Fréttatíminn - 30.08.2013, Síða 12
Þ að er margt sameiginlegt með garðyrkju og menntun. Við réttar umhverfisað-
stæður og umönnun er hægt að
rækta fallegan garð. Án réttra um-
hverfisaðstæðna og umönnunar
deyja blóm, runnar og tré áður en
þau ná þroska. Í menntun þurfa
börn réttar umhverfisaðstæður
og umönnun, annars gengur þeim
illa að læra og þá er hætta á að þau
detti út úr skólakerfinu. Af hverju
hefur íslenska skólakerfið á fram-
haldsskólastigi hlutfallslega hærra
brottfall en í nágrannaríkjunum?
Af hverju eigum við í erfiðleikum
með að rækta garðinn okkar?
Þegar plönturnar vaxa ekki,
skiljum við að það er ástæða fyr-
ir því. Ef til vill fá þau ekki nægi-
lega mikið vatn, veður er of kalt
eða kannski er moldin ónýt. Það er
eins með börnin. Það er alltaf ein-
hver ástæða fyrir því ef börn hætta
í skóla. Ef til vill finnst þeim skólinn
leiðinlegur, ómerkilegur eða námið
ótengt raunveruleikanum. Börn eru
forvitin og áhugasöm í eðli sínu og
það er mikið „afrek“ að gefa þeim
ástæðu til þess að forðast menntun.
Það má kenna menningunni í
menntakerfinu um brottfall barna
úr skóla . Menntun
byggist of t á sam-
ræmi í stað fjölbreytni.
Manneskjurnar eru
ólíkar og fjölbreyttar.
Menntakerfi sem upp-
hefur samræmi mun
alltaf skilja stóran hluta
nemenda útundan. Góð
menntakerfi eiga að ein-
beita sér að þörfum ein-
staklingsins.
Samræmd próf eru
mikilvæg verkfæri til
þess að fylgjast með
stöðu nemanda og
skóla. Samt sem áður hlýtur það
að vera helsta takmark skóla að
aðstoða börn til að ná hámarks ár-
angri í lífinu, finna sérstöðu hvers
og eins og síðan að hjálpa til að
rækta og auka þá hæfileika.
Ef helsti tilgangur skóla er ár-
angur á samræmdum prófum, þá
á menntakerfið eftir að bregðast
þeim sem eru aðeins öðruvísi og
þeim sem hafa námsvandamál. Til
þess að tryggja vellíðan allra nem-
enda þarf að hjálpa þeim sem eiga
við erfiðleika að stríða. Kerfið þarf
að skilja að fólk er mismunandi og
með mismunandi þarfir og getu.
Menntun er f jár -
festing. Með því að
gefa ólíkum einstak-
lingum þau tækifæri
sem þeir þurfa til þess
að ná sem mestum ár-
angri með fjölbreyttu
og einstaklingsmið-
uðu skólakerfi, getum
við náð fram hámarks
getu einstaklingsins
sem síðan á eftir að
skila sér í formi auk-
inna framtíðartekna
fyrir þjóðina.
Til þess að rækta fal-
legan garð þarfa að planta fræjum
í frjósama mold. Fræin þurfa rétt
magn af sól, vökva og næringu.
Mismunandi fræ þurfa mismun-
andi umhirðu. Til skamms tíma
mun garðurinn líta út fyrir að vera
einungis mold og oft erfitt að sjá
fyrir sér af hverju öll vinnan og pen-
ingurinn sem settur er í garðinn er
þess virði. Með tíma og umönnun
munu plöntur vaxa upp úr moldinni
og breytast í fallegan garð.
Framtíð landsins grundvallast
á því að öll börn fái góða einstak-
lingsmiðaða menntun því að við
uppskerum eins og við sáum.
Sigurjón Arnórsson
alþjóðlegur
viðskiptafræðingur
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg
Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@
frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
F Fjöldi þeirra sem hafa skrifað undir áskor-un til borgaryfirvalda og Alþingis um að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri hefur komið borgaryfirvöldum á óvart. Það viðurkennir Páll Hjaltason, formaður skipu-
lagsráðs. Hið sama gildir raunar um aðstand-
endur undirskriftarsöfnunarinnar. Friðrik
Pálsson, annar formanna átaksins, segir undir-
skriftirnar hafa safnast hraðar en hann hafði
gert ráð fyrir en í gær höfðu
nær 60 þúsund manns lýst yfir
vilja sínum um að flugvöllurinn
verði áfram á núverandi stað í
höfuðborginni. Söfnun undir-
skriftanna hófst 16. ágúst en
þær verða afhentar 20. septem-
ber. Þá rennur út frestur til að
gera athugasemdir við aðal-
skipulag Reykjavíkur. Í því er
gert ráð fyrir að flugvöllurinn
víki fyrir byggð.
