Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 4
 Dýravelferð matvælastofnun mætir nýjum lögum um áramót YFIR 20 GERÐIR GASGRILLA Á ÚTSÖLUNNI � Stærð: 149 x 110 x 60 cm ÚTSALA Er frá Þýskalandi Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 VERÐ ÁÐUR 59.900 49.900 www.grillbudin.is veður föstuDagur laugarDagur sunnuDagur Rigning á landinu, sums staðaR úRhelli. höfuðboRgaRsvæðið: Rigning, séRstaklega um moRguninn. slydda fRaman af degi n-lands, en léttiR annaRs til. höfuðboRgaRsvæðið: lengst af þuRRt, en svalt. Rign. um kvöldið. RigniR s-lands og vestan. hlýnandi. höfuðboRgaRsvæðið: vætusamt lengst af dagsins. lemjandi haustrigning Heldur hefur verið að draga úr mætti yfirvofandi óveðurs eftir því sem nær hefur dregið. engu að síður mun rigna og hvessa vestantil. krap og snjór á fjallvegum. enn úrkoma fram eftir n-lands á laugardag. annars styttir upp, en aftur er von á smá rigningu sv-lands um kvöldið. ný lægð og enn meiri rigning síðan á sunnudag. eiginlegu sumri er hér með lokið! 6 4 8 10 8 8 6 3 6 10 9 7 7 8 10 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Fjölgar starfsfólki vegna dýraverndarlaga n ý lög um dýravelferð og búfjár-hald taka gildi um næstu áramót og hefur eftirlit með lögunum hefur verið flutt frá Umhverfisstofnun og sveitarfélögum til Matvælastofnunar (MAST). Þar með er eftirlit með dýravel- ferð komið á einn stað sem gera á máls- meðferð einfaldari og skilvirkari. Að sögn Þóru Jóhönnu Jónasdóttur, dýralæknis gæludýra og dýravelferðar hjá MAST, verða nýju dýravelferðarlögin víðtækari og ítarlegri en fyrri lög. „Mark- mið nýju laganna er að stuðla að velferð dýra, það er að segja að þau séu laus við vanlíðan, hungur, þorsta, ótta, þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma,“ segir hún. Í nýju lögunum kemur fram að dýr séu skyni gæddar verur og ná lögin nú til dýra sem áður hafa ekki fallið undir lög um dýravernd, svo sem tífætlukrabba, smokkfiska og býflugna. Lögin gilda líka um fóstur sem náð hafa vissu þroskastigi. „Markmið laganna er ennfremur að dýr geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frek- ast er unnt. Einnig eru í lögunum mörg nýmæli eins og til dæmis að dýr hafi rétt til að fá lækningu eða líkn, að sveitarfé- lagi sé skylt að sjá til þess að gripið sé til aðgerða ef um hálfvillt eða villt dýr er að ræða,“ segir Þóra. Þeir sem verða varir við að dýr sé sjúkt, sært, bjargarlaust eða að aðbúnaður sé ekki fullnægjandi eiga að tilkynna slíkt til umráðamanna eða lögreglu. Á vef MAST mast.is er einnig hægt að senda inn slík- ar ábendingar undir nafni eða nafnlaust. Lögin fela í sér þá breytingu fyrir gælu- dýraeigendur að einstaklingsmerkja skal hvert dýr, en áður hefur slíkt verið háð ákvörðun sveitarfélaga. Þóra segir nýju lögin veita MAST víð- tækari heimildir við beitingu þvingunar- úrræða þegar brotið er gegn ákvæðum þeirra og verður heimilt að beita dag- sektum, stjórnvaldssektum eða stöðva starfsemi sé tilefni til þess. „MAST mun einnig verða heimilt að framkvæma vörslusviptingu, leggja tímabundið bann við dýrahaldi eða fara fram á að dýraeig- andi verði með dómi sviptur heimild til að hafa dýr í umsjá sinni hafi hann gerst sekur um stórfellt eða ítrekað brot á lög- unum.