Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.08.2013, Side 2

Fréttatíminn - 30.08.2013, Side 2
 SamfélagSmál aBC með námSkeið um þróunar- og hjálparStarf Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is TENNIS er skemmtileg hreyfing Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Ísfirðingar vilja halda í Reykjavíkurflugvöll Hitti styrktarbarn sitt í Kenýa e ftir að hafa sótt námskeið í þróun-ar- og hjálparstarfi hjá ABC barna-hjálp fór Kristín Birna Jónasdóttir með nemendahópnum í námsferð til Ke- nýa þar sem þau fengu að spreyta sig á vettvangi. „Ég hafði verið styrktarforeldri í sex ár og fylgst með starfinu hjá ABC barnahjálp og langaði alltaf til að fara í ABC skólann,“ segir Kristín sem svo hóf nám í febrúar á þessu ári. Nemendahópur- inn fór svo saman til Kenýa í sumar í þrjár vikur þar sem Kristín hitti styrktarbarnið sitt, hana Teresiu sem nú er þrettán ára. „Það urðu miklir fagnaðarfundir og virki- lega gaman að sjá hvað hún er dugleg, hlý og flott stelpa. Ég sé núna að framlag mitt hefur skipt máli því Teresia lifir betra lífi í dag. Við erum orðnar enn meiri vinkonur en áður,“ segir Kristín. Meðal þeirra verkefna sem nemendur ABC skólans leystu í Kenýa var að taka viðtöl við mæður barna í fátækrahverfum og bjóða börnum þeirra skólavist í barna- skóla ABC og segir Kristín að fátækt fólksins sé mikil. „Fólkið í fátækrahverf- unum lifir fyrir einn dag í einu og það er ekki mikið um tilbreytingu frá degi til dags. Það eru ekki allir sem hafa efni á að senda börn sín í skóla og því er skipta framlög styrktarforeldra á Íslandi gríðarlega miklu máli og tryggja fátæk- um börnum í Kenýa menntun.“ Kristín Birna starfar sem náms- og starfsráð- gjafi hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og kenndi börnunum í skóla ABC í Kenýa námstækni og tók þátt í daglegu starfi skólans. Frá árinu 2009 hefur ABC barnahjálp boðið upp á námskeið í þróunar- og hjálparstarfi í ABC skólanum. Formaður ABC, Guðrún Margrét Pálsdóttir, hafði í gegnum árin greint aukinn áhuga fólks á hjálparstarfi og vildi skapa vettvang fyrir leikmenn til að fræðast. Nú í september hefjast tvö slík námskeið, eitt morgun- námskeið og annað kvöldnámskeið. Að sögn Bryndísar Stefánsdóttur, skólastjóra ABC skólans, er dagskrá nám- skeiðanna fjölbreytt. „Við fáum til liðs við okkur kennara og fólk sem býr yfir þekk- ingu og reynslu af málefnum bágstaddra og nemendur fræðast um framandi lönd og menningu, hitabeltissjúkdóma, van- næringu, skyndihjálp, barnasálfræði, umönnun, sálgæslu og fleira. Fulltrúar ýmissa hjálparsamtaka hér á landi koma einnig og kynna starfsemi sína,“ segir hún. Á námskeiðunum er jafnframt lögð áhersla á að þátttakendur fái hvatningu og byggi upp sjálfstraust sitt með þvi að sýna fram á að hver og einn búi yfir hæfi- leikum og getu til að láta gott af sér leiða, nær og fjær. Útskrifuðum þátttakendum stendur svo til boða að taka þátt í náms- ferð til starfsstöðva ABC í Kenýa, líkt og Kristín Birna gerði nú í sumar. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Kristín Birna Jónasdóttir, náms- og starfs- ráðgjafi hjá Há- skóla Íslands, sótti þriggja mánaða námskeið um hjálparstarf hjá ABC barnahjálp og fór í framhald- inu í námsferð til Kenýa. Þar hitti sem hún stúlku sem verið hefur styrktarbarn hennar í sex ár og urðu miklir fagn- aðarfundir. Ég sé núna að framlag mitt hefur skipt máli því Teresia lifir betra lífi í dag. Kristín Birna Jónasdóttir hefur verið styrktarfor- eldri Teresiu í sex ár og hittust þær loks í sumar þegar Kristín fór í náms- ferð til Kenýa á vegum ABC barnahjálpar. „Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar framtaki félagsins Hjartað í Vatnsmýrinni sem stendur fyrir undir- skriftarsöfnun, áwww. lending.is, til stuðnings þess að flugsam- göngur við Reykjavík verði óbreyttar. Slíkt er alger forsenda fyrir íbúa þessa lands hvort sem litið er til sjúkraflugs, stjórnsýslu eða annarrar þjónustu sem í boði er í höfuðborg landsins alls,“ segir í bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Þar segir enn fremur: „Sveitarfé- lagið Ísafjarðarbær hefur áður bent á nauðsyn þess að flugsamgöngur við Reykjavík séu óbreyttar, meðal annars með samstarfi við önnur sveitarfélög, með gerð skýrslu KPMG þar sem fram komu greinilega þau neikvæðu áhrif sem það hefði á landsbyggðina ef miðstöð innanlandsflugs yrði flutt úr Reykjavík. Einnig hvetur bæjarráð Ísafjarðarbæjar íbúa sína, sem og landsmenn alla, til að kynna sér þessi mál og leggja áðurnefndri undir- skriftarsöfnun lið sitt.