Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.08.2013, Qupperneq 58

Fréttatíminn - 30.08.2013, Qupperneq 58
 SamfélagSmál Heimildarmynd um Örlyg aron SturluSon Saga Ölla hreyfir við öllum Körfuknatt- leiksmaðurinn Örlygur Aron Sturluson lést af slysförum í byrj- un árs 2000, aðeins átján ára gamall. Örlygur spilaði með Njarðvík og þótti einn sá efnilegasti í sinni grein. Á miðvikudag í næstu viku verður heim- ildarmyndin Ölli frumsýnd í Sam-bíóunum og í tilefni af því hefur fjölskylda hans stofnað Minningarsjóð Ölla sem hefur það markmið að styrkja börn sem minna mega sín til íþróttaiðkunnar. Móður Ölla fannst kjörið að nýta tækifærið og heiðra minningu sonar síns með því að láta eitthvað gott af sér leiða í hans nafni. H eimildarmyndin Ölli í leikstjórn Garðars Arnars Arnarsonar verður frumsýnd í Sam-bíóunum miðvikudaginn 4. september og fjallar hún um ævi körfuknattleiksmanns- ins Örlygs Arons Sturlusonar sem lést af slysförum i byrjun árs 2000, aðeins átján ára gamall. Í tilefni af myndinni hefur fjölskylda Ölla stofnað minn- ingarsjóð sem hefur það að markmiði að styrkja börn frá efnalitlum fjölskyldum til íþróttaiðkunnar. Í stjórn sjóðsins eru Ólafur Stefánsson, handknattleiksmað- ur, Margrét Sanders framkvæmdastjóri Deloitte og Halla Heimisdóttir, íþrótta- og lýðheilsufræðingur. Verndari sjóðsins er Þorgrímur Þráinsson. Að sögn Maríu Rutar Reynisdóttur, umsjónarmanns sjóðsins, fæddist hug- myndin um sjóðinn þegar Garðar Örn hafði samband við móður Örlygs, Sæ- rúnu Lúðvíksdóttur, og bað um að fá að gera um hann heimildamynd. „Henni fannst kjörið að nýta tækifærið og heiðra minningu sonar síns með því að láta eitt- hvað gott af sér leiða í hans nafni.“ María segir jafnframt að á Íslandi sé vaxandi fátækt og að sumar fjölskyldur hafi ekki efni á að greiða æfingagjöld barna sinna né kaupa nauðsynlegan búnað til íþrótta- iðkunar. Styrkir úr Minningarsjóði Ölla verða veittir í gegnum félagsþjónustu bæjar- félaga og eftir öðrum viðurkenndum leiðum. „Kennarar, þjálfarar og aðrir geta einnig komið ábend- ingum til sjóðsins,“ segir María. Áætlað er að úthluta úr sjóðnum tvisvar sinnum á ári, á haustin og eftir áramót og að hafa jafn- vel aukaúthlutun fyrir sumarið þegar leikjanámskeið og keppnisferðalög standa yfir. Síðar í haust stendur til að halda styrktartón- leika og skemmtilegan íþróttaviðburð á vegum Minningarsjóðsins. Garðar Örn, leikstjóri myndarinnar, þekkti Örlyg heitinn ekki í lifanda lífi en fékk hugmynd að gerð myndarinnar þegar minningargrein var endurbirt á vef körfu- knattleiksdeildar Njarðvíkur árið 2012. „Saga Ölla hreyfir við öll- um og ég vildi fá að segja hana til að fólk fengi að kynnast hon- um betur. Sjálfur var ég búinn að heyra marg- ar sögur af honum og langaði að koma þeim í kvikmynda- form og halda minningu hans á lofti.“ Að sögn Garðars er kvikmyndin eins og ævisaga á myndrænu formi og fjallar bæði um Ölla sem körfubolta- mann og persónu. „Nú er ég búinn að vinna að myndinni í eitt og hálft ár og viða að mér miklu af verðmætu efni og taka viðtöl við fjölskyldu hans, vini, ættingja og fólk úr körfuboltanum á Ís- landi og hef kynnst Ölla í gegnum það ferli. Hann var ótrúleg manneskja,“ segir Garðar. Þegar Örlygur var aðeins sextán ára gamall byrjaði hann að leika með meistaraflokki UMFN og vakti strax athygli fyrir mikla hæfileika og vann sér sæti sem leikstjórnandi og átti stóran þátt í því að liðið hampaði Íslands- meistaratitli í lok keppnistímabilsins. Hann var valinn í A-landslið Íslands sumarið 1999 eftir að hafa dvalið í Bandaríkjunum í eitt ár við nám. Hann spilaði þrjá leiki með landsliðinu. Nánari upplýsingar um Minningarsjóðinn og kvik- myndina má nálgast á Fa- cebook-síðunum facebook. com/olli og facebook.com/ minningarsjodurolla. