Fréttatíminn - 30.08.2013, Page 25
Ég á litla systur sem er
þriggja ára. Hún var eins
árs þegar ég fór út og mér
finnst eiginlega leiðinlegast
að hafa misst af henni.
Þrátt fyrir annríki á
tónleikaferðalaginu
náðu hljómsveitar-
meðlimir oft nota-
legri samverustund
milli stríða.
Framhald á næstu opnu
www.volkswagen.is
Fullkominn ferðafélagi
Tiguan kostar aðeins frá
5.360.000 kr.
Volkswagen Tiguan eyðir aðeins frá 5,8l /100 km
Volkswagen Tiguan
Í Volkswagen Tiguan sameinast fullkomið fjórhjóladrif, sparneytin dísilvél
og einstakir aksturseiginleikar sem veita þér algjört ferðafrelsi. BlueMotion
tæknin frá Volkswagen leggur áherslu á lágmarks eyðslu eldsneytis og
hámarks umhyggju fyrir umhverfinu. Kynntu þér kosti Volkswagen Tiguan
og veittu þér sannkallað frelsi til að ferðast.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
og Sigurbjörn hafa verið par í um fimm ár.
Hann hefur komið tvisvar út til Nönnu á meðan
hljómsveitin var á ferðalaginu. „Við erum flest í
sambandi þannig að kærusturnar og kærastinn
koma með þegar það er hægt.“
Of Monsters and Men hefur spilað á litlum
sem stórum tónleikastöðum, á Hróarskeldu í
Danmörku, Glastonbury í Bretlandi, Lollapa-
looza í Brasilíu og Coachella í Kaliforníuríki.
Spurð um eftirminnilegustu tónleikana segir
Nanna þá hafa verið í Red Rocks í Colorado í
Bandaríkjunum. „Það eru tveir rauðir klettar
sem koma saman, stúka þar á milli og svo
sviðið niðri. Þetta var svakalega flott og við
vorum eiginlega bara að spila úti í eyðimörk-
inni. Þetta voru geðveikir tónleikar, það lá eitt-
hvað í loftinu. Það var ausandi rigning, allir
í alls konar regnjökkum og létu rigninguna
ekki á sig fá. Þetta var svakalega gaman.“ Hún
segir það ákaflega merkilega upplifun að spila
á stórum tónleikum. „Maður smitast alltaf af
gleðinni í áhorfendunum. Það hefur líka verið
skrýtið að upplifa að hafa verið heima í stofu
að glamra á gítar og segja einhver orð, og
síðan sér maður mannhaf á tónleikum syngja
nákvæmlega þessi sömu orð. Það er ótrúlega
skemmtilegt.“
Misskildu kókauglýsinguna
Of Monsters and Men er orðin heimsfræg og
Nanna auðvitað líka. Hún verður hálf feimin
þegar ég bendi á þessa staðreynd og ég spyr
hvort henni líði eins og hún sé fræg. Henni finnst
spurningin greinilega erfið og hugsi á svip segir
hún „nei“ nokkrum sinnum með litlum pásum á
milli. Hún segist ekkert finna fyrir frægðinni á
Íslandi. „Ég held að Íslendingar séu svo feimnir.
Ég hef sjálf verið úti og séð fólk sem ég dýrka en
viðtal 25 Helgin 30. ágúst-1. september 2013