í flýti. »Hvernig getur þetta átt við,« sagði Harn- ish í ögrandi róm, »í mínum eyrum fer þetta ekki vel,« Hún var komin út að dyrunum með hið umrædda bréf, en sneri sér þar við og mælti djarflega: »Petta er samt sem áður rétt, en nú skal eg þá breyta því, svo þér verðið á- nægður.« Regar Elam Harnish kom aftur á skrifstofuna þennan dag, hafði hann með sér málfræði, sem hann hafði keypt, og sat heila klukkustund við að lesa í henni, og þegar hún var liðin, vissi hann, að Deða Mason hafði haft rétt fyrir sér, og í fyrsta sinni fékk hann þá tilfinningu, að eitthvað mundi vera einkennilegt við véL ritarann sinn. Hann fór að gruna, að hún mundi vita ýmislegt, sem hann hafði eigi hugmynd um, og það örfaði forvitni hans. Hann gætti þess,'að fá að sjá hana, þegar hún fór af skrifstofunni þann dag, og í fyrsta sinn tók hann nú eftir því, að hún var vel vaxin, fríð sýnum og vel til fara. 011 var framkoma hennar lýtalaus og bar vott um mynd- ar-kap og sjálfsiraust. »Mjög snotur stúlka!« sagði hann við sjálf- an sig, þegar skrifstofudyrnar lokuðust á eftir henni. Næsta morgun, þegar hann las henni fyrir bréf sín, komst hann að þeirri niðurstöðu, að hann feldi sig ágætlega við, hvernig hún batt upp á sjer hárið. Hvers vegna honum geðjað- ist svo vel að því, hefði hann þó ekki getað gert sér grein fyrir, þótt hann hefði reynt það. Hún sat milli hans og gluggans, og hann tók í fyrsta sinn eftir því, að hár hennar var Ijós- jarpt með koparrauðum blæ. Morgunsólin skein á það og koparroðinn lýsti sem daufur eldur. Rað hafði áhrif á hann, og hann undr- aðist, að hann skyldi alorei fyr hafa tekið eftir þessum geðfelda háralit. Sama.daginn sá hann að hún- var gráeygð, og síðar komst hann að raun um, að úr augum hennar lýsti stundum eins og glampi af gulli. Brátt veitti hann því eftirtekt, að hún las ein- att í bókum eða tímaritúm, þegar hún var ekki bundin við vélina sína, eða fékst við smá- gjörfa handavinnu. Einu sinni þegar hann átti leið fram hjá borði hennar, tók hann þar upp bindi af verk- um Kiplings og fletti nokkrum blöðum með undrun. »Rér eruð víst gefnar fyrir lestur, ungfrú Mason?« sagði hann og lagði bókina frá sér. Hún svaraði því játandi. Öðru sinni skoðaði hann á borði hennar eina ^f bókum Well’s. »Hverterefni hennar?« spurði Elam Harnish. »0, það er bara skáldsaga, eiginlega ásta- saga — « Hún þagnaði, en hann beið, eins og hann ætti von á, að hún hefði ætlað að segja meira, og hún fann að henni bar að gera það. »Hún er um vörubjóð frá London, sem fór á hjóli í skemtiferð upp í sveit í sumarfríi sínu, og varð ástfanginn þar í ungri stúlku, sem var honum mikið fremri. Móðir hennar var ágæt- ur rithöfundur og fræg kona, Sagan er með köflum mjög raunaleg en lærdomsrík. Hafið þér löngun til að lesa hana?« »Fékk vörubjóðurinn' stúlkuna?« spurði Har- nish. »Nei, það er einmitt það, sem alt veltur á. Hann var ekki — « »Nú, svo hann fékk hana ekki, og þér hafið setið og lesið mörg hundruð blaðsíður til þess að fá að vita þetta?« sagði Elam Harnish undr- andi.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.