Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.08.2013, Page 22

Fréttatíminn - 30.08.2013, Page 22
B ergur Þór Ingólfsson leikstýrði Mary Popp- ins í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári og er nú að æfa leikarahóp- inn upp aftur eftir sumarfrí. Í nógu er að snúast hjá Bergi þessa dag- ana því hann leikur einnig í Jeppa á fjalli, skrifar handrit að barnaleik- riti um Hamlet og fagnar sex ára stórafmæli Grindvíska atvinnuleik- hússins Gral með uppsetningu á tveimur sýningum í haust. Grindvísk sirkúsfjölskylda Bergur ólst upp í Grindavík og er trúr uppruna sínum en allir sem með einhverjum hætti koma að leikhópnum Gral hafa tengingu við Grindavík. „Ef það er eitt- hvað óljóst með tengsl fólks við Grindavík bara finnum við út úr því. Til dæmis kom í ljós að Erling Jóhannsson átti afa sem ólst upp í Grindavík. Þetta er svo lítið land að það má alltaf finna tengingu við Grindavík,“ segir Bergur. Öll fjölskylda Bergs hefur með einhverjum hætti komið að starf- semi Gral en eiginkona hans, Eva Vala Guðjónsdóttir, leikmynda- og búningahönnuður með meiru, starfar með hópnum. Hún er Esk- firðingur sem fór til Grindavíkur tólf ára gömul að passa börn. „Ég sá hana fyrst þá og varð strax skot- inn í henni. Við vorum kærustupar þá um tíma en erum núna búin að vera saman í tuttugu ár.“ Gral er lítill leikhópur þar sem mikil fjöl- skyldustemning ríkir og passa dætur Bergs og Evu börn hinna ef svo ber undir en þau hjónin eiga fjórar dætur sem eru tíu, fimm- tán, átján og tuttugu og þriggja ára gamlar. Sú næst elsta er á leiklist- arbraut í FG og sú elsta starfar í leikmunadeild Borgarleikhússins. „Við erum svona svolítil sirkúsfjöl- skylda,“ segir Bergur. Grindvísk leikverk Leikhópurinn Gral var stofnaður fyrir sex árum og ætla aðstand- endur hans að halda sérstaklega upp á afmælið með því að setja upp tvö verk eftir grindvíska höfunda í haust í Tjarnarbíói; Eiðurinn og eitthvað eftir Guðberg Bergsson og barnaleikritið Horn á höfði eftir Berg sjálfan. „Þegar ég skrifaði Horn á höfði voru dætur mínar sérstakir ráðgjafar. Í leikritinu er talað leynimál sem ég fékk að láni hjá þeim. Hluta af textanum las ég upp fyrir þær og spurði hvort þetta væri nógu gott og hverju væri hægt að breyta.“ Horn á höfði hlaut Grímuverðlaunin sem besta barna- sýningin árið 2010 og hefur Bergur nú dustað af henni rykið í tilefni af sex ára afmæli Gral leikhópsins. „Það er alltaf verið að fagna sextug- safmælum núna eins og hjá Ladda, Agli Ólafs og Jakobi Frímanni og þess vegna datt okkur í hug að fagna sex ára stórafmæli Gral með veglegum hætti.“ Eiðurinn og eitthvað eftir Guð- berg Bergsson var frumsýnt í vik- unni og er það fyrsta leikrit höfund- arins og fjallar um skáld sem er með tvær hugmyndir að verkum í hug- anum og þær vilja báðar fá brautar- gengi og keppast um athygli hans. Guðbergur Bergsson ólst upp í Grindavík en á bernskuárum Bergs var Guðbergur fluttur frá bænum en kom stundum í heimsókn og gekk þá um bæinn. „Þá sá maður mann sem virtist einhvern veginn ósnert- anlegur. Það lá því beint við að Gral leikhópurinn myndi reyna sig við þennan höfund.