Fréttatíminn - 30.08.2013, Qupperneq 52
Bókahátíð Upphaf Bókavertíðar fyrir komandi jól
Tíu íslenskir höfundar meðal þátttakenda á Bókahátíð í Reykjavík í september, auk útgefenda,
umboðsmanna og menningarblaðamanna víða að.
B ókmenntahátíð í Reykjavík verður haldin í ellefta sinn dagana 11.-15. september næst-komandi. Hátíðina sækja sautján erlendir höf-
undar frá sextán löndum auk þess sem tíu íslenskir
höfundar taka þátt. Þá taka þátt tólf erlendir útgefend-
ur og umboðsmenn og hingað til lands kemur fjöldi
menningarblaðamanna frá evrópskum stórblöðum
til þess að fjalla um hátíðina, meðal annars Politiken,
Die Welt, Guardian og BBC.
Höfundalistinn er fjölbreyttur og hátíðin í ár verð-
ur sannkölluð tungumálahátíð. Höfundar lesa upp
á móðurmáli sínu og gestir munu heyra búlgörsku,
grænlensku, hollensku, kínversku og rússnesku svo
dæmi séu tekin. Þýðingum verður varpað á vegg jafn-
óðum. Upplestrar fara fram í Hörpu, Iðnó og í Nor-
ræna húsinu.
Höfundaviðtöl verða í Norræna húsinu í hádeginu
og fara þau fram á ensku. Fyrirlestrar verða og mál-
þing verða haldin. Málþing útgefenda er á dagskrá í
Norræna húsinu laugardaginn 14. september þar sem
útgefendur og umboðsmenn ræða um stöðu bókar-
innar og breytta stöðu útgefenda. Málþingið er öllum
opið og fer fram á ensku.
„Hátíðin nýtur mikillar virðingar á meðal erlendra
höfunda og útgefenda. Útgefendur koma til að styrkja
tengslin við íslenska höfunda og mynda ný en einnig
til að hitta aðra erlenda höfunda,“ segir Stella Soffía
Jóhannesdóttir hjá Bókmenntahátíð Reykjavíkur.
„Koma erlendra útgefenda er afar mikilvæg því á Bók-
menntahátíð í Reykjavík myndast góð tengsl þeirra og
íslenskra höfunda og einstakt tækifæri gefst til þess
að kynna íslenskar bókmenntir á heimavelli. Á upp-
lestrum hafa íslenskir höfundar heillað erlenda útgef-
endur með sögum sínum og verið gefnir út erlendis í
kjölfarið,“ segir hún.
Í ár koma margir gestir Bókmenntahátíðar út á ís-
lensku. Antonio Skármeta verður gefinn út af Sögum,
Madeline Miller kemur út hjá Sölku, Kiran Desai hjá
Múltí Kúltí, Georgi Gospodinov og Mazen Maaro-
uf hjá Dimmu og Kim Leine hjá Draumsýn. Þá hafa
sænsku höfundarnir Steve Sem-Sandberg og Kjell
Espmark báðir komið út á íslensku hjá Uppheimum
og Herman Koch hjá Forlaginu.
Sameiginleg dagskrá Bókmenntahátíðar í Reykja-
vík og PEN þingsins, þings alþjóðasamtaka rithöf-
unda, verður í Hörpu og í Norræna húsinu mið-
vikudaginn 11. september og fimmtudaginn 12.
september með þátttöku höfunda hátíðarinnar, til
dæmis Douglas Coupland og Svetlönu Alexievich. Þá
mun Antonio Skármeta frá Chile taka þátt í dagskrá í
Norræna húsinu 10. september þar sem umfjöllunar-
efnið er valdarán hersins í Chile, 11. september 1973.
Í kjölfarið sýnir Bíó Paradís myndina No, sem fjallar
um þá atburði sem urðu til þess að einræðisherrann
lét af völdum.
Með Bókmenntahátíð í Reykjavík hefst bókaver-
tíðin fyrir jólin. Lesendur kynnast nýjum höfundum
eða fá tækifæri til þess að hitta uppáhaldshöfundinn.
Jafnvel verður hægt að taka snúning með þeim, því
Bókmenntahátíð blæs til Bókaballs í Iðnó laugardag-
inn 14. september sem er öllum opið, bæði höfundum
og lesendum. Bókabarinn verður á annarri hæðinni
í Iðnó og verður opinn öll kvöld frá klukkan 21, frá
mánudeginum 9. september til laugardagsins 14. sept-
ember.
Hátíðin er öllum opin og er aðgangur ókeypis,
nema að Bókaballinu. Allar upplýsingar um höfunda
má nálgast www.bokmenntahatid.is, heimasíðu há-
tíðarinnar.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Höfundalistinn er fjölbreyttur og Bókmenntahátíð í Reykjavík í ár verður sannkölluð tungumálahátíð. Meðal þeirra höfunda
sem sækja Ísland heim eru Madeline Miller og Herman Koch. Ljósmyndir/Nordicphotos/Getty
Sautján erlendir höfundar
sækja okkur heim
Starfsfólk Borgarleikhússins lýkur
upp dyrunum á morgun, laugardag
klukkan 13 til 16, og býður í vöfflu-
kaffi með fjörlegri dagskrá. Gest-
ir á öllum aldri geta upplifað töfra
leikhússins, gægst baksviðs, farið
í skoðunarferðir og bragðað á ljúf-
fengum vöfflum sem leikhússtjór-
inn Magnús Geir, mun reiða fram
ásamt öðru starfsfólki. Leikarar,
leikstjórar, hönnuðir og tæknifólk
verða við störf á öllum sviðum húss-
ins; ýmist við æfingar eða sýningar
eða til þess að svara spurningum.
