Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Síða 19

Fréttatíminn - 01.02.2013, Síða 19
HLUTABRÉFASJÓÐURINN** HEFUR TEKIÐ ÞÁTT Í ÚTBOÐUM NÝRRA FÉLAGA Í KAUPHÖLL ÍSLANDS Síðasta ár var frábært og fyrirhugaðar skráningar fyrirtækja á markað gefa vonandi góð fyrirheit um áframhaldandi uppbyggingu íslenska hlutabréfamarkaðarins. Nú getur þú tekið þátt í þeirri uppbyggingu í gegnum Hlutabréfasjóðinn. Nánari upplýsingar á www.vib.is Pantaðu viðtal við ráðgjafa í 440 4900 * Skv. sjodir.is 31. desember 2012 **Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Hafa ber í huga að eign í fjárfestingarsjóði getur bæði hækkað eða lækkað, allt eftir þróun á markaðsverði þeirra. Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Íslandssjóða, www.islandssjodir.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. E N N E M M / S ÍA / N M 5 5 2 3 0 Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is FRÁBÆR ÁVÖXTUN 24,1% ársávöxtun á síðasta ári* Árleg ávöxtun sjóðsins 1 ár 24,1% 2 ár 18,6% 3 ár 19,5% 4 ár 13,9% 5 ár -28,7% Skv. sjodir.is 31. desember 2012 Meðal félaga sem sjóðurinn hefur fjárfest í eru: Marel, Eimskip, Hagar, Össur, Icelandair, Reginn og Vodafone. Er þitt fyrirtæki að ávaxta lausafé á hagstæðan hátt? Kynntu þér ávöxtunarleiðir MP banka fyrir fyrirtæki hjá viðskipta stjórum í Ármúla 13a eða í síma 540 3200 og á www.mp.is. Flugfargjöld, áfengi og tóbak verðbólguhvati Flugfargjöld til útlanda fóru á „enn eitt flippið“ í janúar, auk þess sem áfengi og tóbak hækkaði um 6,9% í mán- uðinum. Þetta og fleira varð til þess, að sögn greiningardeild- ar Íslandsbanka, að verðbólga milli desember og janúar varð meiri en sérfræðingar reiknuðu með. Opinberar spár lágu á bilinu frá 0,1% lækkun til 0,1% hækkun en raunin varð, samkvæmt tölum Hagstofunnar, 0,27% hækkun milli mánaða. Tólf mánaða taktur verðbólgunnar er þar með óbreyttur, 4,2%. Flugfargjöldin hækkuðu um 6,5% í mánuðinum, „sem er algerlega úr takti við það sem þessi liður hefur gert í janúar síðustu ár,“ segir Greiningin en bætir því við að hækkunina megi væntanlega skýra að hluta með óvæntri lækkun sem varð í desember, þvert á þróun síðustu ára. - jh 60 milljarða króna árlegur ávinningur Eigi Íslendingar að njóta sambærilegra lífskjara og nágrannaþjóðirnar þarf ár- legur hagvöxtur á næstu árum að vera yfir 3,5% og verðbólga lág. Það er til mikils að vinna því ef það tekst að skapa 15.000 ný störf á næstu fimm árum nemur árlegur ávinn- ingur samfélagsins um 60 milljörðum króna. Þetta kom fram á opnum morgunverðar- fundi Samtaka atvinnulífs- ins sem haldinn var í gær, fimmtudag, í Hörpu. Þar stigu margir stjórnendur á stokk en fjallað var um mikilvægi þess að skapa fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum. Bent var á leiðir til að bæta lífskjör á Ísland umtals- vert en markmiðið var ekki talið fráleitt því starfandi fólki fækkaði um 10.000 milli áranna 2008 og 2012. Í lok desember 2012 voru 9.500 manns á atvinnuleysisskrá. - jh Félag kvenna í atvinnulífinu afhenti árlegar viðurkenningar sínar á miðviku- daginn í viðurvist þeirra sem standa í framlínu íslensks viðskipta- og atvinnulífs. FKA viðurkenninguna 2013 hlaut Mar- grét Guðmunds- dóttir, forstjóri Icepharma, stjórnarformaður N1, formaður Félags atvinnu- rekenda og forseti ESTA (European Surgical Trade Association); evrópskra sam- taka dreifingar- fyrirtækja á sviði hjúkrunarvara. Hvatningarvið- urkenningu FKA hlutu þær Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árna- dóttir – eigendur Tulipop. Vörur þeirra seldar í hönnunarversl- unum á Íslandi og víða um lönd. Tulipop er litríkur ævintýraheimur þar sem svepp- systkinin Búi og Gló búa ásamt fjölda annarra skemmtilegra karaktera. Þakk- arviðurkenningu FKA hlaut Guðrún Lárusdóttir í Stálskipum en Guðrún hefur rekið Stálskip í hartnær hálfa öld. Gæfusporið 2012 hlutu SVÞ; Sam- tök verslunar og þjónustu og veitti formaður Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ, viðurkenningunni viðtöku. Viðurkenningar FKA afhentar Margrét Guðmundsdóttir tekur á móti verðlaunum. Mynd Hari viðskipti 19 Helgin 1.-3. febrúar 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.