“ Alltaf mikið undir í starfi leikstjórans Á bernskuárum sínum langaði Berg mikið að verða leikari en var ekki viss um að það væri mögu- legt fyrir venjulegan, lítinn strák úr Grindavík og er hann fyrsti at- vinnuleikarinn frá bænum. „Guð- bergur var eina skáldið í Grinda- vík og það var áhugavert fyrir mig þegar ég var lítill að það væri ein- hver frá Grindavík sem dytti slíkt ónytjuhopp í hug. Um leið og ég vissi að leikarar væru ekki fólk sem sprytti fullskapað upp úr höfði Seifs og að það væri hægt að læra leiklist tók ég þá ákvörðun að verða leikari. Ég horfði á Singing in the Rain og öll áramótaskaupin í sjónvarpinu og hafði mjög gaman af,“ segir Bergur sem getur ekki ímyndað sér í dag að hann hefði átt að starfa við neitt annað en leiklist. Á undanförnum árum hefur Bergur leikstýrt áhugamannasýn- ingum auk þess að starfa í Borgar- leikhúsinu og segir hann alltaf jafn gaman að leikstýra, sama hvort það eru stærri eða minni sýn- ingar. „Það er svo gaman að vera leikstjóri og fá að koma til dæmis í skóla og vinna með ungum leikur- um yfir afmarkaðan tíma sem svo endar með hvelli og töfrabrögðum á einhverjum rosalegum hápunkti. Svo er leikstjórinn bara farinn og er því svolítið eins og sniðugi afinn í samanburði við kennarana sem eru alltaf með börnunum, allan veturinn og ár eftir ár.“ Í starfi leikstjórans kastar Berg- ur sér alltaf í verkefnin og reynir að gera sitt besta en segist þó hafa fengið minni svefn en vanalega við uppsetningu á Mary Poppins í fyrra. „Ég var svolítið eins og undin tuska eftir Mary Poppins. Það er gríðarlega viðamikil sýn- ing með risastórum senum,“ segir Bergur sem enn horfir alltaf sjöttu hverju sýningu á Mary Poppins og gefur ráðleggingar ef eitthvað má laga. „Í starfi leikstjórans er alltaf mikið undir, sama hver vettvang- urinn er. Þó mestu sé lokið við frumsýningu og ný verkefni hafi tekið við þarf leikstjórinn alltaf að vaka yfir sýningunum og passa upp á að þær haldi fegurð sinni og fagmennsku.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Guðbergur var eina skáldið frá Grindavík og það var áhugavert fyrir mig þegar ég var lítill að það væri einhver frá þeim stað sem dytti slíkt ónytjuhopp í hug. Bergur Þór Ingólfsson og félagar í leikhópnum Gral halda upp á sex ára afmælið með tveimur sýningum í haust. Ljósmynd/Hari. Við erum sirkúsfjölskylda Bergur Þór Ingólfsson ólst upp í Grindavík og er listrænn stjór- nandi leikhópsins Gral en orðið er stytting á Grindvíska atvinnu- leikhúsið en allir í hópnum eiga það sameiginlegt að hafa einhver tengsl við Grindavík. Tólf ára gamall kynntist Bergur eiginkonunni í Grindavík og varð strax skotinn í henni. Með fróðleik í fararnesti Sveppaferð í Heiðmörk 31. ágúst kl. 10. Valitor er stuðningsaðili Ferðafélags Íslands. Allar nánari upplýsingar á hi.is Næsta ferð: Silke Werth, nýdoktor við Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands, leiðir sveppaferð í Heiðmörk í samvinnu við fararstjóra Ferðafélags Íslands. Sveppum verður safnað og fræðst um þá og verkun þeirra. Hvaða sveppi má borða og hverjir eru eitraðir? Hist verður við Öskju, náttúrufræðahús Háskóla Íslands, kl. 10 þar sem hægt verður að sameinast í bíla. Þaðan verður ekið í lest inn í Heiðmörk. Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér sveppabækur og ílát fyrir sveppina. Ferðin er farin í samvinnu við Ferðafélag barnanna. Leiðsögn verður á ensku og íslensku. PIPA R \ TBW A • SÍA • 132404 Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands halda áfram samstarfi sínu um fræðandi gönguferðir sem hófust á aldarafmæli skólans 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskóla Íslands blandast saman í áhugaverðum gönguferðum um höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. 21. september kl. 11 Gönguferð þar sem matur, saga og menning verða meginefnið. 22 viðtal Helgin 30. ágúst-1. september 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.