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Frá sextán ára aldrei lék Örlygur Aron Sturluson með meist- araflokki UMFN og hampar hér Íslandsmeistaratitlinum árið 1998. Ljósmynd/Halldór Rósmundur Hægt er að styrkja Minningar- sjóð Ölla með framlögum inn á reikning númer 0322-26- 021050. Reikningurinn verður í fjárvörslu Deloitte ehf., og er kennitalan 521098-2449. Minningarsjóður Ölla Með Kúla Deeper búnaðinum er hægt að taka þrívíddarmyndir með venjulegum myndavélum.  nýSkÖpun kúla inventionS leitar fjárfeSta á karolina fund Umfjöllun í vinsælum tæknifjölmiðlum Hjá frumkvöðlafyrirtækinu Kúla Inventions hefur á undan- förnum árum verið unnið að þróun þrívíddarbúnaðar sem kallast Kúla Deeper og er fest- ur á myndavélar. Nú er þeirri vinnu lokið og er stefnt að framleiðslu á næstu mánuðum. Því leitar Kúla nú fjárfestingar- styrkja á vefsíðunni Karolina Fund. Að sögn Írisar Ólafsdótt- ur, framkvæmdastjóra Kúlu, er hægt að styrkja framtakið með allt frá fjórum evrum og upp í eitt þúsund og fimm hundruð evrur. „Í staðinn fær fólk þrí- víddarkort, þrívíddargleraugu og upp í nokkur stykki af Kúla Deeper búnaðinum. Fyrstu hundrað sem styrkja um fimm- tíu og níu evrur fá búnaðinn í staðinn.“ Á undanförnum dögum hefur Kúla Deeper búnaðurinn fengið gríðarlega góð viðbrögð og um- fjöllun í virtum tæknimiðlum svo sem á Tech Crunch, Wired og Gizmodo. „Það er ómetan- legt að fá umfjöllun í þessum miðlum núna þegar fjárfest- ingarferlið stendur yfir. Eigin- lega eins og að vinna í lottói,“ segir Íris. „Bloggarar og minni tæknisíður taka efni af þessum síðum svo umfjöllunin er strax kominn víða á netinu.“ Íris segir ávinninginn af um- fjöllun í þessum miðlum strax áþreifanlegan. „Þegar Kúla Deeper var slegið inn á Google á miðvikudag komu upp um fjögur þúsund síður og eftir há- degi á fimmtudag var fjöldinn orðinn rúmlega níu þúsund.“ -dhe Tvær nýjar og spennandi danskar myndir verða sýndar á Riff-kvik- myndahátíðinni sem hefst 26. september. Annars vegar er þar um að ræða sálfræðitryllinn I lossens time með leikkonunni Sofie Gråbøl sem flestir þekkja úr sjónvarpsþáttunum Glæpnum, Forbrydelsen. Hins vegar er það Spies og Glistrip, leikin mynd um vináttu tveggja kunnra Dana; Mogens Glistrup, lögfræðings sem leiddist út í stjórnmál og hins umdeilda „ferðakóngs“, milljónamærings og kvennabósa, Simon Spies. Ásgeir Trausti á Airwaves Síðasta holl lista- manna sem kemur fram á Iceland Airwaves tón- listarhátíðinni í ár var kynnt í vikunni. Alls munu 215 listamenn koma fram á hátíðinni að þessu sinni, þar af 61 erlend sveit. Af íslenskum nöfnum sem bæst hafa í hópinn má nefna Ásgeir Trausta, Sykur, Pétur Ben, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Láru Rúnars, Skepnu, Dísu, Jan Ma- yen og Mono Town. Stærsta nafnið í erlendu deildinni sem kynnt var í vikunni er kanadíska pönkbandið Fucked Up, breska hljómsveitin Money, Nite Jewel og Jagwar Ma. Nánari upplýsingar um listamennina má finna á heimasíðu Airwaves en þar fer einnig fram miðasala. Örfáir miðar eru eftir. Hátíðin er haldin um mánaðamótin október/nóvember. Ný mynd Sofie á Riff 58 dægurmál Helgin 30. ágúst-1. september 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.