Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.08.2013, Side 13

Fréttatíminn - 30.08.2013, Side 13
Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 10–18 virka daga og 12–18 um helgar Litli tónsprotinn Lau. 28. sept. 2013 » 14:00 & 16:00 Skilaboðaskjóðan Heillandi, litrík og fjörug tónlist úr ævintýrasöngleiknum Skilaboða- skjóðunni eftir Þorvald Þorsteinsson í nýrri útsetningu tónskáldsins, Jóhanns G. Jóhannssonar, fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Flytjendur: Eyþór Ingi Gunnlaugsson Jóhanna Vigdís Arnardóttir Sigríður Thorlacius Örn Árnason Lau. 14. des. 2013 » 14:00 & 16:00 Sun. 15. des. 2013 » 14:00 Jólatónleikar Tónleikarnir eru fastur liður í jóla- undirbúningi margra fjölskyldna á Íslandi. Hátíðleikinn heillar, með sígildum jólalögum og klassískri ball- etttónlist í forgrunni. Einsöngvarar eru Sigrún Hjálmtýsdóttir og Kolbrún Völkudóttir. Einnig koma fram ungir hljóðfæraleikarar, kórar og dansarar. Kynnir er leikarinn góðkunni, Gói. Lau. 15. feb. 2014 » 14:00 Jabba-dabba-dú! Á tónleikunum lifnar töfraheimur kvikmyndanna við í meðförum Sin- fóníunnar sem flytur eftirlætislögin úr uppáhaldskvikmyndum á borð við Mary Poppins, Stjörnustríð og Sjóræningja Karíbahafsins. Tónlistin öðlast nýja vídd í líflegum kynningum leikarans Góa. Lau. 26. apríl 2014 » 14:00 & 16:00 Maxímús kætist í kór Nýtt ævintýri um Maxímús Músíkús þar sem tónelska músin slæst í för með stórum hópi kórbarna sem syngja skemmtilega söngva og herma eftir dýrahljóðum, Maxa til mikillar skemmtunar. Sögumaður er Valur Freyr Einarsson og flytjendur með Sinfóníunni eru hinir ýmsu barnakórar. Áskrift að skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem ungir tónlistarunnendur fá tækifæri til að kynnast töfrum tónlistarinnar. Hljómsveitarstjóri á tónleikum Litla tónsprotans er Bernharður Wilkinson. Verð á 4 tónleika aðeins 6.080/7.360 kr.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.