Mary Poppins og dansarar Ís-
lenska dansflokksins sýna atriði
á Stóra sviðinu. Skoppa og Skrítla
skemmta í forsal. Brot úr verkinu
Rautt, Lalli töframaður og Sönglist
verða á litla sviðinu. Opnar æfingar
verða á Jeppa á Fjalli, Húsi Bern-
hörðu Alba og Óskasteinum. Skoð-
unarferðir verða reglulega yfir dag-
inn og verður fólk leitt um króka og
kima þessa stærsta leikhúss lands-
ins. Ratleikur verður vítt og breitt
um forsal með veglegum verðlaun-
um. Ljósmyndahorn er að finna þar
sem Skoppa og Skrítla, Mary Popp-
ins, Bert og sótarar stilla sér upp
fyrir myndartökur með yngstu gest-
unum. Dregið verður í happdrætti
á klukkutíma fresti. Áskriftar- og
gjafakort í Borgarleikhúsið verða í
verðlaun. Aðalverðlaunin eru flug-
miði fyrir tvo til London með WOW
air.
Í forsal leikhússins verður fjöl-
breytt tónlistardagskrá. Allir eru
velkomnir á opið hús, ókeypis, í
Borgarleikhúsinu. - jh
Opið hús í Borgarleikhúsinu
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Fös 6/9 kl. 19:00 1.k Fim 19/9 kl. 19:00 8.k Sun 29/9 kl. 13:00 aukas
Lau 7/9 kl. 19:00 2.k Fös 20/9 kl. 19:00 9.k Fim 3/10 kl. 19:00 16.k
Sun 8/9 kl. 15:00 3.k Lau 21/9 kl. 19:00 10.k Fös 4/10 kl. 19:00 17.k
Fim 12/9 kl. 19:00 4.k Sun 22/9 kl. 13:00 11.k Lau 5/10 kl. 19:00 18.k
Fös 13/9 kl. 19:00 5.k Fim 26/9 kl. 19:00 13.k Fim 10/10 kl. 19:00 19.k
Lau 14/9 kl. 19:00 6.k Fös 27/9 kl. 19:00 14.k Mið 16/10 kl. 19:00 20.k
Sun 15/9 kl. 15:00 7.k Lau 28/9 kl. 19:00 15.k Mið 23/10 kl. 19:00 21.k
Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.
Rautt (Litla sviðið)
Fim 5/9 kl. 20:00 1.k Fim 12/9 kl. 20:00 3.k Fös 20/9 kl. 20:00 5.k
Sun 8/9 kl. 20:00 2.k Sun 15/9 kl. 20:00 4.k Lau 21/9 kl. 20:00 6.k
Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar.
Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)
Fös 4/10 kl. 20:00 frums Fös 11/10 kl. 20:00 5.k Fim 17/10 kl. 20:00 9.k
Lau 5/10 kl. 20:00 2.k Lau 12/10 kl. 20:00 6.k Fös 18/10 kl. 20:00 10.k
Sun 6/10 kl. 20:00 3.k Sun 13/10 kl. 20:00 7.k Lau 19/10 kl. 20:00 11.k
Fim 10/10 kl. 20:00 4.k Mið 16/10 kl. 20:00 8.k Sun 20/10 kl. 20:00 12.k
Benni Erlings, Bragi Valdimar og Megas seiða epískan tón - sjónleik
Opið hús á morgun kl 13 – 16!
MÁ BJÓÐA ÞÉR
SÆTI Á BESTA STAÐ?
Fjórar sýningar
á 13.900 kr.
HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Fös 30/8 kl. 19:30 20.sýn Sun 1/9 kl. 19:30 22.sýn Lau 7/9 kl. 19:30 24.sýn
Lau 31/8 kl. 19:30 21.sýn Fös 6/9 kl. 19:30 23.sýn Sun 8/9 kl. 19:30 25.sýn
Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús!
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 1/9 kl. 14:00 Aukas. Sun 15/9 kl. 13:00 Aukas.
Sun 8/9 kl. 14:00 Aukas. Sun 15/9 kl. 16:00 Lokas.
Aðeins þessar þrjár sýningar!
Maður að mínu skapi (Stóra sviðið)
Lau 14/9 kl. 19:30 Frums. Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 7.sýn
Fim 19/9 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/9 kl. 19:30 5.sýn
Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 6.sýn
Nýtt íslenskt leikrit eftir Braga Ólafsson!
Harmsaga (Kassinn)
Fös 20/9 kl. 19:30 Frums. Fim 26/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn
Lau 21/9 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/9 kl. 19:30 4.sýn Sun 6/10 kl. 19:30 7.sýn
Mið 25/9 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn
Ofsafengin ástarsaga byggð á sönnu íslensku sakamáli!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 5/10 kl. 13:30 Lau 12/10 kl. 19:30
Lau 5/10 kl. 15:00 Lau 12/10 kl. 19:30
Karíus og Baktus mæta aftur í október!
Hættuför í Huliðsdal (Kúlan)
Sun 8/9 kl. 16:00 Frums. Lau 14/9 kl. 16:00 3.sýn
Lau 14/9 kl. 13:00 2.sýn Sun 15/9 kl. 13:00 4.sýn
Hugrakkir krakkar athugið - aðeins þessar sýningar!
74,6% ... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 35 – 49 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent jan - mars 2013
850 svör
52 menning Helgin 30. ágúst-1. september 2013