Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.08.2013, Side 54

Fréttatíminn - 30.08.2013, Side 54
módelið (sósíalismi + kapítalismi = Svíþjóð) og blanda það aftur með kapítalisma (Svíþjóð + kapítalismi = New Britain). Þarna var sósíal- isminn kominn niður í ¼ hluta af mixtúrunni og algjörlega skaðlaus (og áhrifalaus). Blairisminn var eig- inlega Thatcherismi 2.0. Blair gat lýst yfir dauða sósíalískra stefnu- mála og uppskorið fögnuð á meðan sambærileg yfirlýsing Thatcher kallaði á mótmælaöldu. Munurinn fólst ekki í stefnunni heldur mögu- leikanum á að framfylgja henni. Blair var lykillinn að sátt í samfé- laginu. Ef fólk vildi loka sósíalisma- sjoppunni átti það að kjósa gamlan sósíalista til að gera það. Blair var betri kapítalískur leiðtogi en íhalds- mennirnir. Samfylkingin var stofnuð kringum þessar hugmyndir. Kapítalisminn hefur unnið og við skulum því láta helvítið vinna fyrir okkur. Notum afraksturinn til að ná fram samfélagslegum breytingum; ekki gömlum sósíalískum kröfum um samtakamátt til að knýja á um samfélag sem er mótað að þörfum lágstéttanna; heldur kröfum nýrra kynslóða um léttara, glaðara og opnara samfélag þar sem meiri sátt ríkir og minna er um átök. Besti flokkurinn og Björt framtíð eru þannig einskonar Samfylking 2.0 (sem myndi þá kallast Thacher 3.0). Þessir flokkar gátu hirt upp gömul markmið og stefnumál Sam- fylkingarinnar þegar Samfylkingin var orðin löskuð og lúin af setu í þvælukenndum ríkisstjórnum. Ný innihaldslýsing En það var líka til vinstra fólk sem gat aldrei almennilega sætt sig við málamiðlun (stéttasamvinnu) sósíaldemókratanna; og hvað þá blygðunarlaust daður Blair og Clin- ton við frjálshyggju, einkavæðingu og þjónkun við fjármálakerfið. Eftir sem áður mat þetta fólk stöðuna svo; að stéttarátök gætu ekki orðið lengur grunnur stjórnmálaátaka á Vesturlöndum. Það deildi ekki á sjúkdómsgreiningu Blair á vanda vinstrisins en var ósammála út- ganginum sem hann valdi. Munurinn fólst kannski fyrst og fremst í mismunandi sjálfsmati. Blairistarnir töldu sig borna til að leiða þjóðirnar; á meðan það fólk sem var lengra til vinstri mat hlut- verk sitt í stjórnmálum á annan hátt. Það las það úr sögunni að rót- tækir vinstrimenn höfðu haft mest áhrif með því starfa í smáum sam- stilltum hópum og halda á lofti ein- örðum kröfum. Þótt þeim auðnaðist sjaldan að koma þessum kröfum til framkvæmda þá gerðist það oftar en ekki að kröfurnar stálu megin- sviði stjórnmálanna og rötuðu inn í stefnuskrár stærri flokka, sem síðan hrintu þeim í framkvæmd. Þetta vinstra fólk sá að til einskis var að nýta þessa vígstöðu til að knýja á um kröfur á grunni hefð- bundinna stéttaátaka. Það sölsaði því um og tók upp önnur mál sem helstu baráttumál; einkum kven- frelsi og umhverfisvernd. VG er hluti þessarar hreyfingar. Grunnur hennar er ekki lengur stéttarlegur; heldur frekar sið- ferðislegur. Samfélagið er ekki lengur vettvangur baráttu milli ólíkra stéttarlegra hagsmuna; heldur fer baráttan fyrst og fremst fram innan millistéttarinnar; sem stærðar sinnar vegna hlýtur alltaf að verða áhrifamikil í almennum kosningum. Málum var ekki stillt upp sem stéttarlegum rétt- lætismálum heldur sem siðferðis- legum; kvennabaráttan var ekki stéttarbarátta heldur að mörgu leyti átök um mismunandi siðferði og manngildi – eins og umhverf- ismálin. Vinstri stjórn án verkalýðs Öfugt við alla fyrirrennara sína (nema Kvennalistann) er ekkert verkalýðsráð í Samfylkingunni. Kannski hefur það gleymst; ef til vill hefur það þótt minna um of á átök síðustu aldar. Mér er sagt að það sé verkalýðsráð í VG en enginn viti hvar það sé að finna. En hvort sem er; þá lögðu þessir flokkar litið upp úr samstarfi við verkalýðs- hreyfinguna, sem þó hlýtur að vera andleg, líkamleg og félagsleg rót