Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.08.2013, Síða 8

Fréttatíminn - 30.08.2013, Síða 8
Fyrstu vindmyllur Landsvirkjunar hafa nú unnið rafmagn í sjö mánuði. Rekstur þeirra hefur gengið vonum framar og ljóst er að vindorkan hefur að geyma mikla möguleika. Við munum því halda áfram að rannsaka þennan nýja orkukost og standa vonir til að vindorka geti orðið þriðja stoðin í raforkukerfi Landsvirkjunar ásamt vatnsafli og jarðvarma. Vindmyllur vinna mesta orku á veturna en rennsli til vatnsaflsstöðva er mest á sumrin. Ef frekari rannsóknir staðfesta hagkvæmni vindorku er líklegt að fleiri vindmyllur vinni samhliða vatnsaflsstöðvum okkar allt árið um kring. Um 2000 gestir heimsóttu vindmyllurnar í sumar, enda nýstárleg sjón í íslensku landslagi. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir komuna. Fylgjast má með orkuvinnslu vindmyllanna í rauntíma á www.landsvirkjun.is. Vindmyllurnar standa við þjóðveg nr. 32, skammt fyrir norðan Búrfell. Aðstæður til virkjunar vindorku eru óvenju hagstæðar á Íslandi. Meðalafkastageta á heimsvísu er 28%. Afkastageta vindmyllanna á uppitíma 2013: 49% 56% 44% 39% 28% 20% 48% feb. mars apríl maí júní júlí ágúst Nóg er af rokinu! Á ferðalögum fólks um landið í sumar hefur það víða tekið eftir breyttri ásýnd lands- ins vegna viðamikillar skógræktar. Landgræðsluskógar eru umfangs- mesta skógræktar- og uppgræðslu- verkefni skógræktarfélaganna, að því er fram hjá Skógrækt ríksins. Á vegum verkefnisins hafa skógrækt- arfélögin séð um gróðursetningu á hátt í einni milljón trjáplantna árlega allt frá árinu 1990. Lætur nærri að gróðursett hafi verið í um 400-500 hektara lands árlega. Ræktunarsvæði Landgræðsluskóga eru víðsvegar á landinu og eru nú um 120 samningsbundin svæði. Fjölbreytni svæðanna er mikil og eru sum þeirra þar sem skilyrði eru hvað best til skógræktar í landinu, á meðan önnur eru þar sem skilyrði eru mjög erfið, til dæmis út við ströndina. Öll svæðin eiga það þó sameiginlegt, segir Skógræktin, að þar er stefnt að því að koma upp vöxtulegum gróðri, græða land og auðga. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Íslands, gróðursetti 20 milljónustu trjáplöntuna í Land- græðsluskógaverkefninu í Smala- holti í Garðabæ, síðastliðinn laugar- dag. Fyrir valinu varð myndarlegur askur. Vigdís gróðursetti einnig fyrstu plöntuna í átakinu sem hófst á sama stað vorið 1990 og er þar nú skógur. Hefur verkefnið staðið óslitið allar götur síðan. Samstarfsaðilar skógræktar- félaganna í Landgræðsluskógum eru Landgræðsla ríkisins, Skóg- rækt ríkisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Svæðin eru öll opin almenningi og eru mörg hver orðin ákjósanleg til göngu- ferða og útivistar. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  Skógrækt LandgræðSLuSkógar Nær milljón trjáplöntur gróðursettar árlega Barbara Stanzeit, gjaldkeri Skóg- ræktarfélags Garðabæjar, aðstoðar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, við gróðursetningu asks í Smalaholti í Garðabæ, 20 milljónustu plöntuna í Land- græðsluskógaverkefninu. 8 fréttir Helgin 30. ágúst-1. september 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.