“ Samhliða samþykkt nýrra laga um dýravelferð voru samþykkt ný lög um bú- fjárhald sem einnig taka gildi um næstu áramót og færist búfjáreftirlit þá frá sveit- arfélögum til MAST og verður tengt eftir- liti með dýravelferð. Hvað varðar hefð- bundinn búskap segir Þóra að nýju lögin feli fyrst og fremst í sér breytingar og áherslur á aukna dýravelferð innan hefð- bundins búskapar. „Reglugerðabreyting- ar munu koma í kjölfar nýrra laga, sem með ítarlegri leiðbeiningum tryggja dýr- um góða velferð með góðum aðbúnaði.“ Hjá MAST starfa nú um sjötíu manns og verður stöðugildum fjölgað um átta vegna gildistöku nýja laganna. dagný hulda erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is ný dýravelferðar- og búfjárlög taka gildi um næstu áramót sem veita eftirlitsaðilum betri tól en áður til að grípa inn í sé velferð dýra ekki tryggð. matvælastofnun hefur tekið við eftirliti með dýravelferð frá Umhverfisstofnun og fjölgar stöðugildum um átta til að framfylgja nýju lögunum. Þeir sem verða varir við að dýr sé sjúkt, sært, bjargarlaust eða að aðbúnaður sé ekki fullnægj- andi eiga að tilkynna slíkt til umráðamanna eða lögreglu. þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir gælu- dýra og dýravelferðar hjá mast. 4 fréttir Helgin 30. ágúst-1. september 2013  iKea nýr vörulisti borinn inn á heimili Um tólf hundruð vörur lækka í verði Bestu fréttirnar eru þær að um tólf hundruð vörur lækka í verði, segir Kristín Lind Steingrímsdótt- ir, markaðsstjóri IKEA, en nýjum vörulista verslunarinnar verður dreift nú fyrir helgina. „Nýr vörulisti,“ segir í tilkynningu, „markar upphaf nýs rekstrarárs hjá IKEA, nýtt verð tekur gildi og að venju skuldbindur fyrirtækið sig til að halda verðinu óbreyttu í eitt ár. Allt er þetta venju samkvæmt, en það er með mikilli ánægju sem IKEA getur tilkynnt að vöruverð stendur í stað á milli ára að meðal- tali. Sumar vörur hækka í verði en um tólf hundruð vörur lækka í verði og það er veruleg kjarabót fyrir heimilin í landinu. Sem dæmi kom ný eldhúslína á markað í byrjun júní og verðið á henni er bundið til loka næsta rekstrarárs, eða í 15 mánuði. Verðið ætti því að koma mörgum skemmtilega á óvart og veita fleir- um tækifæri á að skapa heimili sem veitir allri fjölskyldunni ánægju. Ástæðan fyrir því að IKEA getur lækkað verð á mörg þúsund vörum er tvíþætt. Fyrst er að nefna betra innkaupsverð í einhverjum tilvikum vegna lækkunar á heimsmarkaðs- verði. Í öðru lagi styrktist krónan nokkuð fyrr á þessu ári og Seðla- banki Íslands lýsti því yfir að hann myndi grípa inn í til að tryggja nokkuð stöðugt gengi. Viðskipta- vinir IKEA njóta góðs af þessum breytingum og með því að ganga ekki lengra í verðhækkunum legg- ur fyrirtækið sitt á vogarskálarnar til að halda stöðugleika og sýna samfélagslega ábyrgð í verki, ekki síst í ljósi þess að opinberir kjara- samningar eru lausir eftir áramót og nauðsynlegt að halda verðbólgu í skefjum.“ - jh nýr vörulisti markar upphaf nýs rekstrarárs hjá ikea, nýtt verð tekur gildi og fyrirtækið skuldbindur sig til að halda verðinu óbreyttu í eitt ár. Bæjarhátíð mosfellsbæjar um helgina Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin í tíunda sinn nú um helgina. Hún hefst í dag, föstu- daginn 30. ágúst, og stendur fram á sunnudag, 1. september. Hátíðin er fjölskylduhátíð þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjölbreyttir menningarviðburðir eru í boði, tónleikar, myndlistasýn- ingar, útimarkaðir og íþróttavið- burðir svo fátt eitt sé nefnt. Hátíðin hefst formlega á föstudagskvöldi með skrúðgöngu, varðeldi og brekkusöng. Hápunktur hátíðarinnar er á laug- ardagskvöld þegar stórtónleikar fara fram á Miðbæjartorgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.