Fréttatíminn - 30.08.2013, Page 9
Fyrstu vindmyllur Landsvirkjunar hafa nú unnið
rafmagn í sjö mánuði. Rekstur þeirra hefur gengið
vonum framar og ljóst er að vindorkan hefur að
geyma mikla möguleika. Við munum því halda áfram
að rannsaka þennan nýja orkukost og standa vonir
til að vindorka geti orðið þriðja stoðin í raforkukerfi
Landsvirkjunar ásamt vatnsafli og jarðvarma.
Vindmyllur vinna mesta orku á veturna en rennsli
til vatnsaflsstöðva er mest á sumrin. Ef frekari
rannsóknir staðfesta hagkvæmni vindorku er
líklegt að fleiri vindmyllur vinni samhliða
vatnsaflsstöðvum okkar allt árið um kring.
Um 2000 gestir heimsóttu vindmyllurnar í
sumar, enda nýstárleg sjón í íslensku landslagi.
Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir komuna.
Fylgjast má með orkuvinnslu vindmyllanna
í rauntíma á www.landsvirkjun.is.
Vindmyllurnar standa við þjóðveg nr. 32,
skammt fyrir norðan Búrfell.
Aðstæður til virkjunar vindorku eru óvenju
hagstæðar á Íslandi. Meðalafkastageta á
heimsvísu er 28%.
Afkastageta vindmyllanna á uppitíma 2013:
49%
56%
44%
39%
28%
20%
48%
feb. mars apríl maí júní júlí ágúst
Nóg er af rokinu!
V etrarstarf grunn-skóla landsins er hafið. Þúsundir barna
fara því í og úr skóla. Leiðir
margra þeirra liggja yfir um-
ferðargötur og við þær. Því er
það mjög mikilvægt að allir
aðrir vegfarendur, ekki síst
þeir sem stjórna vélknúnum
farartækjum, fari um með sér-
stakri gát þar sem barna er að
vænta, sérstaklega þar sem
þau þurfa að fara yfir umferðar-
götur. Af þessu tilefni vill Félag
íslenskra bifreiðaeigenda,
FÍB, vekja sérstaka athygli á
þessum málum og hefur óskað
eftir þátttöku almennings.
Átak félagsins hefur staðið
undanfarna daga og lýkur í
dag, föstudag. Þar er fólk hvatt
til þess að senda FÍB myndir af
gangbrautum eða „gervigang-
brautum“ sem því finnst ógna
öryggi vegfarenda.
Það ámælisvert, að mati FÍB,
hversu illa gönguleiðir yfir
umferðargötur eru merktar
hér á landi. „Slæmar og óljósar
Átak FÍB Vegna öryggis Barna Á leið Í skólann
Slæmar og óljósar merkingar við skóla
merkingar við skóla og í grennd við þá
hljóta að teljast sérstaklega varhuga-
verðar. Skólabörnin eiga heimtingu
á því að bestu og öruggustu göngu-
staðirnir yfir umferðargötur séu skil-
greindir og merktir löglega og skýrt,
svo ekkert fari á milli mála hjá börn-
unum sjálfum, né heldur ökumönnum
sem um þessar götur aka,“ segir FÍB
og heldur áfram:
„Í grannlöndum okkar tíðkast að
merkja gangbrautir rækilega auk þess
Bæði sebrabrautirnar og gangbrautamerkin eru hluti tiltekins alþjóðlegs táknmáls.
sem ökumönnum er gefið það
skýrt og greinilega til kynna
þegar þeir nálgast gangbraut.
Það er gert með yfirborðs-
merkingum, umferðarmerkj-
um og skiltum sem minna
á það að sýna beri sérstaka
varúð. Í stærsta sveitarfélagi
landsins, Reykjavík hefur sú
stefna verið ríkjandi um langt
árabil að merkja ekki gang-
brautir á lögbundinn hátt með
hvítum og svörtum þverrönd-
um. Hins vegar hafa einskonar
gervigangbrautir verið gerðar
sem skapa fullkomna óvissu
bæði gangandi og akandi um
það hvort þar sé gangbraut
eða ekki. Þetta telur FÍB afar
misráðið.
Bæði sebrabrautirnar og
gangbrautamerkin eru hluti
tiltekins alþjóðlegs tákn-
máls. Það táknmál segir bæði
akandi og gangandi að til
staðar sé gangbraut yfir götu.
Þar beri báðum – akandi og
gangandi – skylda til að sýna
fyllstu aðgát.“
fréttir 9 Helgin 30. ágúst-1. september 2013