allra sósíalískra flokka. Þegar þess- ir flokkar sátu í einu hreinu vinstri stjórn Íslandssögunnar skilgreindu þeir verkalýðshreyfinguna sem andstæðing; beittu Thacherískri afstöðu og höfnuðu í raun umboði forystumanna verkalýðshreyfingar- innar til að túlka hagsmuni félags- manna sinna (á þeim forsendum að forystan þekkti ekki lengur raun- verulegar þarfir verkalýðsins og sinnti því helst að gæta eigin hags). Þetta leiddi til að atkvæðamestu forystumenn verkalýðshreyfingar- innar urðu hörðustu gagnrýnendur hinnar hreinu vinstri stjórnar. Eins geggjað og það nú hljómar. Og þegar kom að kosningum kom í ljós að þessir tveir flokkar, VG og Samfylkingin, höfðu hvað minnstan hljómgrunn meðal verka- lýðsins og lágstéttanna. Þessir tveir vinstri flokkar voru í raun einu flokkarnir sem ekki höfðu í vopnabúri sínu haldbæra gagnrýni á ríkjandi skipulag; sem þó hafði fallið með braki og brestum yfir alþýðu landsins. Kosningasigur Framsóknar (sirka 8 prósent umfram eðlilegar væntingar) og fylgi lukkuriddara- framboða (sirka önnur 8 prósent) má rekja til að þessi framboð náðu talsambandi við verkafólk, alþýðu, lægri hluta millistéttar- innar og lágstéttirnar; fólk sem stundum er kallað „venjulegt fólk“. Og það var ekki aðeins þessi fylgissveifla (sirka 16%) sem breytti pólitíska landslag- inu; heldur höfðu þessi framboð áhrif á alla umræðu langt út fyrir endanlegt fylgi sitt. Þegar komið var fram á kjördag höfðu í raun allir flokkar tekið upp stefnu- mál þeirra um endurreisn þjóð- félagslegs réttlætis með niður- greiðslum á lánum heimilanna á kostnað óskilgreindra útlendinga. Nýja hægrið stal senunni Þessi staða er ekki séríslensk. Þvert á móti er hún einkenni pólitísks ástands í Evrópu og víðar á Vesturlöndum. Hefðbundnir vinstriflokkar hafa misst tengsl sín við verkalýðinn/alþýðuna/lágstétt- irnar eftir margra áratuga aðlögun- arferli við millistéttina – sem kalla má hina ímynduðu millistétt; því á sama tíma og pólitísk átök (eða uppboð og hrossakaup) fóru fram á heimavelli millistéttarinnar; þá var grafið svo undan fjárhagslegu sjálfstæði þessa hóps að á eftir sat hann með lakari kjör en nokkru sinni og mörg tonn af skuldum sem hann hafði safnað upp til að geta staðið undir væntingum sínum um lifistandard við hæfi. Það er erfitt að þekkja í sundur hefðbundna vinstriflokka og klass- íska hægri flokka í evrópskum stjórnmálum. Hver er munurinn á frjálslyndum, íhaldsmönnum eða Verkamannaflokknum breska? Eða Sjálfstæðisflokknum og Samfylk- ingunni? Eftir Hrun virka þessir flokkar allir samsekir í augum hins „venjulega fólks“. Þeir eru allir til- búnir að verja það kerfi sem í raun leiddi til Hrunsins. Eina virka andstaðan gegn kerf- inu sem hrundi kemur frá nýja rót- tæka hægrinu; flokkum sem spila á andúð gegn alþjóðavæðingu, inn- flytjendum, efnafólki og elítunni. Gagnrýni þessara flokka hefur fengið mikinn hljómgrunn meðal „venjulegs fólks“; fyrst og fremst vegna þess að þetta er iðulega eina erindið sem beint er til „venjulegs fólks“. Aðrir flokkar eru uppteknir að tala við hærra sett fólk. Þessi hljómgrunnur hefur ekki aðeins skilað sér í fylgisaukningu öfga- hægriflokka á Norðurlöndum, Hollandi, Austurríki, Bretlandi og víðar; heldur hefur jaðarstaða þess- ara flokka meðal alltof keimlíkra flokka á pólitíska sviðinu; gefið stefnumálum þeirra svo mikið vægi að hefðbundnir hægri- og miðflokk- ar hafa tekið upp lykilmál þeirra; til dæmis andstöðu við innflytjendur og alþjóðlegt samstarf. Nú er rætt um sameiningu Sam- fylkingar og Vinstri grænna. Ef sú sameining á ekki að verða eins og sameining tveggja gjaldþrota fyrir- tækja; þurfa fylgjendur flokkanna að horfast í augu við að þeir hafa misst sess sinn sem helstu gagn- rýnendur ríkjandi skipulags og helstu hvatamenn að auknu réttlæti