Af undirtektunum má ráða
að landsmenn láta sig framtíð flugvallarins
miklu varða og þar er tekið undir rök þeirra
sem að undirskriftarsöfnuninni standa. Meðal
þeirra helstu eru mikilvægi staðsetningar
vallarins vegna sjúkraflugs en fram kemur að
um 600-700 sjúkraflug séu árlega til Reykja-
víkur. Margir fari beint á skurðarborð og eigi
fluginu líf að launa. Þá tryggi Reykjavíkur-
flugvöllur öryggi landsins í heild. Þaðan megi
flytja lækna, lögreglu, sérsveit, björgunaraðila,
búnað, fólk og fleira fyrirvaralaust hvert á land
sem er.
Áhersla er enn fremur lögð á hlutverk vall-
arins fyrir almenningssamgöngur í landinu
með tengingu byggða en fram kemur að um
60 prósent farþega í innanlandsflugi séu íbúar
af landsbyggðinni. Aðrar mælingar vekja ekki
síður athygli en á síðu aðstandenda söfnunar-
innar má lesa að yfir helstu vetrarmánuðina
fljúgi fleiri til Akureyrar en ferðist þangað með
bíl. Áhersla er lögð á að höfuðborgin þjónusti
allt landið, þar sé stór hluti stjórnsýslunnar og
helstu embætti hins opinbera. Þangað þurfi
einstaklingar og fyrirtæki af öllu landinu að
sækja. Þar skipti stöðugar og skjótar sam-
göngur höfuðmáli.
Frammi fyrir þessu standa yfirvöld borgar
og ríkis. Um afstöðu ríkisins þarf ekki að
efast. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er
áréttað að Reykjavíkurflugvöllur sé grundvall-
arþáttur í samgöngum landsins. Þjónustuhlut-
verk hans þurfi áfram að tryggja í nálægð við
stjórnsýslu og aðra þjónustu. Borgaryfirvöld
horfa hins vegar til þess lands sem undir flug-
völlinn fer, vilja þétta byggðina en gert er ráð
fyrir fjórtán þúsund manna framtíðarbyggð á
því svæði. Þau hafa því viljað flytja flugvöllinn
á Hólmsheiði en í því máli þýðir ekki lengur
að berja höfðinu við steininn. Í nýlegri skýrslu
Veðurstofu Íslands um nothæfisstuðul flug-
vallar á Hólmsheiði var sú hugmynd skotin í
kaf og með veðurfræðilegum rökum og öðrum
bent á að óráð eitt væri að gera ráð fyrir því að
flugvöllur verði lagður á heiðinni. Valkostirnir
eru því í raun aðeins tveir, að Reykjavíkur-
flugvöllur verði áfram á sínum stað eða að
innanlandsflug – og sjúkraflug til borgarinnar
flytjist til Keflavíkurflugvallar.
Fjöldi undirskriftanna sýnir að síðarnefndi
kosturinn hugnast stórum hluta Íslendinga
ekki. Það á bæði við um íbúa landsbyggðar-
innar og höfuðborgarsvæðisins. Friðrik Páls-
son greindi frá því, þegar yfir fimmtíu þúsund
manns höfðu lýst vilja sínum um að Reykjavík-
urflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni, að 53
prósent þeirra sem skrifað höfðu undir væru
íbúar á höfuðborgarsvæðinu og 47 prósent af
landsbyggðinni.
Fram hefur komið hjá Páli Hjaltasyni að
hann skilji áhyggjur manna af sjúkraflugi og
einnig að fólki á vissum hlutum landsins finn-
ist það vera að missa samband við höfuðborg-
ina en bendir um leið á mikilvægi þess fyrir
borgina að þétta byggð. Þarna vegast á hags-
munir. Páll lítur á undirskriftarsöfnunina sem
athugasemdir við aðalskipulag borgarinnar
og segir að farið verði yfir þær faglega, borgin
verði að taka tillit til athugasemda þeirra sem
vilja halda flugvellinum í Vatnsmýri, eins og
annarra.
Yfirvöld höfuðborgarinnar gera sér án
efa grein fyrir því að gæta verður hagsmuna
fleiri en borgarbúa einna þegar kemur að
ákvörðun um framtíð flugvallarins. Þar hljóta
undirskriftir tugþúsunda landsmanna að vega
þungt.
Framtíð Reykjavíkurflugvallar og aðalskipulag höfuðborgarinnar
Undirskriftir tugþúsunda vega þungt
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Það er alltaf einhver ástæða fyrir brottfalli úr skóla
Að rækta framtíð
lands og þjóðar
Frábær tilboð á snjalltækjum
Lækkað verð á Nokia Lumia 925 og
Samsung Galaxy Note 8.0.
Komdu við í næstu verslun Vodafone og
kynntu þér málið.
vodafone.is
Góð samskipti bæta lífið
3 GB
gagnamagn
fylgir*
* 3 GB gagnamagn án endurgjalds í 2 mánuði. Eftir það 3 GB á verði 1 GB í 10
mánuði. Án skuldbindingar.
12 viðhorf Helgin 30. ágúst-1. september 2013