“ Hættir rekstri leikskólans 101 Hulda Linda Stefánsdóttir, eigandi leikskólans 101, hefur ákveðið að hætta rekstri skólans. „Ég vonaðist til þess að opna hann aftur og óskaði eftir aðstoð og úrræðum frá Barnavernd Reykjavíkur og Reykjavíkur- borg til þess að það gæti orðið með trúverðugum hætti en beiðni minni var hafnað. Á ég því engra annarra kosta völ en að loka skólanum fyrir fullt og allt,“ segir í tilkynningu frá Huldu. „Tekið skal fram að þær ásakanir sem fram hafa komið í minn garð eru ekki á rökum reistar. Ég vil jafnframt koma því á framfæri að ég harma mjög þá framkomu í garð barnanna sem gögn í málinu virðast sýna og álagið sem foreldrar barnanna hafa verið undir síðustu daga,“ segir hún ennfremur. Samstarf gegn heimilisofbeldi á Suðurnesjum Samstarfsátak gegn heim- ilisofbeldi á Suðurnesjum hófst 1. febrúar síðastliðinn og hefur gefið góða raun, að því er fram kemur í Víkurfréttum. Lögreglan á Suðurnesjum, félagsþjónusta allra sveitar- félaganna, ásamt Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja og kirkjur Keflavíkur og Njarðvíkur standa að átakinu. Markmið þess er að gefa skýr skilaboð til fólks um að ofbeldi á heim- ilum verði ekki liðið ásamt því að veita þolendum heimilisof- beldis betri þjónustu og leggur lögreglan á Suðurnesjum sérstaka áherslu á rannsókn slíkra mála. Starfsmaður félagsþjónustu veitir fyrstu aðstoð til þolanda og hlúir að börnum séu þau á heimilinu. Þá er gerendum einnig boðið að koma í viðtal og ræða sín mál og veitt hvatning til að leita sér aðstoðar. -dhe Hvetja fólk til að nota ekki plast Plastpokalaus laugardagur kallast hópur fólks sem vakti athygli á baráttumáli sínu í vikunni. Mælist hópurinn til þess að Íslendingar hætti að nota plastpoka á laugardögum en noti í staðinn margnota taupoka eða bio-poka sem eru umhverfisvænir. Á blaðamannafundi í vikunni kom fram að Íslendingar noti árlega um 50 milljónir burðarpoka úr plasti sem brotnar ekki niður í náttúrunni. Þessi gerviefnanotkun sé bæði óþörf og óábyrg gagnvart náttúrunni. Meðal þeirra sem leggja málstað þessum lið er Dorrit Moussaieff forsetafrú.  tímamót hvolSvöllur 80 ára Afmælishátíð alla helgina á Hvolsvelli Hvolsvallarkauptún heldur upp á áttatíu ára afmæli byggðar nú um helgina og verður boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá alla helgina af því tilefni. Að sögn Árnýjar Láru Karvel- sdóttur verður súpurölt á föstudagskvöld þar sem sjö heimili bjóða gestum og gangandi upp á súpu. „Svo á laugardag höldum við árlega kjötsúpuhátíð þar sem ýmis konar sprell verð- ur í boði, eins og kassabílarall, fótboltasprell og svepparígur,” segir hún. Á sunnudag er sjálfur afmælisdagur kaup- túnsins og hefst hann á skipulagðri göngu um elstu götur bæjarins. Í framhaldi af því verður nýbygging að íþróttahúsinu vígð. Klukkan þrjú hefst svo afmælisdagskrá í félagsheimilinu Hvoli þar sem bæði einsöngvarar og hópar flytja tónlistaratriði. „Börn sem unnu stóra upplestrarkeppni ætla að flytja ljóð fyrir okk- ur,“ segir Árný. Saga Hvolsvallar hefur verið tekin saman og ætla tveir að lesa hana upp fyrir afmælisgesti í Hvoli. „Svo verður sagan sett á heimasíðu sveitarfélagsins eftir helgi,“ segir Árný Lára. „Síðast en ekki síst verður boðið upp á risastóra afmælisköku og ís.“ Íbúar Hvolsvallar skreyta götur sínar fyrir kjötsúpuhátíðina. Þessar stúlkur voru í óða önn að skreyta hús við Túngötu. Ljósmynd/Árný Lára Karvelsdóttir 2 fréttir Helgin 30. ágúst-1. september 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.