til handa „venjulegu fólki“. Ef sam- einaður flokkur á að geta endur- heimt þennan sess þarf hann að gera upp við afleiki fortíðarinnar og ná að endurskapa vinstrið þannig að það nái að þjóna hagsmunum verkalýðsins og alþýðunnar á ný. Því stjórnmál á Vesturlöndum munu á næstu árum snúast um stéttarátök sem aldrei fyrr.  samtíminn Enn vilja vinstrimEnn samEinast Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Á n þess að ég vilji blanda mér inn i pólitískt þjark; þá komust Samfylkingin og Vinstri grænir í sinn sambærilega vanda eftir tveim- ur ólíkum leiðum; sem þó voru sprottnar út frá sama misskiln- ingnum. Sem var sá; að vinstrihluti stjórnmálanna þyrfti að endurskapa sig vegna þess að stéttaátök væru liðin tíð á Vesturlöndum. Endalok sögunnar var þetta kall- að. Eftir fall múrsins og Sovétsins fannst mörgum sem aðeins væri ein hugmyndafræði eftir á lífi; frjáls- hyggjan endurvakta og umbreytta. Það þótti meira að segja kjánalegt að efast um að svo væri. Frjáls- hyggjan var vísindalega sönnuð kenning og hrun kommúnismans einmitt einn af hornsteinunum í þeirri sönnun. Í tómri glettni var þetta allt í anda Sovétsins nýfallna. Það byggði einmitt líka á vísinda- lega sönnuðum félagslegum kenn- ingum um endalok sögunnar; Sovétið var óhjákvæmileg niðurstaða og endapunkt- ur langrar þróunar mann- legs samfélags. Eins og frjálshyggjan var næstum í þrjátíu ár; frá 1979 til 2008. Líklega munu sagnfræð- ingar í framtíðinni skipta þessu tímaskeiði í þrjá jafn langa þætti; eins og það hefði verið leikrit. Í fyrsta þætti eru mikil átök þegar That- cher, Reagan & co heyja orrustur við gamla þjóðskipulagið; verkalýðsfélögin og hið opinbera (eða þann hluta þess sem ætlað var að þjóna almenningi). Fyrsta þætti lýkur með hvelli þegar Berlínar- múrinn fellur. Annar þáttur ein- kennist af úrvinnslu mikilla atburða fyrsta þáttar; ósigur gamla kerfis- ins verður smátt og smátt öllum persónum verksins ljós. Í sam- einingu taka gamlir andstæðingar að samræma hugmyndir sínar og tungutak. Í lok annars þáttar eru allir orðnir eins. Þriðji þáttur hefst á kosningasigri Tony Blair. Upp rís Ný leið, Nýr Verkamannaflokkur og Nýtt Bretland – og miklu glað- ara Bretland; vegna þess að nú eru engin átök lengur; allir geta stefnt að sömu markmiðum (vegna þess að engin ástæða er til að deila um þau lengur). Aðlögunarhæfni nýja vinstrisins er svo mikil að í upp- hafi þriðja þáttar er ekki hægt að þekkja Blair frá Clinton og í lokin er hann orðinn alveg eins og George Bush. Þriðja þætti lýkur svo með Hruninu mikla 2008. Kannski höfum við síðan verið að lifa fyrsta þáttinn í nýju leikriti sem eng- inn þekkir eða skilur. En kannski erum við föst í eftirmála af þessu leikriti frjálshyggjunnar. Hver veit? Thacher 2.0 og Thatcher 3.0 Það var nátt- úrlega flókið mál að búa hefðbundn- um vinstri flokkum framhalds- líf eftir alheims- sam- komulag um að stétta- átök heyrðu sögunni til. Hvern- ig getur flokkur sprottinn af sósíalískum meið lifað án stéttaátaka? Hugmynd Blairistana var að taka sósíal- demókratíska Syndir vinstrimanna Eftir frjálshyggjuáratugina eru vinstri menn í Evrópu í sárum. Þeir eru orðnir hluti af valdablokkinni sem brást og hafa misst gagnrýnendahlutverk sitt yfir til nýja hægrisins. Vandi Samfylkingarinnar og VG í dag er hluti þessarar sögu. Vinstri menn í Evrópu misskildu merkingu falls múrsins og töldu að það táknaði endalok stéttaátaka sem grunns stjórnmála á Vestur- löndum. Mjög bragðgott glútenlaust og sykurlaust brauðmix! Tony Blair sannaði að gamlir vinstrimenn gátu orðið betri hægrimenn en hægri menn- irnir sjálfir. Hann var Thacher 2.0; bæði glaðari og skilvirkari útgáfa af Járnfrúnni. 54 samtíminn Helgin 30. ágúst-1. september 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.