Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Qupperneq 19

Fréttatíminn - 01.02.2013, Qupperneq 19
HLUTABRÉFASJÓÐURINN** HEFUR TEKIÐ ÞÁTT Í ÚTBOÐUM NÝRRA FÉLAGA Í KAUPHÖLL ÍSLANDS Síðasta ár var frábært og fyrirhugaðar skráningar fyrirtækja á markað gefa vonandi góð fyrirheit um áframhaldandi uppbyggingu íslenska hlutabréfamarkaðarins. Nú getur þú tekið þátt í þeirri uppbyggingu í gegnum Hlutabréfasjóðinn. Nánari upplýsingar á www.vib.is Pantaðu viðtal við ráðgjafa í 440 4900 * Skv. sjodir.is 31. desember 2012 **Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Hafa ber í huga að eign í fjárfestingarsjóði getur bæði hækkað eða lækkað, allt eftir þróun á markaðsverði þeirra. Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Íslandssjóða, www.islandssjodir.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. E N N E M M / S ÍA / N M 5 5 2 3 0 Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is FRÁBÆR ÁVÖXTUN 24,1% ársávöxtun á síðasta ári* Árleg ávöxtun sjóðsins 1 ár 24,1% 2 ár 18,6% 3 ár 19,5% 4 ár 13,9% 5 ár -28,7% Skv. sjodir.is 31. desember 2012 Meðal félaga sem sjóðurinn hefur fjárfest í eru: Marel, Eimskip, Hagar, Össur, Icelandair, Reginn og Vodafone. Er þitt fyrirtæki að ávaxta lausafé á hagstæðan hátt? Kynntu þér ávöxtunarleiðir MP banka fyrir fyrirtæki hjá viðskipta stjórum í Ármúla 13a eða í síma 540 3200 og á www.mp.is. Flugfargjöld, áfengi og tóbak verðbólguhvati Flugfargjöld til útlanda fóru á „enn eitt flippið“ í janúar, auk þess sem áfengi og tóbak hækkaði um 6,9% í mán- uðinum. Þetta og fleira varð til þess, að sögn greiningardeild- ar Íslandsbanka, að verðbólga milli desember og janúar varð meiri en sérfræðingar reiknuðu með. Opinberar spár lágu á bilinu frá 0,1% lækkun til 0,1% hækkun en raunin varð, samkvæmt tölum Hagstofunnar, 0,27% hækkun milli mánaða. Tólf mánaða taktur verðbólgunnar er þar með óbreyttur, 4,2%. Flugfargjöldin hækkuðu um 6,5% í mánuðinum, „sem er algerlega úr takti við það sem þessi liður hefur gert í janúar síðustu ár,“ segir Greiningin en bætir því við að hækkunina megi væntanlega skýra að hluta með óvæntri lækkun sem varð í desember, þvert á þróun síðustu ára. - jh 60 milljarða króna árlegur ávinningur Eigi Íslendingar að njóta sambærilegra lífskjara og nágrannaþjóðirnar þarf ár- legur hagvöxtur á næstu árum að vera yfir 3,5% og verðbólga lág. Það er til mikils að vinna því ef það tekst að skapa 15.000 ný störf á næstu fimm árum nemur árlegur ávinn- ingur samfélagsins um 60 milljörðum króna. Þetta kom fram á opnum morgunverðar- fundi Samtaka atvinnulífs- ins sem haldinn var í gær, fimmtudag, í Hörpu. Þar stigu margir stjórnendur á stokk en fjallað var um mikilvægi þess að skapa fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum. Bent var á leiðir til að bæta lífskjör á Ísland umtals- vert en markmiðið var ekki talið fráleitt því starfandi fólki fækkaði um 10.000 milli áranna 2008 og 2012. Í lok desember 2012 voru 9.500 manns á atvinnuleysisskrá. - jh Félag kvenna í atvinnulífinu afhenti árlegar viðurkenningar sínar á miðviku- daginn í viðurvist þeirra sem standa í framlínu íslensks viðskipta- og atvinnulífs. FKA viðurkenninguna 2013 hlaut Mar- grét Guðmunds- dóttir, forstjóri Icepharma, stjórnarformaður N1, formaður Félags atvinnu- rekenda og forseti ESTA (European Surgical Trade Association); evrópskra sam- taka dreifingar- fyrirtækja á sviði hjúkrunarvara. Hvatningarvið- urkenningu FKA hlutu þær Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árna- dóttir – eigendur Tulipop. Vörur þeirra seldar í hönnunarversl- unum á Íslandi og víða um lönd. Tulipop er litríkur ævintýraheimur þar sem svepp- systkinin Búi og Gló búa ásamt fjölda annarra skemmtilegra karaktera. Þakk- arviðurkenningu FKA hlaut Guðrún Lárusdóttir í Stálskipum en Guðrún hefur rekið Stálskip í hartnær hálfa öld. Gæfusporið 2012 hlutu SVÞ; Sam- tök verslunar og þjónustu og veitti formaður Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ, viðurkenningunni viðtöku. Viðurkenningar FKA afhentar Margrét Guðmundsdóttir tekur á móti verðlaunum. Mynd Hari viðskipti 19 Helgin 1.-3. febrúar 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.